Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 22
22 A U S T U R L A N D hafði ég það að leiðarljósi að fiska sem mest, á meðan kvóti var til. En eftir að ég tók við skipstjórn á Aðalsteini Jóns- syni, þar sem aflinn er frystur um borð, er allt kapp lagt á að gera sem mest verðmæti úr þeim afla sem kemur um borð.“ - Ertu harður skipstjóri? „Nei, mjög mildur. Ég er harðastur við sjálfan mig. Ég tel ekkert fengið með því að garga endalaust á mannskapinn um borð. Slíkt held ég að virki miklu frekar öfugt,“ segir Þorsteinn. Þó svo að Þorsteinn starfi í auknum mæli að daglegri stjórnun Eskju í landi, sem stjórnarformaður fyrirtækisins, er hann þó ekki alveg búinn að sleppa hendinni af skipstjórn Aðalsteins Jóns- sonar. „Sonur minn, Daði, er fyrsti stýri- maður og afleysingaskipstjóri. Ómar Sig- urðsson, sem hefur verið skipstjóri hjá okkur, leysir Daða síðan af ef ég er ekki um borð. En mér finnst mjög gott að fara einn og einn túr út á sjó og halda þannig tengslum við skipin og sjómennskuna.“ Á annað hundruð starfsmenn Samdráttur í þorskveiðum hefur að sögn Þorsteins mjög alvarleg áhrif á Eskifirði eins og í öðrum byggðarlögum þar sem þorskur er unninn í miklum mæli. Enda byggir landvinnsla Eskju á vinnslu þorsks og ýsu, en karfi, ufsi og aukategundir fara á markað. „Mikill samdráttur í þorsk- veiðum hefur mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Við höfum ekki lagst yfir það hvernig við getum nákvæmlega brugðist við þessu, en mér sýnist nokkuð ljóst að áhrifin verði alvarleg. Hátt gengi íslensku krónunnar hefur verið okkur erfitt og samdráttur í þorskveiðum í ofanálag ger- ir okkur róðurinn afar erfiðan. Það má ef til vill hugsa sér að auka ýsuvinnsluna á móti minnkandi þorskvinnslu, en málið er ekki svo einfalt. Það hefur verið mjög erfitt að fá ýsu og sú ýsa sem togarararn- ir hafa komið með hefur verið mjög smá og því erfið til vinnslu. Þetta er í sam- ræmi við þá skoðun fiskifræðinga að ýs- an í þessum sterku árgöngum verði held- ur smá.“ Á bilinu 40-50 manns eru í land- vinnslu Eskju á Eskifirði, en í það heila starfa á annað hundrað mans hjá fyr- irtækinu – á skipum þess, á skrifstofu og í bræðslunni. Í landvinnslu Eskju vinnur töluvert af erlendu vinnuafli, fyrst og fremst Pólverj- ar, sem margir hafa verið á staðnum í allt að áratug. Sumir Pólverjanna hafa sem sagt fest rætur á Eskifirði og fest kaup á húsnæði þar, en aðrir eru til skemmri dvalar og búa í verbúðum. „Það er einfaldlega mjög erfitt að fá íslenskt vinnuafl í fiskvinnslu, verkstjór- inn í bolfiskvinnslunni hefur sagt mér að það gerist vart lengur að við fáum um- Eskja er tvímælalaust burðarfyrirtæki á Eskifirði. Ljóst er að niðurskurður þorskveiðiheimilda mun koma harkalega niður á bolfiskvinnslu Eskju, sem byggir að langstærstum hluta á vinnslu á þorski.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.