Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 5. nóvember FL GROUP OG EASYJET Það fer ekki á milli mála að FL Group hefur mikinn áhuga á EasyJet og jók það hlut sinn í félaginu í tvígang í lok október, eða úr 14 í rúm 16%. Mark- aðsvirði hlutar FL Group í EasyJet nemur nú tæplega 21 milljarði króna, en gengi bréfa í EasyJet hafa hækkað um 77% á árinu. Kvaðir eru á hlut erlendra fjár- festa í EasyJet og hafa þeir ekki mátt eiga nema 40% eignarhlut í félaginu. Í byrjun nóvember var hins vegar ákveðið að rýmka þessar reglur og hækka leyfilega eign erlendra fjárfesta í 45%. Flestir eru á því að FL Group sé með á teikniborðinu að sam- eina Sterling og EasyJet. Aðaleig- andi EasyJet, Stelios Haji-Ionnou, sem á rúm 40% í félaginu, hefur sagt að hann hafi ekki uppi áform um að selja FL Group hlut sinn í félaginu. Hagnaður EasyJet nam 42,6 milljónum punda á síð- asta rekstrarári sem lauk í end- aðan september (4,6 milljarðar króna) en var 41,1 milljón pund á fjárhagsárinu þar á undan. 5. nóvember „GET EKKI VERIÐ ÞAR LENGI Í EINU“ „Ég get ekki verið þar lengi í einu!“ Þannig komst Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, að orði við breska blaðið Financial Times þar sem hann ræddi um búsetu sína. Hann var þarna að ræða um Ísland. Sagð- ist Jón Ásgeir búast við að dvelj- ast að mestu annars staðar en á Íslandi í framtíðinni. Jón Ásgeir hefur verið meira og minna með annan fótinn í Bretlandi síðustu árin og hefur dvalið þar flesta daga vikunnar en eytt helgunum heima á Íslandi. 7. nóvember SENDIRÁÐSMAÐUR TIL ÍSLANDSBANKA Magnús Bjarnason, sem starfað hefur sem sendifulltrúi og stað- gengill sendiherra í sendiráði Íslands í Peking, og þar áður sem viðskiptafulltrúi í Banda- ríkjunum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri yfir starfsemi Íslandsbanka í Ameríku og Asíu. Magnús tók við nýja starfinu 7. nóvember. Hann segir það meginhlutverk að styrkja alþjóð- leg verkefni bankans í Bandaríkj- unum, Kanada, Chile og að auki í Asíu. 7. nóvember TESCO GÆTI ÞURFT AÐ GRISJA Morgunblaðið sagði frá athyglis- verðri frétt breska blaðsins Obser- ver um að stærsta smásölukeðja Bretlands, gæti þurft að selja ein- hverjar af verslunum sínum þar í landi. Sagði Observer að það væru fyrst og fremst þingmenn og keppinautar sem hafi óskað eftir því að stjórnvöld grípi í taumana til að hægt verði draga úr yfirburðastöðu Tesco. Áður en það verður gert þurfa yfirvöld að skilgreina það hvað sé einokun. D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl. Jón Ásgeir Jóhannesson. „Get ekki verið lengi á Íslandi í einu.“ 5. nóvember VILHJÁLMUR SIGRAÐI GÍSLA MARTEIN Eitt af umtalaðri prófkjörum í seinni tíð var prófkjör Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Prófkjörið fór fram dagana 3. og 4. nóvember. Þegar á hólminn var komið reyndist Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son hafa mun meiri yfirburði í prófkjörinu en reiknað var með og sigraði hann Gísla Mart- ein Baldursson í baráttunni um fyrsta sætið örugglega. Gísli hafnaði í þriðja sæti sem voru mikil vonbrigði fyrir hann. Hanna Birna Kristjáns- dóttir stefndi á annað sætið og náði því sæti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fékk 6.424 atkvæði í 1. sætið, eða 53,9%, en gild atkvæði í prófkjörinu voru 11.920. Gísli Marteinn fékk 5.193 atkvæði í 1. sætið. Hanna Birna fékk 6.280 atkvæði í annað sætið. Fyrstu níu sætin í prófkjörinu voru bind- andi fyrir kjörnefnd. Gísli Marteinn Baldursson óskar Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni til hamingju með sigurinn í prófkjörinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.