Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 31

Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 31
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 31 D A G B Ó K I N 7. nóvember AUKNAR TEKJUR - EN MEIRA TAP Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um auknar tekjur deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar, fyrstu níu mánuði ársins þá jókst tap fyrirtækisins engu að síður frá sama tíma í fyrra. Tekjur deCODE námu 34,2 millj- ónum dala (2,1 milljarði) fyrstu níu mánuðina og höfðu aukist frá sama tíma í fyrra. Tapið var hins vegar 41,6 milljónir dala, 2,5 milljarðar króna en hafði verið 37,8 milljónir dalir á sama tímabili í fyrra. Handbært fé fyrir- tækisins var 171 milljón dalir hinn 30. september sl. Gróft reiknað dugir það fyrir þremur tapárum í viðbót. Hins vegar er mikil bjartsýni innan deCODE og segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í til- kynningu sem hann sendi frá New York að innan fyrirtækisins ætti sér stað hröð þróun í því að nota erfðagreiningu til að fram- leiða betri lyf. 7. nóvember AUKIÐ GEGNSÆI FJÁR- MÁLAEFTIRLITSINS Aðalfundur Fjármálaeftirlitsins varð nokkurt fréttaefni. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, sagði að gegnsæi vegna úttekta og rannsókna Fjármála- eftirlitsins á brotum á lögum um verðbréfaviðskipti yrði aukið í kjölfar nýrra reglna um stofnun- ina frá 1. júlí. Jónas sagði að Fjármálaeftirlitið myndi nafngreina þá sem stofn- unin beitir stjórnvaldssektum vegna brota á lögum og jafn- framt birta upplýsingar um helstu efnisatriði hvers máls. Þá sagði hann að í þeim tilvikum þegar Fjármálaeftirlitið teldi ástæðu til að vísa málum til lögreglu yrði almennt skýrt frá efnisatriðum mála en ekki greint frá nöfnum, enda væri það lögreglunnar að rannsaka málin frekar. Þá kom fram í máli Jónasar að um helmingur tekna bankanna væri núna af erlendri starfsemi. Hann tók sem dæmi að stærð efnahagsreiknings viðskipta- bankanna hefði þrefaldast með kaupum á erlendum fjármálafyr- irtækjum á stuttum tíma og við það hefði tekjustofninn breikkað. 8. nóvember MARGRÉT FOR- STJÓRI ICEPHARMA Það hefur gengið á ýmsu hjá Atorku Group að undanförnu. Nú hefur verið ákveðið að þrjú dóttur- félög í eigu samsteypunnar; Austurbakki, Icepharma og Ismed, sameinist hinn 1. janúar undir nafni Icepharma. Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Austurbakka, verður for- stjóri hins nýja félags. Velta þess er áætluð um 4 milljarðar króna. Við þessa sameiningu hætti Guðrún Ýr Gunnarsdóttir sem for- stjóri Icepharma. Það félag varð til síðasta haust þegar Thoraren- sen Lyf, Ísfarm og Heilsuverslun Íslands sameinuðust. Þá má geta þess að ákveðið hefur verið að selja víndeild og íþrótta- deild Austurbakka og verður fróðlegt að sjá hverjir bítast um þann bita. 9. nóvember KÖGUN FJÁRFESTIR Í NOREGI Kögun hefur keypt meirihlutann, 50,1%, í norska hugbúnaðarfyrir- tækinu Hands ASA í Noregi, en félagið er skráð í Kauphöllinni í Osló. Kögun mun gera yfirtökutil- boð í allt félagið í framhaldinu. Félagið er með um 40% mark- aðshlutdeild á sviði Microsoft Business Solutions lausna. Velta Hands er áætluð um 1,8 millj- arðar króna á næsta ári. Kögun hyggur á frekari kaup í Noregi. 9. nóvember OBBINN AF TEKJUM VERÐUR TIL ÚTI Kauphöllin var með athyglisverða kynningu í London fyrir erlenda fjárfesta og var hún haldin í húsakynnum London Stock Exchange. Í fréttatilkynningu frá Þetta var stór dagur í sögu stoðtækjafyrirtækisins Össurar, en það kynnti fyrsta vélvædda gerviútliminn sem „hugsar“ á sýningu í New York þennan dag. Hnéð, sem nefnist Power Knee, er rafstýrt og telst á meðal 100 bestu uppfinninga ársins samkvæmt tímaritinu Popular Science. Það er ein tíu uppgötvana sem verðlaunaðar eru í flokknum Almenn heilsa. Það var Popular Science sem orðaði það svo að þetta væri fyrsti vélvæddi gerviútlim- urinn sem „hugsar“. Þeir sem misst hafa fótlegg fyrir ofan hné geta hreyft sig eðlilega á göngu því hnéð líkir eftir hreyfingum hins hnésins. Síðasta gervihné Össurar, Rheo Knee, hefur undanfarna mánuði unnið til ýmissa viður- kenninga - en ætla má að Power Knee verði enn aðsóps- meira á vettvangi viðurkenn- inga. Margrét Guðmundsdóttir verður forstjóri Icepharma. 8. nóvember ÖSSUR KYNNIR GERVIÚTLIM SEM „HUGSAR“ Kynningu Össurar á Power Knee fór fram í Grand Central stöðinni í New York.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.