Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 14
FRÉTTIR
14 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
Halldór Ásgríms-
son forsætisráð-
herra spáði því
að Ísland yrði
aðili að ESB
árið 2015.
Viðskiptaþing 2006
Viðskiptaþing Viðskiptaráðs
var óvenjulega vel sótt að
þessu sinni á Hótel Nordica.
Það var uppselt og troðið
út að dyrum. Yfirskriftin var
„Ísland árið 2015“. Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra
og Ágúst Guðmundsson, stjórn-
arformaður Bakkavarar Group,
stálu senunni. Halldór spáði
því að Ísland yrði orðið aðili að
ESB árið 2015 og Ágúst sagði
að hin mikla áhersla á stóriðju
væri úrelt og að það væri goð-
sögn að íslenska hagkerfið
þyrfti á álverum að halda.
Bygging álvera myndi leiða
til áframhaldandi styrks krón-
unnar með þeim afleiðingum
að önnur íslensk iðnfyrirtæki
flyttu starfsemi sína annað.
Bæðir Halldór og Ágúst voru
sammála um að fjármálaþjón-
usta væri atvinnuvegur fram-
tíðarinnar á Íslandi og áréttaði
Halldór það sem hann sagði
á viðskiptaþinginu í fyrra að
hann teldi að Ísland gæti orðið
alþjóðleg fjármálamiðstöð í
framtíðinni.
Pallborðið. Frá vinstri: Guðfinna Bjarnadóttir, sem stýrði umræðum, Berglind Ásgeirsdóttir, Hreiðar
Már Sigurðsson, Hannes Smárason, Bjarni Benediktsson og Gabríela Friðriksdóttir.
Karl Wernersson, stjórnarmaður í
Íslandsbanka, og Sigurjón Þ. Árna-
son, bankastjóri Landsbankans.
Halla Tómasdóttir, nýr fram-
kvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður
Bakkavarar Group, sagði áherslu á stór-
iðju úreltan hugsunarhátt.
MYNDIR: PÁLL KJARTANSON