Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 27
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 27
FORSÍÐUEFNI • EIGNATENGSL Í ATVINNULÍFINU
K arl Wernersson og systkini hans, Steingrímur og Ing-unn, sem eiga Milestone, hafa byggt upp ótrúlegt veldi á
skömmum tíma. Karl hefur úrslitavald í Íslandsbanka en fyr-
irtækið Þáttur ehf. (80% í eigu Milestone og 20% í eigu Baugs
Group) á þar um 23% eignarhlut og 67% í Sjóvá á móti Íslands-
banka. FL Group er næststærsti eigandinn í Íslandsbanka með
um 17% hlut. Karl hefur unnið náið með Einari Sveinssyni,
stjórnarformanni Íslandsbanka, og Jóni Snorrasyni, stjórnar-
manni í Íslandsbanka. Félög tengd Einari Sveinssyni og bróður
hans, Benedikt, eiga núna um 8% til 9% hlut í Íslandsbanka og
félög tengd Jóni Snorrasyni eiga um 4,0% í bankanum. Þá er
hlutur stjórnenda um 5%. Ólafur Ólafsson í Samskipum á 2%
í bankanum. Þetta sýnir vel stöðu Karls Wernerssonar innan
bankans, hann vinnur áfram með gömlu hluthöfunum en einnig
með Jóni Ásgeiri og heldur þannig öllum þráðum í hendi sér.
Helstu eignir Milestone fyrir utan Íslandsbanka eru lyfsölu-
keðjan Lyf og heilsa, 5% hlutur í Actavis og 8% í Dagsbrún. Þá
fjárfesti Milestone með Baugi og Árdegi í Merlin-keðjunni í Dan-
mörku sl. sumar. Þetta merkir auðvitað að samvinna Karls og
Jóns Ásgeirs er að styrkjast frekar en hitt
KARL WERNERSSON OG SYSTKINI
HELSTU EIGNIR MILESTONE
• ÞÁTTUR (80%)
• ACTAVIS (4%)
• LYF OG HEILSA (100%)
• DAGSBRÚN (8%)
• HLUTUR Í MERLIN í Danmörku með Baugi og Árdegi
• Hlutur í auglýsingastofunni GÓÐU FÓLKI
Karl Wernersson, eigandi Milestone er með úrslitavald í Íslandsbanka.
23,3%