Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2003, Qupperneq 30

Ægir - 01.06.2003, Qupperneq 30
30 F I S K V I N N S L A N Á síðustu mánuðum hefur verið nokkuð áberandi umræða um sterka stöðu íslensku krónunnar, sem hefur veikt stöðu útflutn- ingsgreinanna. Aðalsteinn Á. Baldursson segir að þrátt fyrir þetta merki hann ekki barlóm í stjórnendum sjávarútvegsfyrir- tækja. „Í þau rösku tuttugu ár sem ég hef komið nálægt verka- lýðsmálum hafa alltaf komið hæðir og lægðir í efnahagslífinu og rekstri fyrirtækja. Fyrir um tveimur árum var staðan mjög góð í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja og fiskvinnslan var að sýna góðan hagnað. Á síðustu mánuð- um hefur eitthvað hallað undan fæti vegna sterkrar stöðu krón- unnar. Þó tel ég mig merkja að- eins jákvæðara hljóð í mönnum á síðustu vikum. Bolfiskkvótinn hefur verið aukinn á þessu fisk- veiðiári og það mun ugglaust hafa jákvæð áhrif og virka sem vítamínsprauta inn í íslenskan sjávarútveg.“ Getur ekki gengið Aðalsteinn segir það hafa verið mjög áberandi í sumar að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafi lokað vinnslustöðvunum lengur en áður. Þetta hafi þýtt að starfs- menn hafi orðið fyrir verulegum tekjumissi. „Ég veit um fyrirtæki sem hafa lokað í allt að átta vikur og hjá starfsfólki þessara fyrir- tækja er um að ræða gríðarlega tekjuskerðingu. Þarna eru fyrir- tækin að spila á kerfið. Þau hafa nýtt sér ákvæði laga um uppsögn tekjutryggingarákvæða með fjög- urra vikna fyrirvara, sem þýðir að fólk hefur verið að fara á atvinnu- leysisbætur eftir sumarleyfi. At- vinnuleysisbæturnar eru mjög lágar og því verður fólk oft fyrir verulegu tekjutapi. Ég segi full- um fetum að ef fyrirtæki ætla að byggja á góðum kjarna starfs- fólks, þá getur þetta ekki gengið. Að mínu mati á það ekki við rök að styðjast að fólk vilji ekki vinna í fiski. Hins vegar eru þessar löngu sumarlokanir ekki til þess fallnar að auka áhuga fólks á að vinna þessi störf, því í raun þýðir þetta að starfsöryggi fólks í fisk- vinnslu sé verulega af skornum skammti,“ segir Aðalsteinn. Menn horfi á heildarmyndina Oft heyrist því fleygt að léleg laun í fiskvinnslu fæli fólk frá því að vinna í fiski. Þessu hefur hins vegar verið mótmælt opinberlega, t.d. kom fram hjá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, á aðalfundi félagsins sl. vor, að í frystihúsi Samherja á Dalvík séu meðallaun starfsfólks fyrir átta tíma dagvinnu um 160 þúsund krónur á mánuði. Aðalsteinn Árni orðar það svo Fiskvinnslufólk verður að njóta meira starfsöryggis - segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambandsins Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, sem jafnframt er formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands, seg- ir að starfsöryggi fiskvinnslufólks sé verulega af skornum skammti og það hafi komið nokkuð vel í ljós í sumar þegar mörg fiskvinnslufyrir- tæki hafi stöðvað vinnslu lengur en oft áður - jafnvel allt að tveimur mánuðum. Um næstu áramót renna út núgildandi kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði og telur Aðalsteinn Árni nokkuð ljóst að starfs- öryggismál fiskvinnslufólks verði eitt af stóru málunum sem þar koma til umræðu. Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.