Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í B A N D A R Í K J U N U M mikillar undrunar. Hann horfði á mig og ég sagði honum afdráttarlaust að ég teldi mig ekki geta lært mikið á því að fara þangað, að ég bætti ekki miklu við mig þar. Á þessum tíma áttum við Íslendingar í stríði við Breta vegna útfærslu landhelginnar í 50 mílur. En þremur vikum síðar kallar Pétur á mig og segir mér að í mótmælaskyni við gróft framferði Breta á Íslandsmiðum í Þorskastríðinu hafi verið ákveðið að kalla Niels P. Sigurðsson tímabundið heim og nú fæli hann mér að fara sem sendiráðsritari til Bretlands („and no ifs and buts“) og einbeita mér að samskiptum við breska blaðamenn og kynna málstað okkar. Ég hafði áður farið ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni með breska blaðamenn hringinn í kringum Ísland og sýnt þeim íslensk frystihús og hve við Íslendingar værum háðir þorsk- inum og sjávarútveginum. Sú ferð hafði gengið ágætlega. Þetta gekk hratt fyrir sig. Eftir nokkra daga vorum við komin út til London og ég man að strákarnir tveir voru komnir í skóla úti tveimur dögum síðar.“ Fyrra þorskastríðinu á áttunda áratugnum lauk í nóvem- ber 1973. En Helgi var úti við störf í íslenska sendiráðinu í London þegar seinna þorskastríðið á þessum áratug skall á árið 1975 eftir að Íslendingar færðu landhelgina út í 200 mílur. „Þá gekk mikið á og stríðsátökin voru mikil við að verja landhelgina. Niels P. Sigurðsson sendiherra var kallaður heim til Íslands og um tíma höfðum við ekkert sendiráð úti að forminu til, við starfsmenn sendiráðsins vorum þó áfram í sömu byggingunni og heyrðum undir „norska sendi- ráðið“; svöruðum í símann sem starfsmenn norsku utanrík- isþjónustunnar. Þetta var auðvitað mjög sérstakur tími í sögu íslenskrar utanríkisþjónustu og við vorum svo lánsöm að halda til haga ýmsum gögnum frá þessum tíma; gögn og heimildir sem eru mikilvægir munir og minjar frá þessum tíma.“ Helgi hafði mikil samskipti við breska blaðamenn á þessum árum og var hlutverk hans sem fyrr að kynna málsstað Íslendinga. Einn þessara bresku blaðamanna heitir Thomas Arms og er enn þann dag í dag mikill vinur þeirra Helga og Hebu; og sá er einstakur húmoristi miðað við allar þær sögur sem Helgi hefur eftir honum. „Thomas gekk skyndilega inn á skrifstofuna mína og sagði skorinort að hann ætlaði að „meika það“ sem blaða- maður í þorskastríðinu - nota stríðið sem lyftistöng líkt og margir kollegar hans hefðu gert. Ég fór með hann út á næstu krá, þar spjölluðum við saman. Ég gerði honum þar grein fyrir tvennu. Ég sagði: Thomas, ég mun aldrei biðja þig að vera hlutdrægan eða skrifa okkur í vil. En gerðu þér grein fyrir því að þessi deila snýst eingöngu um fiskvernd og að við munum vinna hana. Eftir þetta töluðum við Thomas saman oft á dag og urðum vinir. Sú vinátta hefur haldist. Hann varð Diplomatic Correspondent hjá Thomps- son blaðahringnum og rekur núna fréttaþjónustu á Netinu fyrir áskrifendur og hefur í nógu að snúast.“ Erfiðustu mál í starfi sendiherrans Víkjum þá að starfi sendiherrans. Hver eru erfiðustu mál sem þú fæst við sem sendiherra? „Það eru nú ekki stóru milliríkjamálin, eins og einhver kynni að telja, heldur hefur mér alltaf reynst býsna erfitt að tilkynna fólki um sorgarat- burði, um slys og dauðsföll. Þannig hefur það bara verið.“ Helgi segir hins vegar að eigi hann að nefna nokkur mjög skemmtileg mál sem hann hafi fengist við á sínum 35 ára ferli í utanríkisþjónustunni séu það fyrstu árin í Bretlandi þegar íslenska þjóðin átti í þorskastríðunum við Bretana. „Það var mikið keppnisskap í okkur Íslendingum í þessum stríðum, við ætluðum okkur að sigra frá fyrsta degi, við höfðum góðan málstað að verja og það snart alla hvernig þjóðin stóð saman. Það stóðu allir saman sem einn.“ Helgi nefnir ennfremur árin sín í varnarmálanefnd 1979 til 1983 sem mjög eftirminnilegan tíma, en hann var þar deildarstjóri og formaður á miklum umrótatímum í upp- byggingu á Keflavíkurflugvelli. „Þetta voru tímar mikilla breytinga á Vellinum. Byrjað var að bjóða út verk í fyrsta sinn, en Íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar höfðu setið einir að verkunum. Varnarliðið endurnýjaði tækjabúnaðinn sinn að mestu, ný flugskýli voru byggð, nýjar byggingar voru reistar fyrir varnarliðsmenn, ákveðið var að ráðast í byggingu olíubirgðastöðvar í Helguvík, skipt var út herþotum og F 15 þoturnar leystu þær gömlu af hólmi. Þá var undirbúningur hafinn að byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli.“ Erfiðar viðræður núna við Bandaríkjamenn Eftir að hafa verið formaður varnarmálanefndar á þessum „uppgangstímum“ á Vellinum og verið formaður viðræðu- nefndar Íslendinga um bókun um framkvæmd varnarsam- starfsins við Bandaríkin á árunum 1996 til 2001 hljóta þeir stirðleikar sem núna eru í viðræðum þjóðanna um varnar- samstarfið að hafa áhrif á þig - og hvað þá þegar þú ert á sama tíma sendiherra Íslendinga í Washington. „Viðræðurnar núna snúast um varnarviðbúnað og skipt- ingu kostnaðarins við rekstur Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, þær snúast ekki um það að Varnarliðið sé að fara. Bandaríkjamenn þurfa þá fyrst að segja formlega upp varnarsamningi þjóðanna frá árinu 1951 áður en það gerist. Í viðræðunum núna eru ákveðnir stirðleikar, en höfum hugfast að í öllum viðræðum sem þessum eru báðir aðilar með ítrustu kröfur. Við höfum til þessa ekki borið „Ég sagði: Thomas, ég mun aldrei biðja þig að vera hlut- drægan eða skrifa okkur í vil. En gerðu þér grein fyrir því að þessi deila snýst ein- göngu um fiskvernd og að við munum vinna hana.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.