Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 Tölvumiðlun er hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var 1985 og fagnar í ár tuttugu ára starfsafmæli sínu. Starfsemi Tölvu- miðlunar fer fram á þremur meginsviðum, sem skiptast í hugbúnaðarsvið, ráðgjafar- og þjónustusvið auk sölu- og markaðssviðs. Sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs er Daði Friðriksson: „Starfsemin er fjölbreytt, en segja má í stuttu máli að við séum að þróa og þjón- usta hugbúnað sem við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Auk annarra verk- efna hefur það verið stefna Tölvumiðlunar að sérhæfa sig í stöðluðum heildarlausnum í starfsmannamálum. Þekktasta afurð okkar er launakerfið H-laun, sem búið er að vera í notkun frá árinu 1991 og er útbreiddasta launakerfi landsins. Á afmælisárinu kynnum við til sögunnar nýja kynslóð H-Launa, sem við köllum HLaun3. Nýja kynslóðin er heild- arlausn sem býr yfir fjölmörgum einingum, auk launakerfis, sem spannar feril launþega frá ráðningu til starfsloka. Þessar einingar eru meðal annars Mannauður, Ráðningar og Starfsmannavefur. HLaun3 gefur okkur tækifæri til að þjón- usta viðskiptvini okkar mun betur en áður og hefur verið mjög vel tekið. Fjölmargir viðskiptavina okkar hafa þegar uppfært í nýja kynslóð og er fjöldi innleiðinga yfir- standandi. Starf mitt snýr að sölu og markaðssetn- ingu á afurðum okkar, þátttöku í vöruþróun, samningagerð við birgja auk annarra mála- flokka. Fyrir hönd fyrirtækisins hef ég undanfarin ár tekið þátt í spennandi verk- efni: „Putting IC into Practice“ (PIP) sem er samstarfsverkefni tuttugu norrænna upplýsingatæknifyrirtækja um skráningu þekkingarverðmæta. Um er að ræða skrán- ingu á óefnislegum verðmætum fyrirtækja (mannauði, skipulagsauði og viðskiptaauði) og framsetningu þeirra í þekkingarskýrslu sem byggð er á samræmdum vísbendingum og mælikvörðum. Við höfum lokið gerð fyrstu þekkingarskýrslu okkar og hafið und- irbúning að þeirri næstu. Þess má geta að auk þess að sérhæfa okkur í heildarlausnum í starfmannamálum endurseljum við gagnagrunna frá Oracle og hugbúnaðarlausnir fyrir röntgendeildir sjúkrastofnana frá Kodak svo segja má að starf mitt sé fjölbreytt og spanni mörg svið í þessum geira.“ Daði kom til starfa hjá Tölvumiðlun snemma árs 2002: „Ég var áður áratug í trygg- ingageiranum, síðast sem markaðsstjóri og staðgengill forstjóra hjá Alþjóða líftryggingar- félaginu, sem nú heitir KB Líf. Ég kem sem sagt úr tryggingum yfir í hugbúnaðargeirann. Í tryggingum er fjallað um fjárhagslegt öryggi og hugarró en hugbúnaðarsala og þjónusta snýst um að leysa flókin verkefni með hag- kvæmum hætti fyrir notendur. Þetta virðist ólíkur starfsvettvangur í fyrstu, en gildin eru þó hin sömu hvað varðar markaðssetningu, sölu og þjónustu, hver svo sem varan er sem sýslað er með.“ Eiginkona Daða er Soffía D. Halldórs- dóttir, tannsmíðameistari og eiga þau tvö börn, Goða Má, tíu ára og Nínu Margréti sex ára. Áhugamál Daða eru nokkur: „Á veturna eiga skíðin hug okkar allan og við reynum að komast á skíði eins oft og kostur er hér heima og þar sem það hefur verið takmakað undanfarna vetur þá förum við á skíði erlendis. Í vetur ætlum við að fara á skíðasvæði sem við höfum áður heim- sótt, sem er Sälen í Svíþjóð, ákaflega góður og skemmtilegur staður. Þetta verður fjöl- skylduferð þar sem við munum hitta fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Við hjónum veiðum einnig og er ég meira fyrir stangveiðina en eiginkonan hallast að skotveiðinni. Þá er ég aðeins farinn af stað í golfið sem markmiðið er að verði fjölskyldusport líkt og skíða- mennskan.“ FÓLK sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs hjá Tölvumiðlun Daði Friðriksson Nafn: Daði Friðriksson.Fæðingarstaður: Reykjavík, 10. 5. 1967. Foreldrar: Friðrik Bergsveinsson og Sigrún Olgeirsdóttir. Maki: Soffía D. Halldórsdóttir. Börn: Goði Már 10 ára, Nína Margrét 6 ára. Menntun: Stúdent frá Verlsunarskóla Íslands. B.A. í alþjóðaviðskiptum frá Assumption College í Massachusetts í Bandaríkjunum. TEXTAR: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.