Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 131

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 131
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 131 KVIKMYNDIR hann var kærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Var hann ekki sakfelldur þótt flest bendi til þess að hann hafi framið verknaðinn. 1996 var síðan gerð sjónvarpsmynd eftir sömu bók. Óreyndur leikstjóri Capote er fyrsta leikna kvikmynd leikstjórans Bennett Miller, en hann hafði áður gert heim- ildamyndina The Cruise, sem fjallar um lífið í New York. Sú mynd var gerð 1998. Í millitíðinni gerði Miller aðra heimildarmynd, sem hann hefur ekki fullklárað og hefur lítið viljað tjá sig um. Handritið að Capote er skrifað af Dan Futterman og er hann að stíga sín fyrstu skref á þeirri braut. Futterman er leikari sem hefur leikið í átján kvikmyndum. Philip Seymour Hoffman hefur allt frá því hann lék í hinni umtöluðu Happiness (1998) hvað eftir annað sýnt afburðaleik í erfiðum hlutverkum. Meðal kvikmynda sem hann hefur sett mark sitt á eru Flawless (1999), The Talented Mr. Ripley (1999), Magnolia, (1999), Almost Famous (2000), State and Main (2000), Punch-Drunk Love (2002) og 25th Hour (2002). Næst sjáum við Hoffman leika skúrk á móti Tom Cruise í Mission Impossible III. Þess má svo að lokum geta að Bennett Miller, Dan Futterman og Philip Seymour Hoffman eiga það sameig- inlegt að vera allir fæddir 1967. verið aðgerðalaus. Síðustu þrjú ár hefur hann verið að vinna að kvik- mynd sem ber heitið Inland Empire og er hann að leggja lokahöndina á eftirvinnsluna. Inland Empire var kvikmynduð í Póllandi og Banda- ríkjunum. Ekkert er vitað um hvað myndin er, það eina sem Lynch hefur látið fara frá sér er að myndin fjallar um konu í vandræðum (þessi víðtæka lýsing gæti alveg eins átt við Mulholland Drive). Í hlutverki konunnar er Laura Dern. Aðrir leik- arar eru Jeremy Irons, Justin Ther- oux, Harry Dean Stanton og Julia Ormond. Nútímavestri Wenders Wim Wenders hafa verið mislagðar hendur í síðustu kvikmyndum sínum og ekkert merkilegt komið frá honum síðan hann leikstýrði Buena Vista Social Club (1999). Hann þykir þó aðeins hafa náð fótfestu aftur með nýjustu mynd sinni, Don’t Come Knocking, þar sem hann end- urnýjar kynni sín við Sam Shepard, sem skrifar handritið og leikur aðal- hlutverkið. Þeir gerðu saman hina ágætu Paris, Texas (1984). Don’t Come Knocking er nútímavestri þar sem Shepard leikur útbrunna vestra- stjörnu sem er orðinn hundleiður á sjálfum sér. Þegar hann fréttir að líklegt sé að hann eigi barn ein- hvers staðar vaknar lífsviljinn á ný. Mótleikarar Shepards eru eiginkona hans, Jessica Lange, Tim Roth, Sarah Polley og Eva Marie Saint. Hjónin Sam Shepard og Jessica Lange í hlutverkum sínum í Don’t Come Knocking. Óþekktur leikari, Brandon Routh, leikur Superman. Superman snýr aftur Minnkandi aðsókn að kvikmynda- húsum í Bandaríkjunum á síðasta ári gerir það að verkum að dýrar kvikmyndir verða færri í fram- tíðinni. Afleiðingarnar koma þó ekki í ljós á þessu ári þar sem of langt er á veg komið með nokkrar rándýrar kvikmyndir. Ein þeirra sem verður að setja spurningarmerki við hvað varðar aðsókn er Superman Returns, sem á að vera einn helsti sum- arsmellurinn. Henni verður beint að 15-25 ára aldurshópnum, sem er einmitt sá aldurshópur sem dregið hefur hvað mest úr bíósókn vestanhafs. Þarf ekki að leita langt að skýringunni, sem liggur í tölvutækninni og hvað auðvelt er að niðurhala kvikmyndir fyrir sæmilega færa tölvustráka. Búast má við því að Superman Returns verði í hæsta gæðaflokki ævintýrakvikmynda, þar sem leikstjórinn Bryan Sin- ger (Usual Suspect, X Men, X Men 2), hefur ekki tekið feilspor hingað til. Í hlutverk Supermans var valinn óþekktur leikari, Brandon Routh. Í öðrum hlut- verkum má nefna Kevin Spacey, sem leikur Lex Luther og Kate Bosworth, sem leikur Lois Lane. Kona í vandræðum Lítið hefur frést af David Lynch frá því hann gerði hina rómuðu Mulholland Drive fyrir tæpum fimm árum. Hann hefur þó ekki BÍÓMOLAR Philip Seymour Hoffman í hlutverki Trumans Capote.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.