Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
HELSTU EIGNIR ÓLAFS
FORSÍÐUGREIN • NÝJU VIÐSKIPTABLOKKIRNAR
Nýtt afl
Hildingur ehf. Hafnarstræti 91 Sími 460 3400 hildingur@hildingur.is
Framtíð á traustum grunni
Hildingur er fjárfestingafélag í eigu KEA. Hlutverk Hildings
er þátttaka í kaupum, þróun, umbreytingu og sölu á
fyrirtækjum með arðsemi að leiðarljósi.
Ó lafur Ólafsson í Samskipum er sterkur fjárfestir sem hefur byggt upp ótrúlegt viðskiptaveldi á aðeins um tíu árum.
Hann er ekki hluti af neinni viðskiptasamsteypu en fyrirtæki
hans, Egla, er annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi banka
með tæpan 11% eignarhlut sem metinn er á um 66 milljarða
króna. Þá keypti félag Ólafs, Ker, um 2% hlut í Íslandsbanka í
viðskiptunum nýlega þegar Straumur-Burðarás seldi 21% hlut
í bankanum.
Ólafur hefur byggt upp veldi sitt í kringum eignarhaldsfé-
lagið Ker. Hann er ekki eini eigandi þess - en allt að því. Félag
hans Kjalar á 87% í Keri, Venus á 8% og stjórnendur Kers eiga
5%. Helstu eignir Kers eru í Eglu, Samskipum, SÍF og fasteigna-
félaginu Festingu.
Ker kom öllum á óvart í byrjun ársins þegar það ákvað að
selja Olíufélagið. Það varð svo úr fyrir nokkrum dögum að
Bílanaust, hluthafar félagsins og stjórnendur, ásamt nokkrum
öðrum fjárfestum, keyptu allt hlutafé í Olíufélaginu.
Ólafur var á sínum tíma talinn til hins svonefnda S-hóps,
sem stýrði leifunum af gamla Sambandinu. Sá hópur er ekki
lengur til sem viðskiptasamsteypa og Ólafur hefur sagt við
Frjálsa verslun að hann vilji vera frjáls í viðskiptum, engum
háður.
Sjálfstæður fjárfestir:
ÓLAFUR ÓLAFSSON Í SAMSKIPUM
KJALAR
Ólafur Ólafsson í Samskipum hefur byggt upp ótrúlegt veldi á skömmum tíma.
Hann tilheyrir engum viðskiptasamsteypum.
KER
EGLA
KB BANKI
11%• ÍSLANDSBANKI (2%)
• SAMSKIP (100%)
• SÍF (34%)
• FESTING FASTEIGNAFÉLAG (100%)
87%
29%
71%