Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2007, Side 19

Ægir - 01.06.2007, Side 19
19 Franskra skútusiglingamanna minnst á Fáskrúðsfirði Þeir sem leið eiga um Fáskrúðsfjörð ættu ekki að láta framhjá sér fara að koma við í bláu húsi að Búðavegi 8, sem oft er kallað Templara- húsið, og kíkka á sýninguna „Fransmenn á Íslandi” jafn- framt því að fá sér kaffi með frönsku ívafi og/eða fá hag- nýtar upplýsingar um hvað í boði sé fyrir ferðafólk á Fáskrúðsfirði. Eftir að Fáskrúðsfjarð- argöngin voru tekin í notkun er ekki nema nokkurra mín- útna akstur frá Reyðarfirði yfir í Fáskrúðsfjörð. Yfir sum- armánuðina er reyndar gam- an að fara lengri leiðina, veg- inn um Vattarnesskriður, og njóta stórbrotins útsýnis. Margt sem minnir á dvöl fransmanna En sem fyrr segir er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að staldra við á sýningunni „Fransmenn á Íslandi”, þar sem rakin er í máli og mynd- um saga frönsku skútusjóm- annanna á Íslandi, auk þess sem á sýningunni er að finna ýmsa muni sem tengjast Fransmönnum. Það er engin tilviljun að þetta safn um sögu franskra skútusjómanna er á Fáskrúðs- firði. Hvergi á landinu eru jafn miklar minjar um þennan tíma og einmitt þar. Á Fá- skrúðsfirði reistu Frakkar sjúkraskýli, sjúkrahús, konsúl- hús og kapellu Allar standa þessar byggingar enn þann dag í dag og segja sína sögu. Rétt fyrir utan bæinn, niður við sjóinn, er líka franskur kirkjugarður þar sem eru þekktar grafir 49 franskra og belgískra sjómanna. Fáskrúðsfirðingar áttu mik- il viðskipti við Fransmennina, seldu þeim prjónles, peysur, kjöt, mjólk og fl. og fengu greitt í rauðvíni, koníaki, biskví-kexi, kartöflum o.fl. Allt að 5000 fransmenn við Íslandsstrendur í einu Blómatími skútusjómanna hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914, á þeim árum voru hér við land allt að 5000 fransmenn að veiðum í einu. Skjalfestar heimildir eru raun- ar um að fransmenn hófu veiðar hér við Ísland árið 1616, en fyrir alvöru hófust þær milli 1820 og 1983. Um það leyti fóru að koma hing- að sjómenn frá Bretagne- skaga í Frakklandi. Blómatími veiða fransmanna stóð til 1914, sem fyrr segir, en þá dró verulega úr þeim vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri. Fransmennirnir komu til Íslands til þess að veiða þorsk og voru útilegur þeirra 6-7 mánuðir. Í allan þann tíma vissu ættingjar þeirra ekkert af þeim, hvort þeir voru lífs eða liðnir. Annars vegar voru þetta sjómenn frá Bretagne í Frakklandi og hins vegar svo- kallaðir flandrarar. Aflinn var saltaður um borð og síðan komu flutningaskip og tóku aflann. Ekki liggur fyrir af hverju Frakkarnir tóku svo miklu ástfóstri við Fáskrúðsfjörð og Fáskrúðsfirðinga. Þó er talið að þeir hafi fengið mjög góða þjónustu á Fáskrúðsfirði og annað hitt að skipalægi í firð- inum var mjög gott. Mest er vitað um 100-120 skútur inni á Fáskrúðsfirði og á hverri skútu voru 18-24 fransmenn. Franskir dagar 27.-29. júlí Tekist hefur að koma á ríkum tengslum við aðila í Frakk- landi, sem hefur skilað sér í því að Frakkar koma í aukn- um mæli í heimsókn til Fá- skrúðsfjarðar og kynna sér þessa merku sögu. Og oftar en ekki eru Frakkar gestir á „Frönskum dögum” á Fá- skrúðsfirði, árlegri bæjarhátíð sem í ár verður dagana 27.- 29. júlí nk. Franskar skútur á legunni fyrir utan Búðir í Fáskrúðsfirði. Þessi mynd er ein marga ljósmynda sem eru á sýningunni „Frans- menn á Íslandi”. Minnisvarði um franska skútusjómenn í franska kirkjugarðinum á Fáskrúðs- firði, en þar hvíla 49 franskir og belg- ískir skútusjómenn. Sýningin „Fransmenn á Íslandi” er í þessu húsi, Templarahúsinu, á Fáskrúðsfirði. A U S T U R L A N D

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.