Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.2007, Blaðsíða 26
26 S J Ó M Æ L I N G A R Maðurinn hefur um árþúsund- ir siglt um hafið en það eru aðeins 200 – 300 ár síðan farið var að dýptarmæla og kortleggja hafsbotninn á kerf- isbundin hátt. Talið er að far- menn hafi þegar fyrir um 5000 árum siglt frá Kína til Indlands og Arabíu. Sömuleið- is er talið að siglingar á Mið- jarðarhafi hafi um líkt leyti verið orðnar algengar. Sjó- menn þessa tíma hafa vafalít- ið búið yfir einhvers konar útbúnaði eða áhaldi til þess að mæla dýpi á siglingu nærri landi. Fullvíst er talið að not- aður hafi verið samskonar búnaður þá og sjófarendur hafa notað síðan; lóð og lína. Forn-Grikkir veltu vöngum Heimspekingar Forn-Grikkja veltu veröldinni fyrir sér og skýrðu hin aðskiljanlegustu fyrirbæri náttúrunnar eða gerðu tilraunir til þess í kos- mólógíu sinni. Aristóteles (384-322 f. Kr.) var einn þeirra. Hann gaf ekkert fyrir tilgátur fyrri hugsuða um að hafið væri sviti jarðarinnar, heldur áttaði hann sig á hringrás vatns, samhengi uppgufunar og regns. Hann komst ekki að nákvæmri nið- urstöðu um hvað það væri sem ylli seltu hafsins en áleit það vera efni af einhverju tagi. Aristótelesi hefur verið eignuð haffræðin, þ.e. hann hefur, vegna margvíslegra skrifa sinna um eðli hafsins og lífið í því, verið titlaður faðir haffræðinnar. Framan af sögunni fengust heimspekingar og fræðimenn aðallega við tilraunir til að skýra bylgjuhreyfingar sjávar, öldur og sjávarföll en einnig strauma. Þá var dýpi sjávar að einhverju leyti viðfangsefni. Posidoníos (135-50 f. kr.), einn grísku heimspekinganna, skrifaði um hafið. Ritið er glatað en um tilvist þess vitna aðrir höfundar. Posidoníos er talinn upphafsmaður dýpt- armælinga á djúpsævi. Hann greinir frá því að mesta dýpi sem mælt hafi verið á nokkru hafsvæði sé um 1000 faðmar í Sardiníudjúpi í Miðjarðarhafi. Stjörnufræðingurinn Sel- eucus frá Babylon (u.þ.b 150 f. Kr.) rannsakaði sjávarföll í Persaflóa. Með rannsóknum sínum virðist hann hafa öðl- ast góðan skilning á falla- hreyfingum sjávar þar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að tunglið væri orsakaþáttur. Posi doníos athugaði einnig sjávarföll. Hann fann út að smástreymi og stórstreymi tengdust gangi tunglsins. Þannig safnaðist smám saman í þekkingarsarpinn er tímar liðu. Pliny eldri (23-79 e. Kr.) gerði stöðu þekkingar á heim- inum og náttúru hans skil í hinu mikla verki sínu og al- fræðiriti Naturalis Historia. Í 1400 ár eftir það virðist þekk- ing í haffræði hafa staðið í stað eða allt til endurreisn- artímans á 15 öld. Á tímum landafundanna í lok 15. aldar og byrjun þeirr- ar 16. stórjukust siglingar og vitneskja um heimshöfin margfaldaðist. Margir fræki- legir leiðangrar voru farnir og með leiðöngrum James Cook 1772-1775 náðist mikilvægur áfangi í könnun hafsins, þeg- ar hann sigldi umhverfis Suð- urskautslandið. Að því loknu mátti telja að heimshöfin sjö væru þekkt í meginatriðum. Upphaf skipulegra sjómælinga í byrjun 19. aldar Dýpi hafsins var að mestu ókannað fram á miðja 19. öld ef frá er talið grunnsævi á nokkrum stöðum og fyrstu sjókortin voru lítið annað en teikningar með torkennilegar útlínur landa. Dýptartölur og jafndýptarlínur voru ekki á þessum fyrstu kortum en fóru að sjást á sjókortum seint á 16. öld. Skipulegar sjómæl- ingar hófust ekki í neinum verulegum mæli fyrr en undir lok 18. aldar og í byrjun þeirrar nítjándu. En þá varð vakning í sjómælingum og sjókortagerð meðal margra þjóða. Nokkrar fyrstu sjómæl- ingastofnanirnar voru stofn- settar á síðustu áratugum 18. aldar s.s. í Danmörku (1784) og Bretlandi (1795). Hreyfing í átt að samstarfi milli ríkja á sviði sjómælinga varð fyrst á alþjóðlegri ráð- stefnu um siglingamál sem haldin var í Washington árið 1899. Á ráðstefnu í London árið 1919, sem á voru fulltrú- ar 24 þjóða, var ákveðið að koma á formlegu samstarfi. Ákvörðunin leiddi til þess að Alþjóðasjómælingaskrifstof- unni (International Hydrog- raphic Bureau, IHB) var kom- ið á fót í Mónakó árið 1921 með aðild 19 ríkja. Ísland varð aðili árið 1957. Árið 1970 var skipulagi Al- þjóðasjómælingaskrifstofunn- ar breytt. Þá tók gildi alþjóð- legur sáttmáli um sjómælingar (Convention on the Inter- national Hydrographic Org- anization). Í sáttmála um Alþjóðasjó- mælingastofnunina (IHO) er Blint í sjóinn - sitthvað um könnun hafsins, sjómælingar og sjókortagerð Árni Þór Vésteinsson. Höfundur er deildarstjóri kortadeildar sjómælinga- sviðs Landhelgisgæslu Íslands. Greinin, sem byggir á meistaraprófsrit- gerð höfundar, er tekin saman í tilefni af Alþjóð- lega sjómælingadeginum 21. júní 2007. Landgrunn Íslands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.