Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 17

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 17
17 Strákarnir á Narfa SU 68 voru ánægðir með góðan afla þegar tíðindamaður kíkti á bryggjunni á Stöðvarfirði. Afraksturinn eftir nokkurra klukkustunda línuróður var um sjö tonn, sem verður að teljast harla gott. „Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið alveg ágætlega á línunni í sumar. Það hefði þó mátt vera meiri kraftur í þessu í byrjun sumars, en svo lifnaði ágætlega yfir þessu þegar kom fram í júní. Það virðist vera töluvert af fiski ef farið er eilítið dýpra hérna út. Hér grynnra er hins vegar smá- fiskur og steinbítur. Við höf- um verið að sækja ríflega 20 mílur, í dag fórum við 25 míl- ur,“ segir Ari Sveinsson frá Fáskrúðsfirði sem var með Narfa í þessum róðri, en með honum um borð eru strákar frá Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og af Breiðdal. Ari segir að megnið af kvótanum sem Narfi fiski sé leigukvóti. „Þetta gengur með þessu móti, í það minnsta fáum við borgað. Síðan kem- ur væntanlega byggðakvóti hingað, sem ég reikna með að við og annar bátur komum til með að veiða. Þessi kvóti skiptir algjörlega sköpum fyrir okkur,“ segir Ari. Aflinn af Narfa í þessum túr fór að stærstum hluta á markað, en ýsan fór til vinnslu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. En hvernig skyldi nið- urskurður aflaheimilda í þorski leggjast í Ara? „Hann leggst auðvitað ekki vel í okkur. Við erum háðir leigu- kvóta og það verður vænt- anlega minna framboð af honum. Við verðum þá vænt- anlega að sækja í auknum mæli í aðrar tegundir. Að ein- hverju leyti ætti það að vera unnt,“ segir Ari. Gaman á sjónum Hann svarar því afdráttarlaust játandi að sjómennskan sé skemmtileg. „Já, þetta er gam- an. Sérstaklega þegar veður er gott eins og það var í nótt. Þá kvartar maður ekki. Tíð- arfarið hefur hins vegar verið einstaklega leiðinlegt í vetur – í raun alveg frá október og fram í maí.“ Ari segist hafa verið á sjón- um meira og minna síðan hann var fimmtán ára gamall. „Mig minnir að móðurbróður mínum hafi fundist að ég þyrfti að fá eitthvað að gera. Þá fór ég fyrst á sjóinn. Ég sé ekki eftir því. Þó svo að þetta virðist vera einhæft, þá er það ekki raunin. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt,“ segir Ari. Fiskurinn hefur nóg æti En hvaða álit hefur hann á skoðun fiskifræðinga um líf- ríkið í hafinu? Ari segist vera sammála þeim að sumu leyti. „En ég tel að þeir þyrftu að rannsaka þorskstofninn hérna fyrir austan mun betur en þeir eru að gera. Ég held að það sé ekki rétt að miða ráðgjöf- ina bara út frá togararalli. Ég held að ekki væri síður mark- tækt að fara út í einskonar línurall. Það getur vart gefið rétta niðurstöðu að miða ein- göngu við eina tegund af veiðiskap.“ Þó svo að svo vel veiðist á línuna segir Ari að það megi ekki rekja til þess að fiskinn vanti æti. Þvert á móti. „Það var bullandi æti þar sem við vorum að taka fiskinn. Vað- andi síld og fugl og hvalur út um allt. Ætli við höfum ekki séð átta eða níu hnúfubaka,“ segir Ari og bætir við að það verði stíft róið í allt sumar, en hins vegar verði klárlega tek- ið frá þá helgi sem Franskir dagar verði haldnir á Fá- skrúðsfirði dagana 27. til 29. júlí nk. Ari er raunar ekki Austfirð- ingur. Hann er fæddur og uppalinn á Patreksfirði, en bjó í fimmtán ár í Grindavík. En nú er hann sem sagt kom- inn austur. „Konan mín er frá Fáskrúðsfirði. Hún var búin að búa í átta ár með mér í Grindavík, en okkur langaði að flytja hingað austur. Við ætluðum að prófa að vera hér í eitt ár, en innan árs vorum við byrjuð að byggja á Fá- skrúðsfirði og hér höfum við verið í fimm ár og líkar vel,“ segir Ari Sveinsson. A U S T U R L A N D „Já, þetta er gaman. Sérstaklega þegar veður er gott eins og það var í nótt. Þá kvartar maður ekki,“ segir Ari Sveinsson. Narfi SU er gerður út frá Stöðvarfirði. Hafró fari í línurall - spjallað við Ara Sveinsson, trillusjómann á Fáskrúðsfirði

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.