Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 24
24
Sterk kvótastaða
Eskja hefur sterka kvótastöðu í uppsjáv-
artegundum og segir Þorsteinn að í ljósi
þess að norsk-íslenska síldin sé að sækja
í sig veðrið sé staðan nokkuð góð. „Við
keyptum Aðalstein Jónsson m.a. til þess
að nýta vel norsk-íslensku síldina og
frysta loðnu. Staðreyndin var sú að við
vorum ekki með nægilega góða tækni
hér í landi til þess að frysta loðnu og því
stóðum við frammi fyrir því að fjárfesta í
fullkomnu uppsjávarfrystihúsi í landi,
sem við áætluðum að myndi kosta allt
að sjö hundruð milljónir króna, eða að
fá öflugt skip þar sem unnt væri að frysta
aflann um borð. Við völdum að kaupa
skip. Það er ánægjulegt fyrir okkur að
búið er að gefa út byrjunarkvóta í loðnu
á haustvertíð upp á 205 þúsund tonn,
nokkuð sem hefur ekki verið gert und-
anfarin tvö ár. Þetta skiptir okkur miklu
máli.“
Þorsteinn telur að það hafi verið rétt
ákvörðun að kaupa Aðalstein Jónsson og
skipið hafi nýst vel. „Hins vegar vantaði
okkur verkefni fyrir það sl. haust vegna
þess að ekki voru þá leyfðar loðnuveiðar
og við höfum ekki aðgang að íslensku
síldinni. Horfurnar eru hins vegar betri
fyrir komandi haust ef loðna veiðist þá
og einnig hafa náðst samningar við
Norðmenn um veiðar á norsk-íslenskri
síld í þeirra lögsögu og þær veiðar get-
um við séð fyrir okkur í haust.“
Sveiflukennd afkoma
Þorsteinn segir að rekstur Eskju hafi
gengið nokkuð vel, „en auðvitað er mað-
ur með dálítinn hnút í maganum því
sveiflurnar eru miklar í íslenskum sjáv-
arútvegi og gengið hefur verið okkur
mjög andsnúið. Því miður ráðum við
engu um það. Við ráðum heldur engu
um vaxtastýringu Seðlabankans. Utanað-
komandi ráðstafanir eru okkur hvað erf-
iðastar.“
Þorsteinn viðurkennir að hafa hugann
við reksturinn því sem næst allan sól-
arhringinn. „Já, þegar ég er í landi byrja
ég á því að hringja um borð í skipin og
heyra hvernig gangi. Þetta er í raun eitt-
hvað sem ég vandist á þegar ég kom inn
í þessa fjölskyldu. Það var fastur liður hjá
Aðalsteini tengdaföður mínum að hringja
um borð í skipin og reyndar hringdi
hann svo oft um borð að stundum þótti
manni alveg nóg um! Hann fylgdist ein-
staklega vel með útgerðinni, sem er
kannski ekki skrítið því fyrirtæki eins og
Eskja byggir algjörlega á þeim afla sem
fæst úr sjónum. Afkoma þessa fyrirtækis
hefur verið mjög sveiflukennd í gegnum
tíðina, þegar vel hefur gengið í uppsjáv-
arveiðinni hefur reksturinn gengið vel og
svo öfugt. Bolfiskvinnslan í landi hefur
fyrst og fremst verið hugsuð til þess að
skapa vinnu fyrir landverkafólk hér á
staðnum, oft hefur hún verið rekin með
tapi, þó svo sé ekki nú.“
Vill efla fyrirtækið
En hvernig skyldi Þorsteinn sjá rekstur
Eskju þróast á næstu misserum og árum?
„Það er nú svo að það getur verið erfitt
að sjá hvað næsta vika ber í skauti sér,
hvað þá næstu ár. En vonandi getum við
eflt fyrirtækið enn frekar, í það minnsta
stendur hugur minn til þess. Ég vænti
þess að við getum farið að vinna upp-
sjávarfiskinn í auknum mæli í landi. Ef
norsk-íslenska síldin fer til dæmis að
færa sig á þær slóðir sem hún var í
gamla daga gætu opnast ýmsir mögu-
leikar á frekari vinnslu síldarinnar í landi.
Ég sé hins vegar ekki fyrir mér nýtt síld-
arævintýri, en engu að síður gæti vel
komið til aukin vinnsla á síldinni í landi,
t.d. síldarsöltun ef markaðir eru fyrir
hendi.“
Set spurningamerki við fiskifræðina
Fiskifræðingar hafa verið töluvert á milli
tannanna á mönnum í sjávarútvegi eftir
að þeir settu fram tillögur um 130 þús-
und tonna hámarksafla í þorski á næsta
fiskveiðiári. Þorsteinn segist setja ýmis
spurningamerki við fiskifræðina. „Mér
finnst að þessi fiskifræði hljóti að vera að
stórum hluta tómar tilgátur. Hjálmar Vil-
hjálmsson, sem nú er að hætta, er eini
fiskifræðingurinn sem ég þekki sem hef-
ur leitað upplýsinga hjá okkur skipstjórn-
endum um uppsjávarveiðarnar. Ég hef
ekki orðið var við aðra fiskifræðinga leita
álits hjá okkur í þeim efnum. Það er allt-
af talað um aukið samráð fiskifræðinga
og skipstjórnenda, en það eru bara orðin
tóm,“ segir Þorsteinn Kristjánsson.
„Ég tel ekkert fengið með því að garga endalaust á mannskapinn um borð. Slíkt held ég að virki miklu frekar
öfugt,“ segir Þorsteinn.
A U S T U R L A N D