Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2007, Side 30

Ægir - 01.06.2007, Side 30
30 Tillögur Hafrannsókna- stofnunar að samdrætti í þorskafla jafngildir því að 20 frystihús leggi upp laupana. Öll spjót hafa staðið á Haf- rannsóknastofnun vegna þessa undanfarnar vikur og þeir eru ófáir fundirnir sem talsmenn hennar hafa átt með hagsmunaaðilum í sjávarút- vegi og þingflokkum og – nefndum vegna málsins. Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðistjórnunarsviðs Hafrannsóknastofnunar, hefur varið drjúgum tíma í að svara fyrir ráðgjöfina og í viðtali við Ægi segir hann að ef farið verði að ráðum fiskifræðinga þá geti það tekið allt að 15 ár að byggja upp þorskstofninn. Það sé hægt innan núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis ef vilji sé fyrir hendi og menn treysti sér til að taka slaginn. Í upphafi spjallsins var Björn Ævarr beðinn um að rekja í stuttu máli helstu forsendur veiðiráðgjafarinnar. „Forsendur ráðgjafarinnar eru m.a. þær að inn í stofninn eru að koma lélegir árgangar frá árunum 2001 til 2006. Að jafnaði eru þetta 117 milljónir þriggja ára nýliða sem geta ekki gefið af sér meira en 160 til 170 þúsund tonn. Við þekkjum stærð þessara ár- ganga, sem eru að koma inn í veiðina og munu bera hana uppi fram til ársins 2011. Í raun er þetta einfalt reikn- ingsdæmi. Hver nýliði gefur af sér um 1,5 kíló miðað við þann vöxt sem er á þorsk- inum í dag. Ástand hrygning- arstofnsins nú er með þeim hætti að hann getur aðeins gefið af sér um helming þeirr- ar nýliðunar sem hann gæti að hámarki náð miðað við að allt væri í góðu lagi. Við met- um hrygningarstofninn vera nálægt 180 þúsund tonnum að stærð og veiðistofninn, eða viðmiðunarstofninn, sem er fiskur fjögurra ára og eldri í þyngd og aflareglan er reiknuð út frá, metinn verða um 570 þúsund tonn í árs- byrjun 2008. Það er eftir að hinn lélegi árgangur frá 2004 kemur inn í veiðina. Staðan þá er einfaldlega sú að veiði- stofn þorsks verður í sögu- legu lágmarki. Þetta eru í stuttu máli forsendurnar fyrir ráðgjöf okkar nú og því til viðbótar má nefna að ef hald- ið verður í óbreytta aflareglu þá eru verulegar líkur á að þorskstofninn fari niður fyrir sögulegt lágmark. Aflareglan er nú 25% og miðað við stærð viðmiðunarstofnsins nú í árs- byrjun og aflamark yfirstand- andi kvótaárs þá væri hún ávísun á 178 þúsund tonna þorskkvóta. Miðað við að stærð þorsk- stofnsins í ársbyrjun 2008 sé 570 þúsund tonn þá væri 178 þúsund tonna kvóti jafngildi þess að verið væri að veiða 31% úr stofninum. Það er langt umfram það sem menn hafa stefnt að með núverandi nýtingarstefnu. Við lögðum því til að veiðihlutfallið á næsta kvótaári yrði lækkað í 20% og það er í raun í sam- ræmi við ráðgjöf okkar und- anfarin ár. Einnig er með því tekið undir álit aflareglu- nefndar sem taldi að hag- kvæmasta veiðihlutfallið væri 22% og að teknu tilliti til þess að tíðni ofmats á stofninum er mun meira en vanmats þá væri eðlilegast að hafa þetta hlutfall 20%. Það er að segja á meðan ekki væri búið að finna skýringar á því hvers vegna ofmat væri algengara en vanmat. Síðan leggjum við ennfremur til að ekki verði tekið tillit til aflamarks á yf- irstandandi kvótaári, heldur verði einfaldlega miðað við 20% af stofnstærðinni eins og hún var metin í byrjun þessa árs. Ef menn fara þessa leið og ákveða þorskkvóta upp á 130 þúsund tonn, þá eru góð- ar líkur á að hægt verði að halda í horfinu hvað varðar veiðistofninn og að einhverjar líkur séu á því að hrygning- arstofninn vaxi. Þetta þýðir í raun að menn geta heldur ekki búist við meiri afla næstu fjögur árin en af þessari stærðargráðu. Það eina, sem gæti orðið til Þ O R S K S T O F N I N N Það getur tekið allt að 15 ár að byggja þorskstofninn upp - rætt við Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóra veiðistjórnunarsviðs Hafrannsóknastofnunar, um ráðgjöf stofnunarinnar vegna þorskkvóta næsta fiskveiðiárs Um fátt hefur verið meira rætt í íslenskum sjávarútvegi upp á síðkastið en ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar varðandi þorskkvóta næsta fiskveiðiárs. Sem kunnugt er lagði stofnunin til 130 þúsund tonna þorskkvóta og það er því óhætt að fullyrða að hafi einhverj- ar af fyrri ástandsskýrslum stofnunarinnar verið taldar svartar þá standa menn nú frammi fyrir einhverju því mesta svartnætti sem yfir sjávarútveginn hefur dunið. Við höfum einfaldlega verið að veiða of mikið undanfarin ár og um 50% af þorskinum eru veidd áður en fiskurinn nær kynþroska. Eins og við stöndum að þessu þá get ég fullyrt að ís- lenska togararallið er með minnstu skekkju sem þekk- ist alls staðar þar sem slíkar mælingar eru gerðar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.