Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
Hollusta og hreyfing á ráðstefnum:
Jóga, djús og gönguferðir
Brynhildur Guðmundsdóttir, ráðstefnustjóri Nordica hótels.
Sífellt algengara verður að inn í hvers
konar ráðstefnu- og fundahald sé fléttað
heilsurækt, hreyfingu og hollum mat. Þetta
er meðal annars gert á Nordica hóteli, þar
sem haldinn er mikill fjöldi ráðstefna sem
innlendir jafnt sem erlendir gestir sækja.
„Séu þetta minni og fámennari hópar er
algengt að fólk brjóti daginn upp og fari
á líkamsræktarstöðina Nordica Spa sem
er hér í húsinu. Einnig er vinsælt að taka
sér gott hlé í hádeginu og fara til dæmis
í gönguferðir hér um Laugardalinn eða í
sund,“ segir Brynhildur Guðmundsdóttir,
ráðstefnustjóri Nordica hóteli.
Hugarorka nefnist sérstakur ráðstefnu-
pakki sem ráðstefnugestum býðst. Þá
er í upphafi fundar tekið á móti þeim
með sérstökum drykk sem unninn er úr
hveitigrasi. Undir hádegi kemur jógaleið-
beinandi og leiðir fólk í gegnum slökun
- og í hádegishléi eru á borðum fiskisúpa
og lífrænt ræktaður kjúklingur. Milli mála
má grípa í ávexti, djús, hnetur - og drykkir
eru gjarnan djús og vatn.
„Á sumum ráðstefnum er það beinlínis
siður að fólk standi upp öðru hverju, liðki
sig aðeins og dragi andann djúp. Oft er
virkileg þörf á slíku, enda getur það verið
lýjandi að sitja heilan dag á fundi og sígur
fólki aðeins í brjóst. Því segjum við hér
á Nordica hóteli að það sé nauðsyn að
ráðstefnur og fundir séu brotnir upp með
einhverju því sem er gott fyrir líkama og
sál,“ segir Brynhildur.