Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 31
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 31
FORSÍÐUEFNI • EIGNATENGSL Í ATVINNULÍFINU
Mikil umræða hefur verið um skráðan
hlut Landsbankans, 30,4%, í FL Group og
hefur sú skráning vakið athygli þar sem
bankinn á sjálfur í reynd ekki nema 1,7%
hlut í félaginu. FL Group er stór hluthafi
í Íslandsbanka (17%) og því skiptir eignar-
haldið á þessum hlut miklu máli. Lands-
bankinn dró Oddaflug og Baug Group að
landi um miðjan desember sl. þegar mynd-
ast hafði yfirtökuskylda hjá Baugi Group í
FL Group vegna 40% markanna og bankinn
keypti 5% af Baugi og 5% af Oddaflugi, en
gerði samhliða afleiðusamninga þar sem
bæði Baugur og Oddaflug bera fjárhags-
lega áhættu og njóta fjárhagslegs ávinnings
af umræddum hlutabréfum í FL Group
en bankinn hefur atkvæðisréttinn. Hlutur
Baugs Group í gegnum framvirka samninga
við Landsbankann er 18,7% og hlutur Odda-
flugs er 19,1%, eða samtals 37,8%. Í reynd
er hlutur Baugs Group í FL Group um 24%
og Oddaflugs rúm 24% sé tíu prósentunum
bætt við.
Þá eiga Landsbankinn, TM og Sund fjár-
festingarfélagið Gretti. Grettir þessi á um
15,9% hlut í Straumi-Burðarási. Þess má
geta að TM, Sund og Magnús Þorsteinsson
koma mjög við sögu í Icelandic Group eftir
að bankinn seldi hlut sinn þar.
Novator er fjárfestingarfélag Björg-
ólfs Thors sem fjárfestir fyrst og fremst
erlendis. Það hefur fjárfest í fjarskiptafyrir-
tækjum vítt og breitt um Evrópu og íhugar
nú fjárfestingar utan Evrópu, svo sem á
Indlandi, í Kína og Brasilíu, skv. viðtali Dag-
ens Industri við Björgólf. Björgólfur Thor er
fyrsti Íslendingurinn sem kemst inn á lista
tímaritsins Forbes yfir 500 ríkustu menn
heims. Tímaritið mat eignir hans í fyrra um
1,4 milljarða dala og ætlar að eignir hans
hafi í lok síðasta árs losað 2 milljarða dala,
um 150 milljarða króna.
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON
• ACTAVIS (35%)
• FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ NOVATOR (100%)
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarfor-
maður Straums-Burðaráss fjárfestingar-
banka.
Novator er félag Björgólfs Thors sem fjárfestir
eingöngu erlendis, m.a. í símafyrirtækjum