Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5
5. nóvember
FL GROUP
OG EASYJET
Það fer ekki á milli mála að
FL Group hefur mikinn áhuga á
EasyJet og jók það hlut sinn í
félaginu í tvígang í lok október,
eða úr 14 í rúm 16%. Mark-
aðsvirði hlutar FL Group í EasyJet
nemur nú tæplega 21 milljarði
króna, en gengi bréfa í EasyJet
hafa hækkað um 77% á árinu.
Kvaðir eru á hlut erlendra fjár-
festa í EasyJet og hafa þeir ekki
mátt eiga nema 40% eignarhlut
í félaginu. Í byrjun nóvember var
hins vegar ákveðið að rýmka
þessar reglur og hækka leyfilega
eign erlendra fjárfesta í 45%.
Flestir eru á því að FL Group
sé með á teikniborðinu að sam-
eina Sterling og EasyJet. Aðaleig-
andi EasyJet, Stelios Haji-Ionnou,
sem á rúm 40% í félaginu, hefur
sagt að hann hafi ekki uppi
áform um að selja FL Group hlut
sinn í félaginu. Hagnaður EasyJet
nam 42,6 milljónum punda á síð-
asta rekstrarári sem lauk í end-
aðan september (4,6 milljarðar
króna) en var 41,1 milljón pund
á fjárhagsárinu þar á undan.
5. nóvember
„GET EKKI VERIÐ
ÞAR LENGI Í EINU“
„Ég get ekki verið þar lengi í
einu!“ Þannig komst Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs
Group, að orði við breska blaðið
Financial Times þar sem hann
ræddi um búsetu sína. Hann var
þarna að ræða um Ísland. Sagð-
ist Jón Ásgeir búast við að dvelj-
ast að mestu annars staðar en
á Íslandi í framtíðinni. Jón Ásgeir
hefur verið meira og minna með
annan fótinn í Bretlandi síðustu
árin og hefur dvalið þar flesta
daga vikunnar en eytt helgunum
heima á Íslandi.
7. nóvember
SENDIRÁÐSMAÐUR
TIL ÍSLANDSBANKA
Magnús Bjarnason, sem starfað
hefur sem sendifulltrúi og stað-
gengill sendiherra í sendiráði
Íslands í Peking, og þar áður
sem viðskiptafulltrúi í Banda-
ríkjunum, hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri yfir starfsemi
Íslandsbanka í Ameríku og Asíu.
Magnús tók við nýja starfinu
7. nóvember. Hann segir það
meginhlutverk að styrkja alþjóð-
leg verkefni bankans í Bandaríkj-
unum, Kanada, Chile og að auki
í Asíu.
7. nóvember
TESCO GÆTI ÞURFT
AÐ GRISJA
Morgunblaðið sagði frá athyglis-
verðri frétt breska blaðsins Obser-
ver um að stærsta smásölukeðja
Bretlands, gæti þurft að selja ein-
hverjar af verslunum sínum þar
í landi. Sagði Observer að það
væru fyrst og fremst þingmenn
og keppinautar sem hafi óskað
eftir því að stjórnvöld grípi í
taumana til að hægt verði draga
úr yfirburðastöðu Tesco. Áður en
það verður gert þurfa yfirvöld að
skilgreina það hvað sé einokun.
D A G B Ó K I N
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Jón Ásgeir Jóhannesson. „Get
ekki verið lengi á Íslandi í einu.“
5. nóvember
VILHJÁLMUR SIGRAÐI GÍSLA MARTEIN
Eitt af umtalaðri prófkjörum í
seinni tíð var prófkjör Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík vegna
borgarstjórnarkosninganna
næsta vor. Prófkjörið fór fram
dagana 3. og 4. nóvember.
Þegar á hólminn var komið
reyndist Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son hafa mun meiri yfirburði í
prófkjörinu en reiknað var með
og sigraði hann Gísla Mart-
ein Baldursson í baráttunni
um fyrsta sætið örugglega.
Gísli hafnaði í þriðja sæti
sem voru mikil vonbrigði fyrir
hann. Hanna Birna Kristjáns-
dóttir stefndi á annað sætið
og náði því sæti. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson fékk 6.424
atkvæði í 1. sætið, eða 53,9%,
en gild atkvæði í prófkjörinu
voru 11.920. Gísli Marteinn
fékk 5.193 atkvæði í 1. sætið.
Hanna Birna fékk 6.280
atkvæði í annað sætið. Fyrstu
níu sætin í prófkjörinu voru bind-
andi fyrir kjörnefnd.
Gísli Marteinn Baldursson
óskar Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni til hamingju með
sigurinn í prófkjörinu.