Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 20
20 F I S K I R A N N S Ó K N I R Á undanförnum árum hefur svokölluðum stórlaxi fækkað töluvert í íslenskum ám. Veiði- álagið hefur með öðrum orðum verið meira á stórlaxinn en smá- laxinn. Samkvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunar er greinilegt að laxgengd og laxveiðar hafi dregist saman á útbreiðslusvæði Atlantshafslaxins undanfarna ára- tugi. Þannig hafi smálaxastofnar minnkað um 46% og stórlaxa- stofnar um 64% á undangengn- um þremur áratugum. Ekki hefur komið fram sambærileg hnignun íslenskra laxastofna, að sögn vís- indamanna Veiðimálastofnunar, en þó telja þeir ljóst að stórlaxa- gengd og veiðar á stórlaxi sem dvelst tvö ár eða lengur í sjó hafa dregist verulega saman í íslensk- um veiðiám á undanförnum tveimur áratugum. Á sama tíma hafa veiðar ekki dregist saman á smálaxi. Árið 2000 veiddust inn- an við 5000 stórlaxar í íslenskum ám en árin 1970 til 1980 var veiðin á milli 10.000 og 20.000 laxar árlega. Ástæður fyrir þess- um mikla samdrætti í veiði eru óþekktar, en menn geta sér þess til að umhverfisskilyrði hafi breyst í sjó og einkum hefur þá verið horft til hafsvæðisins við Vestur-Grænland í því efni, en á þeim slóðum er þekkt ætisslóð stórlaxa. Sleppið stórlaxinum! „Almennt hefur þessum tilmæl- um okkar á Veiðimálastofnun verið vel tekið. Auðvitað er mis- jafnt hversu fúsir menn eru til að sleppa stórlaxinum aftur í árnar. Veiðimálastofnun vill efla rannsóknir á laxi í sjó: Færri stórlaxar í sumar en menn vonuðust til Norðmenn hafa aflað minna af makríl í ár en í fyrra, einkum hefur reknetaveiðin verið treg. Fyrstu sjö mánuði ársins hefur Síldarsölusambandið selt 178 tonn af makríl, sem mestmegnis var veiddur í nót. Á sama tíma í fyrra nam salan 267 tonnum. – Makríllinn er smár og það er erfiðara að selja hann, segir Oddvar Sæther hjá Síldarsölusamlaginu. Seldur til Svíþjóðar Veiðisvæðið er frá Ålesund til Stavanger. Makríllinn er smár nærri landi en stærri lengra úti. Þar bíður hann þess að skilyrði í hafinu batni áður en hann gengur nær landi. Fiskaren hefur það eftir Oddvar Sæther að hvorki sjávarhiti né æti sé makrílnum hagstæð eins og er og ekki horfur á breytingu alveg á næstunni. Lægsta verð sem fæst er um ÍSK 120 á kíló svo veiðarnar borga sig þrátt fyrir allt. Makríllinn er aðallega seldur til Svíþjóðar. „Heimamarkaðurinn er stöðugur en takmarkaður svo við verðum að flytja út það sem ekki selst innanlands,“ segir Sæther. Mikið af smáum makríl Reknetaveiðin á Sørlandet og í Oslofjorden brást í ár, trúlega vegna þess hve veður var kyrrt og hlýtt í vor. Undanfarin ár hefur verið góð veiði í Bunnefjorden, alveg innst í Oslofjorden. Fjordfiske AS er búið að taka á móti 15 tonnum en í fyrra á sama tíma 40 tonnum. „Sem stendur eru sex bátar gerðir út á makríl og aflinn er misjafn frá degi til dags. Helst vilja sjómennirnir fá suðvestan strekkingsvind og sólskin,“ segir Kurt Allan Hansen, sölustjóri hjá Síldarsölusamlaginu. Fiskbúðir borga sjómönnum ÍSK 200 fyrir kílóið en núna er mikið af smáum makríl, bæði við Noreg og Svíþjóð, sem þýðir lægra verð. Treg makrílveiði í Noregi Í upphafi stangveiðitímabilsins beindi Veiðimálastofnun því til veiðifé- laga og stangveiðimanna að hlífa stórlaxinum í sumar eins og kostur væri. Stofnunin setti þetta fram í því skyni að vernda stórlaxastofna ánna eins og kostur væri, en með stórlaxi er átt við fisk sem hefur verið tvö ár eða lengur í sjó og náð meira en 3,5-4 kg að þyngd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.