Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 59
E F N A F Ó L K K A U P I R B Ú J A R Ð I R
Andri Teitsson, verkfræðingur og áður framkvæmda-
stjóri KEA, á jarðir í Húnaþingi vestra, þ.e.
Fremri-Fitjar í Miðfirði, Hnúk í Vesturárdal, Galtanes
og Auðunnarstaði í Víðidal og Litlu-Borg í Vesturhópi.
Stendur að rekstri stórs sauðfjárbús á fyrstnefndu jörð-
inni og stefnir á að flytjast í sveitina.
Óttar Yngvason lögmaður á Króksstaði í Miðfirði og
þrjár samliggjandi jarðir á vesturbakka Víðidalsár, það
er Árnes, Laufás og Refsteinsstaði.
Þingeyrar við Hóp eru í eigu Ingimundar Sigfússonar,
fyrrum sendiherra og áður forstjóra í Heklu. Jörðin
var fyrr á tíð í eigu föður hans, Sigfúsar Bjarnasonar í
Heklu.
Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eiga jörðina Hof
á Höfðaströnd, þar sem Pálmi í Hagkaup ólst upp. Þau
stunda hrossarækt að Hofi.
Steinunn Jónsdóttir arkitekt keypti í fyrra Bæ við
Höfðavatn rétt norðan við Hofsós og stendur þar að
framkvæmdum. Faðir hennar, Jón Helgi Guðmundsson
í BYKO, á Neskot í Fljótum og sonur hans og bróðir
Steinunnar, Guðmundur Halldór, á aðra samliggjandi
jörð, Krakavelli. Jón Helgi rekur föðurætt sína í Fljótin.
Fljótshlíðin. Margir kunnir athafnamenn eiga þar
jarðir og sumarsetur. Á Lambalæk eru þeir Hörður
Sigurgestsson, áður forstjóri Eimskips, Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Símans, Stefán Pétur Eggertsson,
stjórnarformaður Árvakurs, og Bakkavararbræðurnir
Lýður og Ágúst Guðmundssynir. Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra á Kvoslæk og Óskar Magnússon, forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar býr á Sámstaðabakka, en
kona hans, Hrafnhildur Sigurðardóttir, er einmitt frá
Sámstöðum. Helgi Jóhannesson lögmaður á glæsilegt
hús í sveitinni.
Breiðholt í Villingaholtshreppi í Flóa. Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, keypti jörðina nú
nýlega.
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, á jörðina Vesturkot á
Skeiðum.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á jörðina Múla í Bisk-
upstungum og hefur þar lögheimili.
Sigurður Gísli Pálmason er einn þriggja eigenda
Kersins í Grímsnesi. Hinir eru Óskar Magnússon og
Ásgeir Bolli Kristinsson, kenndur við verslunina Sautján.
Lífsval ehf. á fjölda jarða víða um land og starfrækir tvö
kúabú og jafnmörg sauðfjárbú. Ýmsir koma að félaginu
en stjórnarformaður þess er Ingvar Karlsson, læknir og
fjárfestir.
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 5 59
lega. Hinir ótrúlegustu þættir, sem
bændum þykja oft sérstakir, geta
haft áhrif. Útsýni vegur þungt og
sömuleiðis skógur eða aðstaða til
skógræktar. Sömuleiðis veiðiréttindi
í einhverri mynd og aðstaða til að
vera með hross. Þá er aðgangur að
orkulindum mikilvægur, til dæmis
heitu vatn, og margir horfa til þess
að geta komið sér upp lítilli heimaraf-
stöð, þá jafnvel til að selja rafmagn
inn á samveitu,“ segir Magnús og
heldur áfram:
„Þá skiptir sífellt meira máli að
hafa góða tengingu við Netið til að
geta sinnt skyldustörfum sínum í
sveitinni. Góð nettenging er grund-
vallaratriði í margra huga og raun-
veruleg forsenda fyrir tvöfaldri
búsetu. Fjarlægðir skipta einnig
mjög miklu. Hins vegar er ótrú-
legt hvað húsakostur vegur lítið.
Almennt má segja að tíðarandinn
og á hvern hátt væntanlegur kaup-
andi hyggst nýta jörðina sé stærsti
áhrifaþátturinn og ráði mestu um
verð. Því hefur verið haldið fram
að í sumum tilvikum sé það bein-
línis stöðutákn sumra að eiga jörð
í sveit. Ég skal svo sem ekki um
slíkt dæma, en vissulega má segja
að jörð sé ekki annað en stærsta
gerð af sumarhúsi. Samt held ég
að flestir fari í svona fjárfestingu
einfaldlega sakir áhuga á landinu
og útiveru. Ég hef oft selt fólki
sumarhús og jörð í fyllingu tímans.
Í flestum tilvikum hefur þetta fólk
orðið góðir þegnar sinnar sveitar
og átt gott sambýli við þá sem þar
sitja fyrir. Hafa leyft bændum að
nýta tún sína og fleira slíkt.“
og eigu bænda. Stað-
bundið eignarhald og
nýting auðlinda er ábyrg-
asta leiðin til sjálfbærni
þeirra.“
Sú þróun, að eigna-
menn kaupi jarðir til að
stunda þar áfram hefð-
bundinn búskap sem
leiguliðar þeirra ann-
ast, segir Haraldur að
sé sér ekki að skapi.
„Eigendurnir komast
þannig yfir beingreiðsl-
urnar sem tryggðar eru
í búvörusamningum.
Hugsunin með þeim var
aldrei sú að framlögin
rynnu til fáeinna eigna-
manna, heldur áttu þau
að fara beint til fram-
leiðenda búvara. Ég vil
hins vegar undirstrika
að ekki er hægt að
alhæfa neitt um eigna-
menn sem fjárfest hafa
í sveitunum, því margir
úr þeirra hópi hafa
orðið góðir og gegnir
sveitamenn sem reynst
hafa samfélögum sínum
vel,“ segir Haraldur
Benediktsson.
„Mikilvægt að bændur haldi sínu sjálfstæði,“ segir Haraldur Benediktsson,
formaður Bændasamtaka Íslands.
framh.