Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 32

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 32
32 ingum fyrir laxveiðiárnar. Guð- mundur Valur segist standa við það sem hann hafi áður sagt að sjókvíarnar séu eins öruggar og mögulegt er. „Við höfum ekki misst einn einasta fisk úr kvíun- um út í umhverfið. Við erum með sterkasta og besta búnað sem völ er á og því er hættan á því að eitt- hvað komi fyrir mjög lítil. Við höfum verið með þetta í rekstri í um eitt ár og ekkert óvænt komið upp á,“ segir Guðmundur Valur. Eins og áður segir verður laxi frá Sæsilfri slátrað í Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað og hefst slátr- un væntanlega í október. Guð- mundur Valur segir stefnt að því að Síldarvinnslan sjái einnig um markaðssetningu og sölu á laxin- um og því geti Mjófirðingar ein- beitt sér að sjálfu eldinu. „Það er mikilvægt að við náum að halda rekstrarkostnaði niðri. Þetta gengur út á það að vera sam- keppnisfærir við erlend fyrirtæki. Verðið á laxinum hefur lækkað og það kom ekki á óvart. Við höfð- um alltaf reiknað með þessum verðlækkunum, en ég tel ljóst að verðið á laxinum mun í framtíð- inni sveiflast töluvert,“ segjr Guðmundur Valur. Fóður flutt austur í Sæfara Sæsilfur fær fóður frá Fóðurverk- smiðjunni Laxá á Akureyri og segir Valgerður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri verksmiðjunn- ar, að Sæsilfur sé nú þegar mjög stór viðskiptavinur verksmiðj- unnar. Í fyrra framleiddi Laxá um 4.300 tonn af fóðri og þar af fór töluvert magn til Færeyja. Ekki verður um sama útflutning að ræða til Færeyja í ár, en engu að síður horfir í að framleiðsla Laxár verði um 4.500 tonn á þessu ári, sem er þá til marks um aukning- una í hérlendu fiskeldi á þessu ári, ekki síst fyrir austan. „Því er ekki að neita að það er verulega gaman að verða vitni að þeirri uppsveiflu sem er í fiskeldi hér á landi um þessar mundir. Hér hefur óneitanlega verið tölu- verð stöðnun í þessari grein á undanförnum árum, en nú eru menn farnir að sjá markvisst eldi í sjókvíum eins og Færeyingar og Norðmenn hafa verið með til fjölda ára,“ segir Valgerður. Fóður hefur m.a. verið flutt frá Akureyri austur í Mjóafjörð í Eyjafjarðarferjunni Sæfara. Þess má geta að nú hefur Síld- arvinnslan í Neskaupstað eignast meirihluta hlutafjár í Laxá, sem kemur ekki á óvart í ljósi aukinn- ar áherslu Síldarvinnslunnar á uppbyggingu í fiskeldi. Tben ehf, framleiðir fullbúnar seiðaskiljur og smárækju- skiljur fyrir allar stærðir rækjuskipa. Einnig framleiðsla á Sort-V smáfiska-skiljum fyrir hefðbundin botn-fiskitroll. Margar gerðir og stærðir af skiljum fáanlegar bæði úr plasti og stáli. Seiðaskilja úr ryðfríu stáli Rimlabil 22mm. þyngd 130 Kg Smárækjuskilja úr plasti Fremri skiljan er með 22mm. rimlabili aftari skiljan með 7-9mm. rimlabili Hvaleyrarbraut 39 220 Hafnarfjörður S. 544-2245 Þar sem þjónusta og þekking mætast Verið velkomin til okkar í bás F-70E á sjávarútvegs- sýningunni Fóðurprammi Sæsilfurs við kvíarnar í Mjóafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.