Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 12
Nýjar tegundir á Íslandsmiðum Hringaháfur (Galeus melastomus) kom í botnvörpu Sturlaugs H. Bö›varssonar á Eldeyjarsvæ›inu (u.fl.b. 63°35’N, 23°30’V), fletta var 54 cm hrygna. Hringaháfur er fremur mjósleginn smávaxinn háfur, hængar geta or›i› um 75 cm, hrygnur 90 cm. Hausinn er tiltölulega flatur. Trjón- an lengri en hún er brei› og bogadreg- in fyrir endann. Kjaftur er nokku› stór. Tennur eru smáar. Bakuggar eru mjög stuttir og afturbeyg›ir. Raufaruggi langur, lengd hans meiri en fjarlæg›in milli róta fremri og aftari bakugga. Spor›ur er lang- ur og ne›ri fönin allhá og skar› í henni aftast. Efri spor›rönd er sagtennt. Sam- stæ›u uggarnir eru stórir. Hú›tennur eru smáar nema randtennur spor›sins. Rákin er greinileg og sveigist ni›ur á stirtlunni. Hringaháfur er me› hringlaga dökkbrúna flekki á baki og hli›um sem afmarka›ir eru a› mestu af ljósri rönd. Kvi›ur ljós- grár. Kjafthol er svart. Heimkynni hringaháfs eru Nor›aust- ur-Atlantshaf, nor›ur til Færeyja, nor›ur me› Noregi til firándheims, í Nor›ursjá, umhverfis Bretland og Írland, su›ur til Kanaríeyja og Madeira og su›ur til Sene- gal. Einnig finnst hann inn eftir öllu Mi›j- ar›arhafi. Hringaháfur er botnlægur og heldur sig einkum á ytri hluta landgrunnsins og efsta hluta landgrunnshallans á 200-1200 m d‡pi, en fer stundum grynnra, allt upp á 50 m d‡pi. Hann hrygnir allt ári›, en mest á vorin og sumrin. Hringaháfur g‡tur eggjum í pétursskipi, líkt og frændur hans gíslaháfur og jensensháfur, pétursskip hringaháfsins hafa fló enga festiflræ›i á hornunum. fiau eru allt a› 6 cm löng og 3 cm brei›. Hringaháfurinn g‡tur fleim ekki strax og flau eru fullmyndu›, heldur flroskast flau nokkurn tíma í hrygnunum og hafa allt a› 13 pétursskip fundist sam- tímis í einni hrygnu. Fæ›an er mest botnlægir hryggleys- ingjar svo sem krabbad‡r og smokkfiskar, en einnig smáir fiskar eins og t.d. laxsíld- ir. Nytsemi er lítil, hann vei›ist sem me›- afli t.d. vi› rækjuvei›ar í Mi›jar›arhafi og Portúgal og eru stærstu fiskarnir n‡ttir til manneldis. Maísíld (Alosa alosa) veiddist í botn- vörpu Arnars HU í október í Hvalbaks- halla (64°20’, 12°30’V), á 150-230 m d‡pi. fiessi fiskur var 54 cm langur, en maísíld getur or›i› 83 cm löng. Maísíld er fremur hávaxinn fiskur, hæ› vi› eyrugga meiri en nemur hauslengd. Efri skoltur me› skoru a› framan sem ne›ri skoltur leggst upp í. Tálknbogat- indar langir og fínger›ir og fjölmargir, alls 85-130 talsins. Tálknbogatindar eru lengri en tálknfanir. Hreistur stórgert en flunnt og kjalhreistur á kvi›i er tennt. Litur er skærblár á baki, gylltur á hli›um hauss og silfra›ur til hvítur á hli›um og kvi›i. Aft- an vi› tálknalok er dökkur blettur (stund- um enginn, stundum 2 e›a fleiri). Maís- íld líkist mjög augnasíld a› ytra útliti, en flær eru au›greindar frá hvorri annarri á lengd tálknbogatinda sem eru mun lengri á maísíldinni. Heimkynni maísíldar er í Austur-Atl- antshafi frá Bergen í nor›ri su›ur me› ströndum Evrópu og áfram allt su›ur til Máritaníu í Afríku. Einnig í vesturhluta Mi›jar›arhafs og hún hefur sést í vest- anver›u Eystrasalti. Maísíld er torfu- og göngufiskur sem heldur sig í strandsjó en gengur upp í stór- ar ár til hrygningar. Hún fer oft langt upp eftir stóránum, en gengur ekki í smærri ár. Hrygning er í maí og fiskarnir éta ekki me›an á hrygningargöngu stendur. Full- or›nu fiskarnir hverfa aftur til sjávar a› hrygningu lokinni, en sei›in a› hausti. Fæ›a er einkum ‡miskonar sviflæg krabbad‡r, en einnig smávaxnir fiskar og fisksei›i. Nytsemi. Maísíld er dálíti› veidd í ármynnum, en líkt og me› augnasíld flá hafa stofnar hennar minnka› mjög vegna mengunar og stíflugar›a. Eyjasurtla (Linophryne maderensis) veiddist í maí djúpt su›vestur af Reykja- nesi (u.fl.b. 62°30’N-27°30’V). Fiskurinn veiddist í flotvörpu Helgu Maríu AK og var 9,3 cm langur. Eyjasurtla er stuttvaxinn og smávax- inn fiskur, svartur á lit. Hrygnur eru me› vei›istöng á enni sem er 30,5-36 mm löng, kúlulaga› ljósfæri á enda vei›ist- angar er án flrá›a út frá endanum, en Sjaldgæfir fiskar á Íslandsmi›um 2006 Svo sem oft áður, þá bárust Hafrannsóknastofnuninni fjölmargir fiskar til greiningar á árinu 2006. Oftast var um að ræða sendingar með stökum fiskum, en einnig bárust sendingar með fjölmörgum fiskum, t.d. frá skipum á úthafskarfaveiðum. Á síðasta ári bárust slíkar stórsendingar frá togurunum Sturlaugi H. Böðvarssyni, Þerney, Örfirisey, Helgu Maríu og Venus. Er öllum þeim sjómönnum sem sendu inn fiska til greiningar eða höfðu samband og létu vita af forvitnilegum fundi færðar kærar þakkir fyrir ómakið. Á meðal þeirra fiska sem bárust voru þrjár tegundir sem ekki hafa fundist fyrr á íslensku hafsvæði og ein sem hafði einungis veiðst einu sinni áður. Um ýmsar aðrar tegundir sem hér eru færðar til bókar má segja að þekking á útbreiðslu við landið er takmörkuð og öll frekari vitneskja því kærkomin. Undanfarin ár hefur borið á því að hlýsjávartegundir eins og lýr og lýsingur sjást oftar við landið en áður og er fróðlegt að fá fréttir af slíkum fiskum. Höfundur grein- arinnar er Jón- björn Pálsson, sérfræ›ingur á Hafrannsókna- stofnuninni. Hringaháfur sem Sturlaugur H. Böðvarsson AK veiddi árið 2006. Eyjasurtla sem Helga María AK veiddi árið 2006. S J A L D G Æ F I R F I S K A R 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.