Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 135

Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 135
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 135 Hrönn Pétursdóttir, forstöðu- maður fyrirtækjaþjónustu SPH, gefur uppskrift að súpu sem er vinsæl á heimili hennar. Upp- skriftin er í bókinni „Af bestu lyst“ en í henni eru uppskriftir að hollum og góðum réttum. Þess má geta að Hrönn hefur lítillega breytt og bætt uppskriftina. Uppskriftin er fyrir fjóra. 400 g nautgúllas eða folaldagúllas 2 msk. matarolía 1 laukur 2 msk. tómatmauk 1 tsk. timjan svartur pipar eða sítrónupipar kúmen, malað 2 lárviðarlauf 6 - 8 súputeningar (þessir litlu frá Maggi) um 8 dl. vatn 2 gulrætur 8 meðalstórar kartöflur 1 blaðlaukur 100 - 150 g sveppir, nýir 1 blómkálshaus 1 haus brokkoli ef vill 2-3 hvítlauksrif „Ég nota grænmetið mjög frjáls- lega og fer það eftir stöðunni í ísskápnum!“ Kjötið er steikt í olíunni í potti. Laukurinn saxaður og bætt út í. Tómatmauki og kryddinu er bætt í ásamt lárviðarlaufi og vatninu. Þetta er látið sjóða. Kartöflurnar eru flysjaðar ásamt gulrótum og skornar í bita svo og kálið. Þetta er látið sjóða samtals í um 75 - 80 mínútur; suðutíminn fer eftir því hvað grænmetið er smátt skorið. Blaðlaukurinn og sveppirnir eru sneiddir niður og settir í súpuna ásamt pressuðum hvítlauk. Síðan er kryddað meira ef með þarf. Sælkeri mánaðarins: HOLL OG GÓÐ Svo mörg voru þau orð: „Þetta er eitt mesta ævintýri sem ég hef lent í. Því er ekki að leyna að öll aðstaða þarna og starfskjör eru mjög góð. Ekki er undan neinu að kvarta, nema þá að fá fleiri tíma í sólarhringinn.“ Már Guðmundsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Sviss. Viðskiptablað Morgunblaðsins, 12. janúar. „Um tíma var sá möguleiki ræddur að IFC (International Finance Cor- poration) styddi okkur fjárhagslega með lánum á sérkjörum eða ein- hverju slíku, en eftir að hafa tekið út rekstur okkar komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu gjarnan koma inn sem hluthafar.“ Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Creditinfo. Viðskiptablað Morgunblaðsins, 5. janúar. „Af einstökum verkefnum er mér ofarlega í huga að laða að fleiri erlenda fjárfesta og fá fleiri erlend félög til að skrá sig í Kauphöllina. Jafnframt tel ég brýnt að stofna hér afleiðumarkað og lánamarkað fyrir verðbréf.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Markaðurinn, 4. janúar. Jónas segir að hundar séu hluti af fjölskyldumynstrinu. Hundar: KALLA FRAM ÞAÐ BESTA Í MANNI Hrönn Pétursdóttir, forstöðu- maður fyrirtækjaþjónustu SPH, er sælkeri mánaðarins. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og eigin- kona hans hafa átt hunda í 18 ár. Þau fengu fyrst blending af íslenskum hundi og collie- hundi sem þau áttu í 17 ár. Hjónin bjuggu í Belgíu í sjö ár og þegar þau fluttu heim var ljóst að tíkin Rannsí gæti ekki komist með þar sem hún myndi ekki þola einangrunar- vistina í Hrísey vegna aldurs. „Rannsí var greindur hundur og við sýndum bæði hundafimi og hlýðni á sýningum. Hún er sá hundur sem stendur hjarta mínu næst.“ Hjónin áttu einnig labrador á árum áður og fóru báðir hund- arnir með þeim í gönguferðir á hálendinu. Voru þeir þá jafnan með litla bakpoka sem maturinn þeirra var í. Í dag eiga hjónin tvo hunda af hjaltlensku fjárhundakyni „Shetland Sheepdog“ sem þau fengu frá Svíþjóð. Þeir heita Dísa og Bangsi. „Hundar af þessari tegund eru mjög vökulir, duglegir og vanafastir. Þótt þetta séu fjárhundar þá eru þeir ágætis varðhundar.“ Þegar Jónas er spurður hvers vegna hann kýs að eiga hunda segir hann að þeir séu hluti af fjölskyldunni. „Hundar kalla fram það besta í manni og þetta er mjög hollt fyrir krakka. Gamli hundurinn sá um að svæfa dóttur okkar þegar hún var lítil.“ Jónas nefnir líka félagsskapinn, þægi- lega nærveru og útivist sem teng- ist gönguferðum með hundana. „Þeir eru hluti af fjölskyldumynstr- inu og sem dæmi má nefna að við höfum haldið okkur við stationbíla vegna hundahalds- ins“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.