Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 39

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 39
39 O R K U N O T K U N F I S K I S K I PA ar eyddi dæmigerð aðalvél 160 grömmum af eldsneyti til að framleiða 1 hestafl á klukkustund (grömm/hestaflstíma, g/hat). Það jafngildir að 100 hestafla vél eyði 19,0 lítrum á klukkustund. Nýjar vélar eyða 112 g/hat eða 13,3 lítra á klukkustund fyrir 100 hestöfl. Nýja vélin eyðir því 32% minna en gamla vélin. Mismunur á eyðslu vélanna er 5,75 lítrar á klukkustund. Fyrir 100 hestafla álag og 3000 klukkustunda árlega keyrslu er eyðslan 17.250 lítrar eða 19.840,- danskar krónur (DKK), kosti eldsneytislítrinn 1,15 DKK. Nýja vélin eyðir minni smurolíu en gamla vélin og sá sparnaður er metinn á 3000 DKK á ári. Sam- tals er olíusparnaðurinn 23.000 DKK. fyrir 100 hestafla notkun á ári. Miðað við að öll verkefni sem tengjast „minni orkunotkun“, alls 254 fiskiskip, en þau eru 218 í töflunni hér að framan og meðal- stærð aðalvéla sé 325 hestöfl, sparast 19 millj. DKK á ári eða um 200 millj. DKK á líftíma meðal vélarinnar sem er áætlaður 10 ár. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að forsendurnar í danska dæminu eru óraunhæfar og rangar. Eyðslustuðull nýrrar bátavélar er u.þ.b. 139 g/hat en ekki 112 g/hat eins og reiknað er með í dæminu. Munurinn á eyðslu er því ekki 32% heldur rúm 13% sem verður samt að teljast góður árangur. Mismunur á olíunotkun í heild er mun minni, eða um 5200 m3 í stað tæplega 11.887 m3. Þá þarf að leiðrétta tölurnar og samhæfa við álagsmunstur fiskiskipanna fyrir mismunandi veiðar, því ekki er raunhæft að reikna með föstu álagi yfir langan tíma. Hér verður miðað við 90% álag véla að með- altali fyrir tog- og dragnótarskip, en 60% fyrir önnur skip og báta eða 80% álag aðalvéla að meðal- tali. Mikilvægt er að átta sig á að breyting fiskveiðiflotans í heild sinni gerist ekki á einu ári. Breyt- ingin á sér stað á nokkrum árum og einn áratugur er stuttur tími í sögu fiskiskipaflotans. Sé miðað við þann sparnað sem myndast á 10 árum eftir breytinguna eða að- alvélaskiptin er sparnaðurinn 4.160 m3 minni olíunotkun eða. 5,55 millj. DKK á ári og 55,5 millj. DKK á tímabilinu í stað 200 millj. DKK í danska dæm- inu. Viðleitni Dana við að endur- bæta framdrifskerfi fiskiskipa sinna og auka orkunýtingu verð- skuldar athygli. Ávinningurinn 5,55 millj. DKK á ári er hinsveg- ar fræðilegur, ekki raunverulegur og sýnir í meginatriðum það, að mikið svigrúm er til að minnka eldsneytisnotkun fiskiskipa, sér- staklega með smíði á hagkvæmari skipum og með nýjum aðalvélum og betri skrúfubúnaði. Mögulegt er að smíða eða breyta skipum þannig að eldsneytisnotkun þeirra minnki um allt að 11 % miðað við sambærileg eldri skip. Hvað- an kemur þá 32% talan? Ísland – Er mögulegt að lækka árlegan olíukostnað fiskiskip- anna um 900 milljónir króna? Fiskifélag Íslands hefur í áratugi rannsakað orkunýtingu fiskiskipa, fylgst með eldsneytisnotkun þeirra og leitað leiða til að draga úr eldsneytisnotkun og bæta ork- unýtingu skipanna. Dæmigerður íslenskur togari frá áttunda áratugnum sem aflar 4500 tonn ári, notar við sínar veiðar og siglingar 1935 m3 af eldsneyti á ári. Það samsvarar að skipið noti 0,43 lítra af eldsneyti fyrir hvert kílógramm fisks upp úr sjó eða 0,43 l/kg. Togaranum má lýsa með einni breytu, þ.e.a.s. heildarnýtni framdrifskerfisins sem er í þessu tilviki 19%. Heildarnýtni framdrifskerfisins er nýtni vélar, niðurfærslugírs og skrúfu þ.e. í ofangreindu tilviki 39%, 97% og 50%. Nýrri vélar og skrúfur hafa betri nýtni en þær eldri og svo skiptir skrokklag skipsins undir sjólínu miklu máli. Þannig er mögulegt að vel hönnuð skip hafi aðalvél með nýtnina 45%, skrúfu með nýtnina 65% og heildarnýtni framdrif- skerfisins 28%. Tökum dæmi um tvö togveiðiskip, annað er nýtt en hitt gamalt. Nýja skipið er útbúið með eins veiðarfæri og úthald og afli sam- bærilegt við eldra skipið. Nýja skipið notar aðeins 1313 m3 elds- neytis á móti 1935 m3 hjá eldra skipinu. Munurinn er 622 m3 á ári eða 32% sparnaður í eldsneyti. Þetta er nákvæmlega sama talan og danska dæmið gengur út á. Fyrir útgerðina næmi sparnaður- inn 18,6 millj. króna á ári miðað við að olíulítrinn kosti 30 krónur. Samkvæmt danska „módelinu“ sem lýst var hér fyrr í greininni og leiðrétt, er hugsanlegt að minnka eldsneytisnotkun ís- lenskra fiskiskipa verulega eða um allt að 20.569 m3 á ári. Mið- að er við notkunina árið 2000, 280.490m3 og 11% sparnað sem næði til 2/3 hluta flotans. Það jafngildir 617 millj. króna olíu- sparnaði á ári eða 6,2 milljörðum á föstu verðlagi á 10 árum. Skoðum annað dæmi um minni olíunotkun sem byggir á rann- sóknum Fiskifélagsins. Samkvæmt Útvegi fiskuðu ís- lensku togskipin 324.644 tonn upp úr sjó árið 2000. Miðað við að hægt væri að minnka olíu- notkun við veiðarnar á 2/3 hluta aflans, þ.e.a.s. afla af skipum sem ekki hefur verið breytt eða eru svo til ný. Fyrsta uppsjávarveiðiskipið með rafskrúfu. Útgerð norska skipsins Haugagut hefur pantað 75x14,5 metra frystiskip til veiða með nót og flottroll. Vik & Sandvik hannar skipið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.