Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 15
15 H A F N A R F R A M K V Æ M D I R Þessi brimvarnagarður, sem er oft kallaður bermugarður, er hannaður af Siglingastofnun. Brimvörnin er byggð sem láréttur flötur og á honum brotnar aldan. Brimvarnagarðar af þessari gerð hafa reynst vel, bæði hér á landi og erlendis. Hér á landi nægir að nefna brimvörn á Dalvík og í Bol- ungarvík og í Noregi hefur slíkur brimvarnagarður verið byggður samkvæmt hönnun Siglingastofn- unar og raunar hefur hún fengið alþjóðlega viðurkennningu. Hafn- ar eru framkvæmdir við bermu- garð af þessari sömu gerð og sam- kvæmt hönnun Siglingastofnunar í Hammerfest í Noregi og er sú framkvæmd upp á um sjö millj- arða króna. Bermugarðarnir eru þannig byggðir upp að hæfilegt holrými er í grjótvörninni utan á garðinum og á þann hátt gleypir grjótvörnin ölduna þegar hún skellur á brimvörninni. Ístak hf. er verktaki við gerð brimvarnagarðsins á Húsavík. Grjótnámið hófst í ágúst í fyrra og var unnið í tveimur námum. Stærsta grjótið var tekið úr Hlíð- arhorni við Máná á Tjörnesi en kjarninn í grjótvörnina var tekinn úr svokölluðum Kötlum við Húsavík. Lengstaf hafa um 30 starfsmenn Ístaks unnið að gerð brimvarnagarðsins. Sagan er ekki öll sögð þótt langþráður brimvarnagarður sé kominn á sinn stað við innsigl- inguna í Húsavíkurhöfn. Til þess að tryggja að stærri vöruflutn- ingaskip og skemmtiferðaskip geti athafnað sig í höfninni er nauðsynlegt að fá viðlegukant og dekk á brimvarnagarðinn og eru vonir bundnar við að í þær fram- kvæmdir verði ráðist fyrr en síðar. Bætt aðstaða fyrir nýja ferju á Seyðisfirði Á Seyðisfirði hefur í sumar verið unnið að framkvæmdum við bryggju sem mun þjóna nýrri og stærri Norrænu – ferju Smyril Line – sem er í áætlanasiglingum yfir sumarmánuðina milli Íslands, Færeyja, Hjaltlands, Noregs og Danmerkur. Gert er ráð fyrir að nýja ferjan verði komin í rekstur næsta sumar. Þessar hafnarbætur felast í því að rekið er niður 170 m langt stálþil og við enda þess er aðstaða til að bílar geti ekið að og frá borði. Þá verður byggt aðstöðu- hús fyrir tollverði og þar verður einnig biðsalur farþega og land- göngurani yfir í ferjuna, en far- þegar sem ekki eru í bílum koma til með að fara um dyr á skipinu sem eru í 11 –12 metra hæð yfir bryggju. Hnullungarnir sem voru settir í brimvörnina á Húsavík eru engin smásmíði! Mynd: Böðvar Bjarnason. Hinn nýi brimvarnagarður, sem nú er verið að ljúka við, mun stórbæta aðstöðu í Húsavíkurhöfn. Mynd: Hafþór Hreiðarsson. Á Seyðisfirði er unnið hörðum höndum að úrbótum við höfnina vegna nýrrar ferju Smyril Line, sem mun væntanlega hefja siglingar næsta sumars í stað núverandi Norrænu. Nýi brimvarnagarðurinn á Húsavík er engin smásmíði. Lengd hans er fast að 500 metrum og í hann hafa farið um 300 þúsund rúmmetrar af efni. Mynd: Hafþór Hreiðarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.