Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 73
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 73
K A U P Þ I N G S M E N N Í N O R E G I
alltaf verið það. Ég er bara svona. Ef blaðamaður hringir þá svara
ég því sem um er spurt á eins einfaldan og skýran hátt og mér er
unnt.“
Og hann heldur áfram: „Ég hef ekkert á móti því að hjálpa blaða-
mönnum við vinnu sína. En það verður að fara varlega í þetta. Það
má aldrei láta annarleg sjónarmið ráða svarinu. Ég get ekki sagt
eitthvað um tiltekið hlutabréf í von um að geta grætt á því sjálfur.
Það kemur í bakið á mönnum. Þessa vegna hef ég þá reglu að svara
einfaldlega og skýrt og hreinskilnislega þegar ég er spurður.“
Gleðimaður Jan Petter Sissener kom til Kaupþings í
september á síðasta ári. Hann vill láta nota fornöfnin
sín á skrifstofunni þótt hann sé þekktari í Noregi
sem Sissener. Fyrri yfirmaður á skrifstofu Kaup-
þings lenti í ónáð bæði hjá eigendum Kaupþings og
hjá norska fjármálaeftirlitinu og var látinn hætta.
Jan Petter varð um svipað leyti ósáttur við sína
vinnuveitendur hjá verðbréfamiðlum Alfreds Berg
í Ósló. Taldi sig ekki hafa svo frjálsar hendur sem
honum bæri og fór yfir til Kaupþings.
Hann er talinn einn sá litríkasti í norskum fjár-
málaheimi. Það á bæði við um starf og einkalíf. Við
spyrjum um það orð sem fer af honum sem gleðimanni:
„Ha, ha, já, ég kann vel við mig í glöðum hópi félaga,“ svarar
Sissener. „Ég er matmaður, sæki bæði veitingastaði og bý til mat
heima. Og ég vil bara drekka góð vín. Lífið er of stutt til að eyða því
í að drekka léleg vín og dansa við ljótar konur! Þú mátt kalla þetta
hroka ef þú vilt en svona lít ég á málin!“
Auðugar ættir Sissener á til ríkra að telja. Móðir hans var einn erf-
ingja að lyfjafyrirtækinu Alpharma, sem afi Jans Petters átti og rak.
Það er móðurættin sem heitir Sissener og afabróðir Jans Petters
var frægur gamanleikari og gekk undir nafninu Doffen. Upphaflega
er ættin frönsk. Fyrstu Sissenerarnir komu til Noregs árið 1814 og
voru í þjónustu Karls Jóhanns Svíakonungs. Það er konungurinn
sem aðalgata Óslóar - Karl Jóhann - heitir eftir.
Oft er fullyrt að Jan Petter hafi sömu leikarahæfi-
leika og gamli frændi, hann Doffen. Því vísar hann
þó algerlega á bug og segist ekki vera leikari.
Faðir Jans Petters er vel stæður svissneskur
lögfræðingur og þaðan er ættarnafnið Courvoisier
komið. Jan Petter er fæddur í Sviss en foreldrar
hans skildu þegar hann var tveggja ára og hann ólst
upp í Vesturbæ Óslóar. Uppvöxtur í Vesturbænum
- på Vestkanten - segir allt um þjóðfélagsstöðu
manns í Noregi. Þar hefur yfirstétt landsins búið í
tvær aldir og býr enn. Yfirstéttin talar sitt mál, hefur
sína siði, sína framkomu og sín ættarnöfn, sem oft
eru upphaflega erlend - eins og til dæmis Sissener.
,,Ég hef aldrei átt í erfiðleikum með að umgangast fólk hvaðan
svo sem það er upprunnið. En það er rétt, ég er „Vestkant-gutt“ og
ekkert breytir því héðan af,“ segir Sissener.
„HEF ÁÐUR BYRJAÐ AFTASTUR
OG TEKIÐ FRAM ÚR!“
Jan Petter Sissener birtist jafnan í fjölmiðlum með strákslegt glott á vör. Hann er ör í framkomu og sagður ör á fé.
„Ég hef ekkert á móti
því að hjálpa blaða-
mönnum við vinnu
sína. En það verður
að fara varlega í
þetta. Það má aldrei
láta annarleg sjónar-
mið ráða svarinu.“