Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 35

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 35
35 C O L DWAT E R 2001. Þrátt fyrir að Bretland sé lengst komið af Evrópulöndum í þróun kældra sjávarafurða telur Agnar að enn sé mikið svigrúm á markaðinum þar sem einungis tæp 14% neytenda hafi tileinkað sér vörur af þessum toga. Hann segir mikla áherslu á vöruþróun og algengt sé að yfir þriðjungur varanna sé endurnýjaður á ári hverju. 700 milljóna króna fjárfesting Albert Fisher Group Ltd., móður- fyrirtæki Fisher Foods Redditch, er stórt alþjóðlegt fyrirtæki, með rekstur víða um heim. Á ýmsu hefur gengið í rekstri fyrirtækis- ins á liðnum misserum og hefur það glímt við töluverða fjárhags- örðugleika. Fyrir skömmu var KPMG í Bretlandi falið það verk- efni að selja eignir fyrirtækisins þar í landi, m.a. einstakar fram- leiðslueiningar. Í kjölfarið gerði Coldwater tilboð í verksmiðjuna í Redditch og tók tilboðið til skuldlausra fasteigna, lausafjár- muna og vörubirgða. Íslands- banki fjármagnaði kaupin í byrj- un, en SH mun leggja Coldwater til aukið hlutafé og Íslandsbanki breyta hluta láns síns í langtíma- lán. Samhliða kaupum á verksmiðju Fisher Foods áttu stjórnendur Coldwater viðræður við Marks & Spencer um áframhaldandi við- skipti. Agnar Friðriksson segir að fljótt hafi komið í ljós að Marks & Spencer hafi treyst Coldwater vel eftir áralöng viðskipti, en Coldwater hefur framleitt frystar sjávarafurðir fyrir þá í mörg ár. Þess má geta að fyrr á þessu ári hlutu vörur, sem Coldwater fram- leiðir fyrir Marks & Spencer, bæði gull- og silfurverðlaun Samtaka breskra framleiðenda á frystum matvælum í flokki nýrra þorsk- og ýsuafurða. „Mikil samlegðaráhrif“ Eins og áður segir er þessi nýja rekstrareining Coldwater í Redd- itch, sem er bær skammt suður af Birmingham. Verksmiðja Fisher Foods er um 2000 fermetrar að gólffleti og er hún sérhæfð í fram- leiðslu á kældum, tilbúnum sjáv- arréttum.Velta fyrirtækisins á síð- asta ári nam um 3,2 milljörðum króna. Framleiðsluvörur fyrirtæk- isins eru alls um 40 talsins og má skipta þeim í þrjá flokka; hefð- bundnar breskar vörur, tilbúna rétti og sælkeravörur. Fisher Foods, Redditch hefur ver- ið í örum vexti á liðnum árum og var veltuaukning liðins árs veru- leg. Að mati stjórnenda Coldwat- er hefur ekki verið nægilega góð afkoma af rekstrinum á undan- förnum misserum, en þeir telja jafnframt að unnt sé að ná fram umtalsverðri hagræðingu með þessum kaupum, enda sé Cold- water stór birgi smásölukeðjanna í Bretlandi. Stjórnendur Coldwat- er gera fastlega ráð fyrir 10-15% árlegum vexti kældu afurðanna og stefnt er að því að ná a.m.k. 5% hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnskostnað (EBITDA) inn- an fárra ára. „Við sjáum vissulega í þessu mikil samlegðaráhrif og þau eru á mörgum sviðum, t.d. hvað varðar vöruþróun, markaðs- starf, skrifstofuhald og fleira,“ segir Agnar Friðriksson, forstjóri Coldwater Seafood UK Ltd. Þessi mynd var tekin fyrir utan Fisher Foods verksmiðjuna í Redditch. Á myndinni er gamla Albert Fisher skiltið enn uppi, en nú hefur verksmiðjan verið rækilega merkt Coldwater. Á myndinni eru frá vinstri: Linda Beresford, vöruþróunarstjóri í Redditch verksmiðjunni, Glenn R. Wishart, fjármálastjóri Coldwater Seafood (UK) Ltd, Nick Holdsworth, flutningastjóri í Redditch verksmiðjunni, Lewis Stacey, framleiðslustjóri í Redditch verksmiðjunni, Helgi Anton Eiriksson, innkaupastjóri Coldwater Seafood (UK) Ltd, John van Blerkom, framkvæmdastjóri Redditch verksmiðjunnar, Jeff Crowther, framleiðslustjóri Coldwater Seafood (UK) Ltd og Agnar Friðriksson, forstjóri Coldwater Seafood (UK) Ltd. Þeir Nick og Agnar halda á tveimur af alls 42 framleiðsluvörum verksmiðjunnar í Redditch, sem allar eru kældir tilbúnir réttir. Hin nýja rekstrareining Coldwater Seafood, verksmiðja Fisher Foods í Redditch.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.