Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 54
KYNNING54 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
SÉR LAUSN IR HUG AR HF.
Gagnvirkir þjónustuvefir
veita forskot á markaði
Svið fjármálalausna og þjónustuvefja
Hugur hf. er öflugt hugbúnaðarfyrirtæki sem er 20 ára á þessu ári og
starfa hátt í 70 manns hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið er í eigu Kögunar,
einnar stærstu samsteypu hugbúnaðarfyrirtækja hér á landi. Innan
Hugar starfa tvö svið, viðskiptalausnasvið og svið fjármálalausna og
þjónustuvefja. Hið síðarnefnda sinnir stórum sérlausnaverkefnum fyrir
vaxandi hóp viðskiptavina. Rúmlega 20 manns vinna á því sviði, við
smíði hugbúnaðar. Sviðið til að mynda smíðar hugbúnað í alla hrað-
banka landsins og stór hluti starfseminnar felst í sérsniðnum þjónustu-
vefjum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir.
Sívaxandi mikilvægi þjónustuvefja
Forstöðumaður fjármálalausnasviðs er Sigrún Eva Ármannsdóttir. Hún
segir mikilvægi þjónustuvefja fara sívaxandi í hvaða starfsemi sem er:
„Þjónustuvefir eru þeir vefir þar sem notandi getur farið og afgreitt sig
sjálfur, hvað varðar til dæmis umsóknir, kaup, upplýsingar og skrán-
ingar hvers konar, í stað þess að þurfa að mæta til fyrirtækja eða stofn-
ana með slíkt.
Í dag gera viðskiptavinir auknar kröfur um að geta afgreitt mál yfir
Netið og haft greiðan aðgang að sínum málum hvenær sem er sólar-
hringsins. En kostir þjónustuvefja eru ekki aðeins mældir í mikilli hag-
kvæmni viðskiptavinarins. Fyrirtækin ná einnig mikilli hagkvæmni með
notkun þjónustuvefja. Vefurinn hækkar þjónustustig, minnkar vinnu við
innslátt gagna og afgreiðsla mála verður hraðari og sjálfvirkari.“
Notendurnir í fyrirrúmi
Til að þjónustuvefir þjóni tilgangi sínum þarf að setja notandann í fyrir-
rúm. Stærri þjónustuvefir þjóna stórum hópi mis-tölvulæsra notenda.
Því verður að hanna og prófa lausnirnar með þarfir og getu notenda í
huga. „Þegar hönnun á þjónustuvef, sem er mikið og flókið verk, fer í
gang þá hugsum við að miklu leyti um notendur. Mjög ákjósanlegt er að
Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður
fjármálalausnasviðs hjá Hugi hf.
SÉRHÆFÐIR ÞJÓNUSTUVEFIR:
• Aðgangsstýrðir og gagnvirkir vefir
• Rafrænar umsóknir
• Rafræn úrvinnsla
• Rafræn málsmeðferð
• Rafræn miðlun upplýsinga