Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 12
FRÉTTIR
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra afhenti þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings banka, og Sigurði Einarssyni, stjórnarfor-
manni bankans, viðurkenningar Frjálsrar verslunar.
Halldór Blöndal þingmaður óskar Sigurði Einarssyni til hamingju.
Valgerður Sverrisdóttir ráðherra, Vigdís Jónsdóttir, forstöðumaður
þingfundasviðs Alþingis, og Kristján Vigfússon, stjórnmálafræðingur.
Veisla Frjálsrar verslunar:
Menn ársins heiðraðir
Fjölmenni var í veislu Frjálsrar verslunar
þegar blaðið útnefndi þá Sigurð Einarsson,
starfandi stjórnarformann Kaupþings
banka, og Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra
bankans, sem menn ársins í íslensku við-
skiptalífi árið 2005. Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra afhenti þeim viðurkenn-
ingarskjölin og hafði Hreiðar Már orð fyrir
þeim og þakkaði heiðurinn. Hreiðar Már
sagði að starfsemi bankanna væri að verða
mikilvægasta atvinnugreinin hvað verð-
mætasköpun snerti og að mannauðurinn
væri helsta auðlind þjóðarinnar. Í veislunni
var sérstaklega skálað fyrir mökum þeirra
félaga, Arndísi Björnsdóttur, sem er gift
Sigurði, og Önnu Lísu Sigurjónsdóttur, eigin-
konu Hreiðars Más – sem og börnum þeirra
sem mættu í veisluna með þeim. Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Diddú, söng nokkur lög af
sinni kunnu snilld.