Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 25

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 25
25 í Neskaupstað að undanförnu og það hefur reyndar einnig félag, sem Þorsteinn Már á sjálfur aðild að, gert. Því er eðlilegt að spyrja hvort sameining Sam- herja og Síldarvinnslunnar sé í burðarliðnum? „Ég sé sameiningu þessara tveggja félaga ekki fyrir mér í augnablikinu. Hins vegar koma þessi félög til með að vinna nánar saman. Samherji hefur lengi átt gott samstarf við Síldarvinnsluna, til dæmis höfum við til margra ára landað miklu magni af uppsjávar- afla til vinnslu hjá Síldarvinnslunni. Og við höfum einnig unnið náið með Síldarvinnslunni í uppbygg- ingu fiskeldis hjá fyrirtækinu Sæsilfri í Mjóafirði. Það var einfaldlega þannig að þegar stór eignarhluti í Síldarvinnslunni var til sölu, þá ákváðum við að fjár- festa í félaginu, enda höfum við mikla trú á því sem þar er verið að gera.“ Þess má geta í framhjáhlaupi að stjórnarformaður Samherja hf., Finnbogi Jónsson, er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og þekkir því að vonum vel til þar á bæ. Jafnframt er núverandi fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Björgólfur Jóhanns- son, fyrrverandi starfsmaður Samherja hf. á Akureyri. Tölum minna - framkvæmum meira! Óhætt er að segja að Sæsilfur hf. í Mjóafirði sé dæmi um eitt af framsæknustu fiskeldisfyrirtækjum hér á landi og þar eru menn stórhuga, stefnan er sett á allt að 8.000 tonna ársframleiðslu. Hefur Þorsteinn Már mikla trú á fiskeldinu? „Á tuttugu árum hafa Norðmenn aukið fiskeldi sitt stig af stigi og nú er magnið sem þeir framleiða orðið um hálf milljón tonna. Og það er alveg sama hvar borið er niður, allsstaðar hefur fiskeldið vaxið. Ef skoðaðar eru áætlanir Norðmanna um þorskeldi finnst manni þær vera óraunverulegar. Áform þeirra í laxeldi voru líka óraunveruleg á sínum tíma. En staðreyndin er sú að þessi áform Norðmanna hafa gengið eftir og þeir hafa náð gríðarlega góðum tök- um á sjálfu eldinu. Og það er í raun sama hvar borið er niður, á öllum sviðum hefur eldi stóraukist á síð- ustu misserum. Ég nefni í því sambandi t.d. sand- hverfu og túnfisk. Ég tel því að þekkingin á fjöl- breyttu eldi sé til staðar í heiminum, en spurningin er sú hvort við Íslendingar verðum þátttakendur í fiskeldi til framtíðar eða ekki. Hins vegar dreg ég ekki dul á að ég óttast að við tölum meira um þessa hluti en framkvæmum minna.“ - Mun Samherji hf. ekki taka þátt í þorskeld- inu? „Jú, það munum við gera. Við eigum stóran hlut í Fiskeldi Eyjafjarðar og ég hef þá trú og von að það fyrirtæki muni í framtíðinni verða leiðandi í fram- leiðslu þorskseiða, ekki ósvipað því sem gerðist með lúðuseiðin. Síðan kæmi í hlut annarra að annast sjálft þorskeldið.“ Kaupin á hlut í Kaldbaki Það vakti töluverða athygli þegar Samherji setti fyrr á þessu ári umtalsverða fjármuni í Kaldbak - fjárfest- ingafélag á Akureyri. Þorsteinn Már brosti þegar blaðamaður spurði hann hvaða ástæður hafi legið að baki þeirri ákvörðun að fara með afgerandi hætti inn í Kaldbak. „Mér finnst mjög athyglisvert og um leið virðing- arvert hvernig stjórnendur Kaupfélags Eyfirðinga unnu að því að skipta félaginu upp í annars vegar fjárfestingafélag og hins vegar samvinnufélag. Þegar sú hugmynd kom fyrst upp að Samherji hf. og Líf- eyrissjóður Norðurlands kæmu að því að styrkja Kaldbak sem fjárfestingafélag, þá fannst mér hún verð skoðunar. Og eftir að hafa skoðað þann rekstur sem Kaldbakur var í og þá möguleika sem í félaginu fælust, þá var það okkar niðurstaða að Kaldbakur væri góður fjárfestingakostur, sem vert væri að efla hér fyrir norðan. Samherji hf. hefur fyrst og fremst verið í sjávarútvegi og svo verður áfram. Um leið er Samherji orðinn hluthafi í Kaldbaki og ef menn telja rétt að Samherji fjárfesti á öðrum sviðum atvinnulífs- ins, þá lít ég svo á að það verði gert í gegnum Kald- bak.“ Jafn merkilegt fólk í Eyjafirði og annars staðar Þorsteinn Már segist ekki geta verið sáttur við fisk- veiðistjórnunarkerfið eins og það sé í dag. „Nei, ég er ekki sáttur við það að því leyti að það er alltaf verið að færa heimildir af stærri skipum yfir á þau minni. Gamla Akureyrin EA 110 lagði grunninn að velgengni Samherja hf. Mynd: Páll A Pálsson/Myndasafn Samherja. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, Arngrímur Bryn- jólfsson skipstjóri og Þorsteinn Már ræða málin um borð í Vilhelm Þor- steinssyni. Mynd: Myndrún-Rúnar Þór Björnsson. Ég minni á að yfir mér er stjórn fyrirtækis- ins og ég met það sem gæfu Samherja að hafa góða stjórnarmenn. Þegar á heildina er litið má segja að megináhersl- an í rekstri Sam- herja á næstu misserum verði að ná utan um þær fjárfestingar sem við höfum ráðist í að und- anförnu. Ég sé samein- ingu Samherja og Síldarvinnsl- unnar ekki fyrir mér í augnablik- inu. Hins vegar koma þessi félög til með að vinna nánar saman.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.