Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 40

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 40
40 O R K U N O T K U N F I S K I S K I PA Tveir þriðju hlutar aflans eru 216.429 tonn og olíunotkun við að ná aflanum er 216.429 * 0,43 = 93.065 m3. Með nýjum og hag- kvæmum skipum, yrði notkunin 93.064 * 0,19/0,28 = 63.151 m3. Sparnaður með betri skipum og útbúnaði yrði því: 93.064 – 63.150 = 29.914 m3. Olíusparn- aður næmi 897.420 milljónum á ári eða tæpum 9 milljörðum á 10 ára tímabili, kosti olíulítrinn 30 krónur. Aðrar mögulegar lausnir Önnur fiskiskip sem veiða með línu eða net, nota tiltölulega litla orku miðað við togskipin. Auk þess sem nýr búnaður er hag- kvæmari en gamall, hefur álags- munstur veiðiskipsins mikil áhrif á eldsneytisnotkun. Við veiðar með línu eða net er andæft til að halda skipinu réttu þegar veiðar- færið er dregið. Orku- og aflþörf er þá mjög lítil og vélin keyrð á hægri ferð. Hjá þessum skipum eru siglingar á milli veiðisvæða og til og frá höfn orkufrekastar. Fyrir þessi skip er rafskrúfa (á ensku diesel eletric drive) heppi- legur búnaður. Reiknað er með að eldsneytissparnaður nemi 15 – 20% miðað við hefðbundið skip með einni vél. Nóta- og togveiðiskip þurfa mikið afl við flotvörpuveiðarnar en lítið afl við nótaveiðarnar. Uppsett afl þessara skipa nemur allt að 6000 kW sem miðast við aflþörf við flotvörpuveiðarnar. Á nót er aflþörfin einungis 2000 kW sem er lítið og óheppilegt álag fyrir stóra vél. Nokkrar lausnir eru tiltækar fyrir þessi skip og miðast þær við sambæri- legt skip með eina nýja aðalvél: • Orkusparnaður er 5-8% ef vélarnar eru tvær • Með rafskrúfu er orkusparn- aðurinn talin vera á bilinu 10-15% • Ein aðalvél með rafmótor á skrúfugír sparar allt að 10%* * Byggt á væntingum um hagkvæmni nýsmíðarinnar fyrir útgerð skipsins Haugagut. Aðalvél skipsins verður 3800 kW. Á skrúfugír aðalvélarinnar verður komið fyrir 2000 kW rafmótor sem hægt er að knýja af rafstöðvum skipsins. Smíðakostnaður skipsins er 115-140 millj. norskra króna og SND styrkir verkefnið með tveggja millj. norskra króna framlagi. Hér á landi hefur fyrir- tækið Naust-Marine boðið upp á svip- aða lausn fyrir eldri togskip með of lítið vélarafl. Niðurstöður Samræmi er í niðurstöðum Dana og Fiskifélagsins. Svigrúm er til að minnka eldsneytisnotkun mik- ið eða um allt að 32% hjá stórum hluta fiskveiðiflotans á hæfilega löngum tíma. Til að minnka olíu- notkun verulega þarf að fækka fiskiskipum og endurnýja hluta fiskiskipaflotans með bestu fáan- legri tækni. Forsendur fyrir því að það gerist sjálfkrafa eru stöð- ugleiki í sjávarútvegi, fækkun rekstraraðila, hátt olíuverð og gott afurðaverð. Heimildir: Fællesskabets strukurforanstaltninger i fisker- isektoren 2000 – 2006. www.rf.is/AVS http://www.vik-sand- vik.com/main.asp?CID=1&UID=794 Fiskaren, 14. janúar 2002. Solstrand. http://www.solstrand.no/norsk/ main_skipsbygging.php Útvegur 2000. Ægir: 93. árgangur, 2. tölublað, febrúar 2000. Allt að 12,5% aukin togkraftur eldri togskipa. Guðbergur Rúnarsson. Ægir: 93. árgangur, 12. tölublað, desember 2000. Orkunotkun og fiskveiðar. Guðbergur Rúnarsson. Ægir: 92. árgangur, 4. tölublað, apríl 1999. Er rafskrúfa kostur fyrir fiskiskip? Guðbergur Rún- arsson. Ægir: 92. árgangur 3. tölublað, mars 1999. Raf- knúin skipsskrúfa. Guðbergur Rúnarsson. Ægir: 92. árgangur, 2. tölublað, febrúar 1999. Hvað verður um krónurnar. Guðbergur Rúnars- son. Línuskipið Frøyanes var smíðað hjá Solstrand AS og afhent eiganda, Ervik Havfiske Holding á Stadtlandet í nóvember 2001. Skipið er um 49 metra langt og búið rafskrúfu sem knúin er af tveimur 968 kW Catepillar vélum. Nýsmíðin kostaði 75 milljónir norskra króna. Sjá nánar á heimasíðu Solstrand AS, http://www.solstrand.no /norsk/main_skipsbygging.php

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.