Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 39
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 39
S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í B A N D A R Í K J U N U M
Alþingi Bandaríkjamanna, þinghúsið í Washington, setur einstakan svip á borgina.
Eins og sjá má eru nokkrar framkvæmdir þessa dagana á húsakynnum og lóðinni.
Þessi stytta
er skammt frá
Víetnamska-
veggnum, til heið-
urs þeim banda-
rísku hermönnum
sem börðust í
Víetnam.
ég kom út úr strætó á Lækjartorgi og hitti Óttar Yngvason
lögfræðing sem þá var nýlega orðinn formaður Neytenda-
samtakanna. Við tókum tal saman, eins og gengur, og hann
sagði mér að hann hefði heyrt að til stæði að ráða tvo nýja
fulltrúa í utanríkisráðuneytið og fannst mér þetta nokkur tíð-
indi, enda vissi ég sem var, að ekki höfðu í háa herrans tíð
verið ráðnir nema tveir nýir fulltrúar í utanríkisráðuneytið,
þeir Ólafur Egilsson og Hannes Hafstein. Á þessum tíma
voru stöður ekki auglýstar. Ég tók mig því til, gekk rakleitt
í utanríkisráðuneytið og bað um fund utanríkisráðherra,
Emils Jónssonar. Ég hafði heppnina með mér, hann gat gefið
sér tíma til að ræða við mig. Hann spurði um meðmæli og ég
gat vísað til Ármanns Snævarr. Nokkrum dögum síðar fékk
ég símhringingu og var mér tjáð að ég hefði verið ráðinn. Sá
sem fékk hina stöðuna var Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
sem núna gegnir starfi sendiherra Íslands í London.“
Þetta var árið 1970 eða sama ár og Helgi útskrifaðist sem
lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Í utanríkisráðuneytinu
byrjaði hann sem almennur fulltrúi. En tækifærið til að verða
sendiráðsritari erlendis kom árið 1973. Hann „fékk boltann
í hendurnar“, en öllum að óvörum gaf hann sér góðan tíma
með boltann áður en hann tók ákvörðun; hún kom, hann
ákvað að sækja, spila sóknarleik.
Tók þátt í tveimur þorskastríðum
„Pétur J. Thorsteinsson var á þessum tíma ráðuneytisstjóri
í utanríkisráðuneytinu. Hann var þekktur fyrir að vilja ekki
hafa neina já-menn í kringum sig. Hann kallaði á mig og vildi
að ég færi út til Kaupmannahafnar. Ég sagði nei, honum til