Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
FORSÍÐUEFNI • EIGNATENGSL Í ATVINNULÍFINU
Þ au eru augljós tengslin á milli Björgólfs Thors Björgólfssonar og Björgólfs Guð-
mundssonar, aðaleigenda Samsonar, þeir
eru feðgar. Þeir eru líka viðskiptafélagar
í gegnum eignarhaldsfélagið Samson sem
er aðaleigandi Landsbankans. Þó er það
svo að þeir feðgar eru meira á eigin vegum
en fyrir rúmum þremur árum þegar þeir
stofnuðu Samson ásamt Magnúsi Þorsteins-
syni og keyptu hlut ríkisins í Landsbanka
Íslands.
Þannig fjárfestir Björgólfur Thor Björg-
ólfsson sjálfstætt í fjarskiptafélögum í
Evrópu og Magnús Þorsteinsson hefur selt
hlut sinn í Samson og Actavis og einbeitir
sér að flutningafyrirtæki sínu, Avion Group
- en í því félagi liggur aðaleign hans núna.
Björgólfur Guðmundsson hefur sömuleiðis
selt hlut sinn í Actavis til að eignast stærri
hlut í Samson á móti Björgólfi Thor. Lands-
bankinn eignaðist að vísu einhvern hlut í
Actavis í tengslum við sölu Straums-Burða-
ráss á 21% eignarhlut í Íslandsbanka. Félag
Björgólfs Thors, Amber International, er
stærsti hluthafinn í Actavis.
Það eru engin krosstengsl í kringum
Landsbankann. Samson á hvorki í Lands-
bankanum né á bankinn í Samson. Hlutur
Landsbankans í Lúxemborg í Landsbanka
Íslands er í eigu annarra fjárfesta, en er
skráður svona vegna framvirkra samninga.
Það sama gildir um hlut Landsbankans
í FL Group og Dagsbrún, um er að ræða
eignir annarra sem bankinn er hins vegar
skráður fyrir vegna framvirkra samninga.
Eftir að Straumur-Burðarás seldi bróð-
urpartinn af hlut sínum í Íslandsbanka í
janúar sl. og tilkynnti að féð yrði notað til
frekari sóknar í fjárfestingum erlendis þá
sýnist þessi viðskiptasamsteypa frekar vera
að draga saman seglin hér á landi - en leggja
meiri áherslu á fjárfestingar erlendis.
Viðskiptasamsteypa:
SAMSON (og Landsbankinn)
Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson eru
aðaleigendur Samsonar, og stýra Landsbankanum og Straumi-Burðarási.
BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON
Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður
Landsbankans.
SAMSON
40%
LANDSBANKINNSTRAUMUR-BURÐARÁS
Hlutur Björgólfsfeðga og Landsbankans
í Straumi-Burðarási er ca. 22%