Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 23

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 23
23 þekkingu á rekstri, einstaklinga sem hafa gefið kost á sér í stjórn Samherja með það eitt að markmiði að skila góðu verki. Sumir þeirra eru ekki tengdir Sam- herja með eignarhluti og eru því ekki að gæta eigin hagsmuna. Þetta tel ég mjög mikilvægt. En auðvitað gildir það um Samherja eins og önnur fyrirtæki að ég sem forstjóri og einn af eigendum hlýt að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar og þeim fjármunum sem fyrirtækið er að nota á hverjum tíma.“ Að ná utan um fjárfestingarnar - Hverjar verða helstu áherslur í rekstri Samherja á næstu mánuðum og árum? „Fyrir fimm árum tókum við ákvörðun um smíði nýs skips, Vilhelms Þorsteinssonar EA, sem var gríð- arlega mikil fjárfesting, líklega nálægt tveimur milljörðum króna þegar allt er talið. Við vissum að það yrði mikið verk að fá allt til þess að ganga upp með þetta skip, enda var með því farið inn á nýja braut hér á landi í útgerð, þ.e. vinnslu á uppsjávar- fiski úti á sjó. Við töldum að í þessu væru fólgin mikil tækifæri, en við sögðum jafnframt að það yrði verulegt átak að fá þessi hjól til þess að snúast eins og til væri ætlast. Á sama tíma sameinaðist Samherji Snæfelli á Dalvík og því vorum við samtímis í mjög stórum og krefjandi viðfangsefnum. Að þessum verk- efnum einbeittum við okkur allt síðasta ár, en vorum þá í hverfandi litlum fjárfestingum. Ég tel að á sama hátt og kaflaskil voru hjá Samherja árið 2000, þá erum við líka í ákveðnum kaflaskilum nú. Á þessu ári höfum við farið í miklar fjárfestingar. Í fyrsta lagi aukið hlut okkar í Síldarvinnslunni hf., þar sem við erum orðnir stórir hluthafar, og það sama á við um Hraðfrystistöð Þórshafnar. Jafnframt höfum við verið að fjárfesta í fiskeldi. Þessu til viðbótar ákvað Sam- herji að fjárfesta í Kaldbaki fjárfestingarfélagi, sem er fyrirtæki sem var stofnað um ákveðinn hluta eigna Kaupfélags Eyfirðinga. Við höfum því verið í mikl- um fjárfestingum á þessu ári og nú tel ég að sé kom- ið að ákveðnum mörkum í því. Okkur hefur tekist að láta uppsjávarvinnsluna úti á sjó ganga og jafnframt höfum við gert breytingar á skipastóli okkar, t.d. með sölu á Baldvini Þorsteinssyni, en í stað þess skips fáum við öflugt skip sem nú er verið að breyta í Lettlandi og við horfum til þess að nýta það í upp- sjávar- og rækjuveiðar. Með þessu erum við að mæta samdrætti í aflaheimildum, jafnframt því sem við höfum aukið landvinnslu félagsins. Einnig höfum við lokið við að setja vinnslulínu fyrir uppsjávarfisk um borð í Þorstein EA, en við fórum okkur hægt í því þar til ljóst væri að vinnslulínan um borð í Vil- helm Þorsteinssyni skilaði því sem til var ætlast. Þegar á heildina er litið má segja að megináherslan í rekstri Samherja á næstu misserum verði að ná utan um þær fjárfestingar sem við höfum ráðist í að und- Þorsteinn Már, kampakátur á skrifstofu sinni á Akur- eyri. Nokkrum mínútum áður en þessi mynd var tek- in höfðu hann og Jón Ás- geir Jóhannesson gengið frá sölu hlutabréfa í eigu nokkurra félaga sem þeir tengjast í Íslandsbanka.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.