Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
FORSÍÐUEFNI • EIGNATENGSL Í ATVINNULÍFINU
Þ
að er svo sem ekkert nýtt að fjallað sé um
eignatengsl í íslensku viðskiptalífi. Það hafa
Íslendingar gert af miklum móð undanfarin
fimmtán til tuttugu ár þar sem kolkrabbinn
var oftar en ekki yfirskrift umræðunnar
- sem og S-hópurinn; smokkfiskurinn. Báðar þessar við-
skiptasamsteypur heyra sögunni til. Núna eru þrjár við-
skiptasamsteypur á Íslandi, að mati Frjálsrar verslunar.
Eignatengslin í íslensku viðskiptalífi eru í brennidepli
og fara fyrir brjóstið á útlendingum. Nýlega var því slegið
upp að greiningarfyrirtækin Barclays Capital og Credit
Sights telji stöðu íslenskra banka viðkvæma og að eigna-
tengslin í íslenska bankakerfinu væru „óvenjulega náin
og óheilbrigð“.
En eru svona „óvenjulega náin og óheilbrigð“ eigna-
tengsl? Líklegast ekki. Það einkennir frekar atvinnulífið
núna hversu margir fjárfestar eru orðnir svo „myndar-
legir“ hver um sig að þeir þurfa ekki lengur hver á öðrum
að halda til að hrinda einhverju í verk.
Þrjár samseypur
Viðskiptasamsteypurnar eru þrjár, að mati Frjálsrar versl-
unar. Baugur sem hefur tengsl við Íslandsbanka, Exista
sem er stærsti hluthafi Kaupþings banka, og Samson
sem stýrir Landsbanka Íslands og Straumi-Burðarási.
Þeir fjárfestar sem þarna koma við sögu eru feðgarnir
Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson í Baugi,
bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Exista og
feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur
Guðmundsson í Samson.
Það mótaði fyrir samsteypunum þremur þegar salan
á Símanum fór fram sl. haust. Þar tókust tvær þessara
samsteypa á um Símann, þ.e. bræðurnir í Bakkavör og
Björgólfsfeðgar - sem og fyrirtæki þeim tengd. Þriðja
samsteypan, í kringum Baug, gat ekki boðið í Símann þar
sem hún var ráðandi í Og Vodafone.
Hinir sterku fjárfestar, sem vinna sjálfstætt og oftast á
eigin vegum, eru t.d. Karl Wernersson í Milestone, Ólafur
Ólafsson í Samskipum, Jón Helgi Guðmundsson í Byko,
Magnús Kristinsson.
SJÁLFSTÆÐIR FJÁRFESTAR
Ólafur Ólafsson.