Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2003, Page 29

Ægir - 01.06.2003, Page 29
29 „Afnám lágmarksverðs á laxi veldur trúlega einhverjum titr- ingi á markaðinum vegna auk- innar samkeppni en það verður ekki lengi, segir Konrad Sekk- ingstad,“ markaðsstjóri hjá fyrir- tækinu Sekkingstad AS. Flestir norskir laxútflytjendur, sem Fiskaren hefur talað við, eru honum sammála. Verðlækkun í fyrstu „Ég held að menn séu viðbúnir svolítilli verðlækkun til að byrja með, þegar allir sem farið hafa eftir reglum fá aðgang að ESB- markaðinum,“ segir Sekkingstad. Hann telur að jafnvægi náist í verði í ágúst þegar búið verður að selja mikið af fiski, sem þurfti að slátra vegna þess að hann var orð- inn kynþroska. Sekkingstad vill selja einstök- um viðskiptavinum innan ESB meira, en hann býst ekki við því að markaðurinn breytist mikið þótt lágmarksverðið hverfi. „Verðið hefur verið lágt undan- farið og áhersla lögð á að finna nýjan markað. Það minnkar svo- lítið spennuna í Evrópu,“ segir Sekkingstad. Meira beint samband „Við erum ánægðir með afnám lágmarksverðs og teljum að það muni efla laxeldið. Neyslan í Evr- ópu hefur aukist mikið og það er ljós í myrkrinu,“ segir Oddvinn Sørhaug, sölustjóri hjá laxsölunni Sea Star í Austevoll. Sea Star, sem er í eigu Møgster- hópsins, selur lax um allan heim og Sørhaug býst við að svo verði áfram, þótt auðveldara verði að selja til Evrópulanda. Ein afleiðing þess að lágmarks- verð hverfur telur Sørhaug að verði ofurlítið minni sala til Dan- merkur og sölufyrirtæki í Oslo muni selja minna. „Ég held að það verði meira beint samband milli kaupendanna erlendis og Noregs,“ segir Sørhaug. Opin búð „Polaris Seafood hefur selt lítið af laxi til Evrópu á síðustu árum og þar á bæ eru menn líka ánægðir yfir því að lágmarksverðið hverfur. Okkur finnst gott að búðin skuli aft- ur vera opin og að við get- um stundað eðli- leg viðskipti á ný,“ seg- ir Runi Salomonsen hjá Polaris. Hann er líka á því að verðið lækki eitthvað við afnám lág- marksverðs vegna þess að kaup- endur geti þá þrýst á verðlækkun hjá fleiri seljendum, en það muni fljótlega jafna sig. E R L E N T www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Allar gerðir bindivéla Stál- og plastbönd Ánægja með frjálsa sölu á laxi

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.