Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 37

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 37
37 S K I PA S K R Á I N Sjómennskan, skip, bátar, vélar og tækni hafa átt hug Jóns frá því hann var smá patti og enda var hann ekki nema 18 ára gamall þegar hann fór í sinn fyrsta túr, þá á gufutogaranum Röðli frá Hafnarfirði, „Ég byrjaði hins veg- ar á því að læra bifvélavirkjun til þess að fá smá útrás fyrir áhuga minn á bílum og mótorhjólum en síðan var ekki aftur snúið, ég fylgdi sannfæringunni og fór í Vélskólann þaðan sem ég útskrif- aðist sem vélstjóri árið 1982,” segir Jón sem hóf síðan störf hjá Fiskifélagi Íslands eftir að hafa verið á sjó um tíma, bæði á tog- urum og flutningaskipum. Í góðu sambandi við fjölda heimildarmanna „Hjá Fiskifélaginu stafaði ég í 14 ár, meðal annars við skipaskrá Fiskifélagsins, sem nú er skipa- skrá Athygli. Á þessum árum varð starfið við skipaskrána að áhuga- máli sem ég var vakinn og sofinn yfir, enda fór mestur frítími minn í að rúnta á milli hafna, skoða báta, ræða við menn og taka myndir af skipum og bátum. Fyr- ir vikið eignaðist ég fjölda heim- ildarmanna sem margir hverjir eru enn að veita mér upplýsingar um breytingar á flotanum og um breytt eignarhald, úreldingu og fleira. Í þessu starfi skiptir gríðar- lega miklu máli að vera í góðu sambandi við kallana á kæjanum og það hef ég reynt að gera, enda er það forsenda þess að hafa allar upplýsingar sem réttastar á hverj- um tíma.” Góð skipaskrá enn betri! Það hefur enginn jafn mikla reynslu í að halda utan um skrán- ingar íslenskra skipa og Jón Sig- urðsson og myndasafn hans af ís- lenskum skipum er umfangsmik- ið. Síðustu fimm ár hefur Jón starfað við skipaskrá Skerplu þar sem myndir hans hafa verið nýttar. Myndasafn Jóns mun hins vegar fylgja honum yfir til At- hygli þar sem það kemur að góð- um notum við að gera góða skipaskrá enn betri! Annast skipalýsingar í Ægi Hjá Athygli mun Jón sjá um skipaskrána, bæði prentuðu bók- ina sem fylgir Sjómannaalman- akinu auk reglubundinna upp- færslna á skipaskrárvef Athygli, www.skipaskra.is. Jón mun einnig skrifa skipalýsingar í tímaritið Ægi sem Athygli gefur út, milli þess sem hann rær á trillunni sinni til að fá útrás fyrir sjávarselt- una sem rennur um æðar hans. Jón Sigurðsson hefur þegar haf- ið störf hjá Athygli og verður í bás fyrirtækisins nr. A 96 á sjáv- arútvegssýningunni. Sjómannaalmanakið 2003 í vinnslu: Jón Sigurðsson ritstýrir skipaskrá Athygli Skipaskrá Sjómannaalmanaksins hefur borist góður liðsauki sem er Jón Sigurðsson, vélstjóri, mikill viskubrunnur um skip og báta. Jón er á heimavelli í þessum efnum, þar sem hann hefur starfað við heimildasöfnun og uppfærslur skipaskráa í rétt um 20 ár, enda eru skip og bátar eitt af aðal áhugamálum hans. Fyrir vikið eru fáir sem eru betur að sér um eigendasögu þeirra og um tæknilegar upplýsingar en Jón, sem hefur auk þess að halda utan um skipaskrár skrifað skipalýsingar og tæknigreinar í blöð, m.a. í Ægi og Vélstjórablaðið. Mun hann taka til við að skrifa skipalýsingar á ný í Ægi eftir næstu áramót. Jón Sigurðsson vélstjóri hefur hafið störf hjá Athygli og mun ritstýra Skipaskránni sem fyrirtækið gefur út með Sjómannaalmanakinu. Ljósm. HM.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.