Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
FORSÍÐUGREIN • NÝJU VIÐSKIPTABLOKKIRNAR
Jón Helgi Guðmundsson í Byko er öflugur fjárfestir sem er mjög sjálfstæður í sínum aðgerðum og tilheyrir engri viðskiptasam-
steypu. Þungamiðjan í veldi hans er Norvik sem rekur Byko, Elko
og matvörukeðjuna Kaupás en innan hennar vébanda er m.a. Nóa-
tún, Krónan, 11-11, Intersport og Húsgagnahöllin.
Jón Helgi er sömuleiðis umsvifamikill í Lettlandi í gegnum
Byko-Lat. Á þar þekktar timburverksmiðjur. Nýlega keypti fjár-
festingarfélag hans, Straumborg, 51% hlut í lettneska bankanum
JSC Lateko banka sem breska tímaritið The Banker valdi banka
ársins á síðasta ári.
Jón Helgi hefur einnig átt stóran eignarhlut í Kaupþingi banka í
gegnum fjárfestingarfélag sitt Norvest ehf. Hlutur hans þar var til
skamms tíma 2,48% en hann seldi nýlega tæp 1% í bankanum fyrir
um 6 milljarða króna. Þá eiga hann og dóttir hans, Steinunn Jóns-
dóttir, 17% hlut í Eyri Investment, en þar ráða ríkjum feðgarnir
Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson.
Sjálfstæður fjárfestir:
JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Í BYKO
HELSTU EIGNIR JÓNS HELGA
• NORVIK (BYKO, ELKO, KAUPÁS og fl.)
• KB BANKI (1,5%)
• JSC LATEKO BANKI í Lettlandi (51%)
• EYRIR INVESTMENT (17%)
Jón Helgi Guðmundsson í Byko tilheyrir engum viðskiptasamsteypum.