Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
FORSÍÐUGREIN • NÝJU VIÐSKIPTABLOKKIRNAR
Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, var til skamms tíma
þekktastur fyrir það að tileyra Samson
eignarhaldsfélaginu og vinna mjög náið
með þeim feðgum Björgólfi Guðmundssyni
og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Hann er
núna einn nokkurra firnasterkra fjárfesta í
íslensku viðskiptalífi sem er á eigin vegum
í viðskiptum og óháður. Hann hefur selt
hluti sína í Landsbankanum og Actavis, en
heldur nánu og góðu sambandi við sína
gömlu viðskiptafélaga, Björgólf og Björgólf
Thor, og eina sameign þeirra þriggja núna
mun vera prentsmiðja í Pétursborg. Magnús
hefur setið í stjórn Actavis frá árinu 2003 þó
hann hafi selt hlut sinn í félaginu.
Magnús hefur einkaflugmannspróf og
hefur löngum verið mikill áhugamaður um
flug og flutninga. Það varð til þess að hann
tók skrefið og byggði upp flutningafyrir-
tæki. Hann byrjaði á að kaupa hlut í Atlanta
flugfélaginu haustið 2002 og hefur síðan
byggt upp alþjóðlega flutningarisann Avion
Group, sem núna er skráður í Kauphöll
Íslands. Inni í þessu félagi er Eimskip, Air
Atlanta Icelandic, Avia Technical Services
og Excel Airways Group. Mikil umframeft-
irspurn var eftir bréfum í frumhlutafjárút-
boði í Avion Group í lok síðasta árs.
Magnús einbeitir sér núna fyrst og
fremst að Avion Group og hefur sett sér
það sem markmið að félagið verði öflug-
asta fjárfestingarfélag í heimi á sviði flutn-
ingastarfsemi. Nýjustu tíðindin af félaginu
eru auðvitað kaup þess á franska leiguflug-
félaginu Star Airlines fyrir nokkrum dögum.
Þá er Magnús hluthafi í Icelandic Group í
gegnum Eimskip og félag sitt, Mirol Invest-
ment.
Sjálfstæður fjárfestir:
MAGNÚS ÞORSTEINSSON
Í AVION GROUP
HELSTU EIGNIR MAGNÚSAR ÞORSTEINSSONAR
• AVION GROUP (35%) (EIMSKIP, ATLANTA, AVIA, EXCEL og STAR AIRLINES)
• ICELANDIC GROUP (8%)
Magnús Þorsteinsson í Avion Group er einn hinna sterku fjárfesta
í viðskiptalífinu sem fjárfestir á eigin vegum.