Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 6

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Það var engu líkara en að tillögur Hafrannsóknastofnunar um 130 þúsund tonna hámarksafla í þorski á næsta fiskveiðiári hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Tillögurnar þurftu hins vegar ekki að koma nokkrum manni á óvart sem fylgst hefur með varnaðarorðum Hafró í mörg undanfarin ár en þó einkanlega á síðustu misserum. Ítrekað hafa vísindamenn á Hafrannsóknastofnuninni varað við því að alltof langt sé gengið í sókn í þorskinn, en á það hefur takmarkað verið hlustað. Staðreynd málsins er auðvitað sú að í fjöldamörg ár hafa stjórnmálamenn heimilað þorskveiðar langt umfram ráð- gjöf Hafró og til viðbótar hefur veiðin oftar en ekki farið langt framúr úthlutuðum heildarafla. Að öllu samanlögðu hefur því verið himinn og haf á milli tillagna Hafrannsóknastofnunar um þorskveiðar og þess afla sem hefur verið dreginn á land. Það er engu líkara en að menn hafi hugsað sem svo að þetta myndi bara reddast. Þegar svo við bætist að aðstæður í sjón- um hafa breyst verulega með hækkandi hitastigi hefur þorsk- urinn, að því er virðist, breytt sínu hegðunarmynstri. Það hafa mörg orð verið látin falla að undanförnu um vinnubrögð Hafró. Þegar svona aðstæður koma upp verða all- ir sérfræðingar og telja sig vita allt miklu betur en vísinda- menn. Þetta er gömul saga og ný. En þó er greinilegt að að mönnum hefur almennt brugðið við afgerandi tillögur fiski- fræðinga á Hafró um 130 þúsund hámarksafla í þorski á næsta fiskveiðiári og satt best að segja er tónninn nú annar í bæði hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum en áður. Margir hafa orðið til þess að taka undir varnaðarorð Hafró og sagt að ekki væri annað hægt en að taka mark á þeim. Það þarf hins vegar ekki að hafa um það mörg orð að nið- urskurður í þorskveiðiheimildum á næsta fiskveiðiári er graf- alvarlegt mál fyrir atvinnulífið í hinum dreifðu byggðum lands- ins og þó svo að mótvægisaðgerðir svokallaðar eigi að milda höggið er ljóst að þær koma aldrei í staðinn fyrir fiskvinnsl- una í þeim plássum sem byggt hafa að stórum hluta á þorsk- veiðum. Glögglega kemur fram í máli Björns Ævarrs Steinarssonar, sviðsstjóra veiðistjórnunarsviðs Hafró, í viðtali í þessu blaði að menn séu ekki bara að horfa á takmarkaða sókn í þorsk- inn á næsta ári. Hér þurfi markvisst uppbyggingarátak í allt að fimmtán ár til þess að koma hrygningarstofni þorsks aftur í viðunandi horf. Þetta segir allt sem segja þarf um alvöru málsins. Það er öllum ljóst að niðurskurður þorskaflaheimilda á næsta fiskveiðiári verður afar sársaukafullur. Atvinna margra, bæði sjómanna og landverkafólks, verður víða í uppnámi. Það tekur enginn ákvörðun um svo mikinn niðurskurð aflaheimilda að gamni sínu. Til þess liggja ríkar ástæður. Það getur eng- inn leyft sér að líta rétt framfyrir tærnar á sér í þessum efn- um. Það verður að horfa til framtíðar í nýtingu á þessari auð- lind. Menn geta ekki leyft sér að taka of mikla áhættu með þorskstofninn. Þar ber að gæta fyllstu varúðar. Of mikil sókn í þorskinn Sókn í þorskstofninn hefur um langan tíma verið of mikil. Oft hafa verið teknar pólitískar ákvarðanir um veiðar um- fram ráðgjöf Hafrannsóknastofunarinnar. Frá árinu 1995 hefur verið í gildi aflaregla við þorskveiðar, sem hefur verið breytt tvisvar á þeim tíma. Nú er miðað við að aflamark sé meðaltal af 25% af veiðistofninum í upphafi árs og afla- marki fyrra fiskveiðárs. Veiðar hafa hinsvegar verið nær 30% eða um 20% umfram það sem stefnt var að í byrjun. Við höfum um langan tíma hvatt stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að afli fari ekki yfir sett mörk en þess í stað hafa stjórnvöld ákveðið að stuðla að umframveiðum smá- báta. Til viðbótar umframveiðum smábáta hafa yfir 30% af aflaheimildum í þorski verði flutt frá aflamarksskipum til smábáta frá því að aflamarkskerfi var innleitt í botnfiskveið- um, sem hefur grafið undan ábyrgri fiskveiðistjórnun. Þá hefur Hafrannsóknastofnunin ofmetið þorskstofninn á þessu tímabili sem hefur einnig stuðlað að meiri veiði en stefnt var að. (Úr tillögum LÍÚ vegna ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar). Væri ekki farsælla að sleppa flottrollinu? Þið virðist láta átölulaust að veiða megnið af matnum sem þorskur og aðrir nytjastofnar þurfa til að fita sig nægilega fyrir velheppnaða framleiðslu hrogna og svilja og svo hrygn- inguna sjálfa. Þið virðist láta átölulausar flottrollsveiðar þar sem millj- ónir „hnífa” (ofurgirnið í möskvunum) skera allt sem á þeirra vegi er. Nú er flottrollið að veiða íslensk-norsku síld- ina og trollið kemur upp loðið af smáloðnu. Það sem hangir fast í trollinu sést en ekki það sem hefur skaðast til dauðs. Væri ekki farsælla að sleppa flottrollinu, nota nótina og hætta þannig að hræra í torfunum. Þið virðist láta átölulausa stöðuga offjölgun í hvalastofn- inum, samkeppnisaðila okkar í nýtingu auðlindarinnar. Tek- ur ekki ein hrefna 30 tonn á ári úr lífríki hafsins? Það væri kannski rétt að fara að verðlauna þá sem ná að drepa hval með samsvarandi fiskveiðiheimildum, innan ársins. 30 tonn fyrir eina hrefnu og samsvarandi fyrir aðrar hvalategundir. (Unnsteinn Guðmundsson, trillukarl, á í opnu bréfi til vísindamanna Hafró á vef Lands- sambands smábátaeigenda). U M M Æ L I Dimmir dagar

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.