Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 89

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 89
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 89 „Ætla má að um ein milljón manna erlendis eigi eða hafi einhver tengsl við íslenska hestinn og hlutverk hans við að kynna land og þjóð verður sífellt veigameira. Mörgum finnst beinlínis sjálfsagt fara í útreiðatúr í upprunalandi hestsins, svona svipað og fara til Indlands og komast þar á bak fíl,“ segir Einar Bollason fram- kvæmdastjóri Íshesta. Afþreying er mikilvægur þáttur í tengslum við allt ráðstefnu- hald og stundum er sagt að bestur árangur náist þegar tekið er upp léttara hjal. Við slíkar kringumstæður kynnist fólk og þegar ísinn hefur verið brotinn í samskiptum komast mál gjarnan á hreyfingu. „Á að giska helmingur allra þeirra hópa sem til okkar koma eru ráðstefnugestir eða fólk í svonefndum hvataferðum. Við bjóðum upp á lengri og skemmri ferðir bæði frá hestamiðstöð okkar hér í Hafnarfirði og eins þeim stöðum úti á landi þar sem við erum með aðstöðu. Ferðirnar eru sérsniðnar að þörfum hvers og eins, oft eru þetta stuttar reiðtúrar og á eftir er síðan boðið upp á þjóðlega hressingu. Einar segir að í ferðum utan bæjarmarkanna sé gjarnan farið í heimsókn á sveitabæi, þar sem fólki fái að kynnast bústörfum og jafnvel taka þátt í þeim. Þar sé einnig boðið upp á veitingar og séu bændurnir lagvissir - eins og gjarnan er - taki þeir jafnvel lagið fyrir gesti sína. „Við vorum núna um áramótin með stóran hóp af Rússum sem fengu svona höfðinglegar móttökur hjá bændunum Hjalta Gunnarssyni og Sig- rúnu Bjarnadóttur í Fossnesi í Gnúp- verjahreppi sem við erum í miklu sam- starfi við. Þótti Rússunum mikið til þessa koma og töluðu raunar um að heimsókn á íslenskan sveitabæ hefði verið hápunktur ferðarinnar.“ RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Einar Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta. Útreiðatúr í ráðstefnuferð: Þjóðleg hressing og syngjandi bændur Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Dale Carnegie þjálfari Námskeið Dale Carnegie reynast mörgum vel: Árangur, áhugi og ákafi „Lokatímar allra þeirra Dale Carnegie námskeiða, sem ég hef sótt, eru á sinn hátt ógleymanlegir. Samstarfsfólk mitt hefur líka mikla hæfni til þess að fanga og halda athygli fólks með frásögnum sínum og leiðbeiningum, og hefur það orðið mér og öðrum þátttakendum hvatning og fyrirmynd,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Dale Carnegie þjálfari. „Ef ég á að nefna eitt afmarkað erindi á fundi stendur upp úr erindi Birnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- sviðs Íslandsbanka, sem hún flutti vestur í Kaliforníu í desem- ber sl. Birna kynnti þar árangursríkt samstarf Íslandsbanka og Dale Carnegie á Íslandi fyrir ráðstefnugestum á ógleym- anlegan hátt enda Birna einstaklega skemmtilegur og lifandi fyrirlesari. Hún sýndi í þessu erindi sínu alla þá eiginleika sem góður fyrirlesari þarf að búa yfir: byrjaði á kraftmikinn hátt og hélt honum allan tímann. Hafði yfirgripsmikla þekkingu á umfjöllunarefninu og kom því frá sér á öruggan hátt, not- aði glettni í máli sínu en var um leið mjög fagmannleg, nýtti vandað stuðningsefni til að glæða frásögn sína lífi og hélt því óskiptri athygli áheyrandans allan tímann. Allt þetta felst í þeim þremur atriðum sem við kennum fólki að sé mikilvæg- ast í því að koma frá sér efni á árangursríkan hátt: að hafa áunnið sér rétt til að fjalla um efnið, hafa áhuga og að búa yfir ákafa til að koma því frá sér.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.