Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 41

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 41 D A G B Ó K I N hjá þeim starfa 62 þús. manns á Íslandi, Norðurlöndum og í Bret- landi. 20. janúar Kaupa hús og híbýli í Danmörku Það er ekki bara Baugur sem lætur að sér kveða á fasteigna- markaðnum í Danmörku. Danska blaðið Börsen sagði frá því að Straumur-Burðarás hefði stofnað félag í Danmörku, Property Group A/S, sem hefði það að leiðarljósi að kaupa fasteignir í Danmörku fyrir um 50 milljarða króna á ári. Straumur-Burðarás á 50,1% í hinu nýja félagi. Framkvæmda- stjóri þess er Jesper Damborg sem áður var framkvæmdastjóri Ejendomsinvest, eins stærsta fasteignafélags Danmerkur. 28. janúar Björgólfur Thor í Davos Annað árið í röð var Björgólfur Thor Björgólfsson á heimsvið- skiptaráðstefnunni í Davos í Sviss, World Economic Forum, vegna þátttöku sinnar í verkefn- inu Young Global Leaders. Annar Íslendingur og jafnaldri Björgólfs, Jón von Tetchner, tekur einmitt þátt í Young Global Leaders og er þetta mikill heiður fyrir okkur Íslendinga að eiga þarna tvo fulltrúa. Með Björgólfi Thor í pall- borðsumræðum um málefni Evr- ópu voru Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, Axel A. Weber, seðlabankastjóri Þýskalands, og Laurens Jan Brinkhorst, aðstoð- arforsætisráðherra og efnahags- málaráðherra Hollands. Í ræðu sinni sagði Björgólfur Thor m.a. frá breyttu viðhorfi gagnvart Austur-Evrópu og að allt til ársins 2000 hefðu fjár- festar verið mjög tregir til að fjarfesta þar en nú vildu allir vera þar. 31. janúar JÓN Í DAVOS: Starfsmenn læri af mistökum Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, var líkt og Björgólfur Thor á ráðstefn- unni World Economic Forum-ráð- stefnunni í Davos og vakti ræða hans þar athygli. Jón lagði áherslu á að í starfsmannastefnu Össurar væri tekið þannig á mistökum að starfsmenn lærðu af þeim og lærðu sömuleiðis hver af mis- tökum annars. Í viðtali við Morg- unblaðið sagði Jón að of algengt væri hjá fyrirtækjum að starfs- menn reyndu að koma í veg fyrir að mistök kæmust upp og fyrir vikið fengju fyrirtæki ekki tæki- færi til að læra af mistökum. „Við höfum unnið markvisst að því að byggja upp þennan starfsanda,“ sagði Jón. 31. janúar Hagnaður bankanna 120 milljarðar Hagnaður bankanna fjögurra, sem skráðir eru í Kauphöll Íslands, nam samtals 120 milljörðum króna á síðasta ári. Hagnaður Kaupþings banka nam 49,3 milljörðum; Straums-Burða- ráss um 26,7 milljöðrum, Lands- bankans um 25 milljörðum og Íslandsbanka um 19,1 milljarði króna. Árið 2004 var hagnaður bankanna fjögurra samtals 46,3 milljarðar króna og hefur því nærri þrefaldast milli ára. 1. febrúar Kristín aðstoðar- forstjóri Singer & Friedlander Ein kunnasta konan í íslensku viðskiptalífi, Kristín Pétursdóttir, hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander, dótturfé- lags Kaupþings banka. Kristín hefur starfað hjá Kaupþingi banka frá árinu 1997 og var á árunum 1999-2005 framkvæmda- stjóri fjárstýringar bankans. Kristín hefur búið úti í London undanfarna mánuði og stýrt sam- þættingu Singer & Friedlander við Kaupþing banka. Ráðning Kristínar er liður í víðtækum skipulagsbreytingum innan Singer & Friedlander, en breyt- ingarnar miða einkum að því að einfalda og skerpa allt skipulag félagsins og færa það nær því sem tíðkast í öðrum starfs- stöðvum Kaupþings banka. 1. febrúar Gylfi til Spalar Gylfi Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Spalar. Gylfi gjörþekkir málefni Spalar og er einn þeirra sem börðust fyrir því á sínum tíma að gerð yrðu göng undir Hvalfjörð. Hann var kjörinn formaður stjórnar Spalar á stofn- fundi félagsins fyrir 15 árum, í janúar 1991, og sat óslitið í stjórn þar til í nóvember 2004. 4. febrúar Vildi kaupa Hótel Sögu Sagt var frá því að tilboð Jóhann- esar Sigurðssonar athafnamanns í Hótel Sögu og Hótel Ísland hefði numið um 4,3 milljörðum króna. Mikil umræða varð um þetta tilboð og hverjir væru raun- verulega eigendur Hótels Sögu. Búnaðarþing hafnaði tilboðinu og upplýsti að þegar búið væri að borga allar skuldir sem hvíldu á fasteignunum hefðu 2,4 millj- arðar staðið eftir. 7. febrúar Bílanaust kaupir Olíufélagið Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti: Bílanaust, núver- andi hluthafar og stjórnendur Bílanausts, ásamt nokkrum fjár- festum, hafa keypt allt hlutafé í Olíufélaginu ehf. Ekki var greint frá kaupverð- Björgólfur Thor Björgólfsson. Jón Sigur›sson, forstjóri Össurar. Kristín Pétursdóttir, aðstoðarfor- stjóri Singer & Friedlander.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.