Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 34

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 34
34 reyndar afladagbækurnar meira til hliðsjónar við stofn- matið fyrir nokkrum árum eða í kringum 1998 en þá of- mátum við þorskstofninn um 20-30%. Helming þess ofmats mátti rekja beint til þess að við notuðum afladagbækurn- ar. Aðalvandinn við afladag- bækurnar er sá að það hafa orðið miklar framfarir í veiði- tækni og það skekkir sam- anburðinn. Sömuleiðis hefur stýring útgerðarfyrirtækjanna á sókn skipanna í einstakar tegundir orðið til þess að afla- dagbækurnar gefa ekki sömu mynd og þær gerðu fyrir ein- hverjum árum. Markaðs- aðstæður hafa einnig sitt að segja. Skipstjórar sumra skipa forðast t.d. að veiða þorsk á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum en sækja síðan í hann á sunnudögum vegna þess að aflinn á að fara ferskur í gáma til útflutnings á erlenda markaði á mánu- dagsmorgni. Þegar öllu er á botninn hvolft má segja að það sé ekki alveg sanngjarnt að halda því fram að við not- um ekki afladagbækurnar, þótt við séum hættir að nota þær við stofnmatið. Ég get nefnt til dæmis að við rýnum í þessi gögn þegar fréttir be- rast af góðri veiði eins og gerðist t.d. á vertíðinni í vor. Því hefur verið haldið fram að það sé hrópandi ósam- ræmi á milli okkar ráðgjafar og þess sem er að gerast í sjónum. Aflahrotan í vor sé gott dæmi um það. Málið er hins vegar ekki svo einfalt og menn virðast vera fljótir að gleyma. Samkvæmt okkar mælingum er vertíðarþorsk- urinn, stofn þorsks sem er sjö ára og eldri, sem var að vei- ðast í aflahrotunni á vertíð- inni í vor, helmingi stærri en hann var árið 2003. Það breytir því hins vegar ekki að það er að koma inn lélegur árgangur og mun leiða til lækkunar á nýjan leik. Sjó- menn segja einnig að það vanti stærsta þorskinn inn í veiðina. Um það erum við sammála og ég fæ ekki betur séð en að það sé algjört sam- ræmi í okkar mælingum og því sem sjómenn voru að upplifa í vor. Við erum hins vegar að byggja ráðgjöfina á stærð uppvaxandi árganga og við horfum líka til afla á sóknareiningu fyrstu fjóra mánuði ársins. Bæði troll og dragnót sýna minni afla á sóknareiningu í ár en á sama tíma í fyrra. Hlutfallið er nokkuð svipað hvað varðar línuveiðarnar og veiði í net hefur vaxið. Allt þetta er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að segja.“ Viljum lengja veiðibann á hrygningartímanum -Hvað með þá fullyrðingu, sem heyrst hefur, að ekki sé nægjanlegt tillit tekið til þess að þorskstofninn sé samsettur úr mörgum stofnum eða stofnbrotum. Er þörf á að rannsaka þetta betur og taka tillit til þess við veiðiráðgjöf- ina? „Þetta hefur lengi verið vit- að. Það nægir að benda á bók Bjarna Sæmundssonar frá því í byrjun síðustu aldar í því sambandi. Hann segir að meginhrygningin fari fram hér suðvestanlands en síðan fari fram hrygning inni á fjörðum víðs vegar við landið. Nýlegar rannsóknir staðfesta þetta og spurningin er sú hvort hægt sé að stjórna veiðunum til samræmis við þessa vitneskju. Við erum með bann við veið- um á hrygningartíma þorsks- ins og við hjá Hafrannsókna- stofnun vildum gjarnan sjá að það bann yrði lengt frá því sem nú er. Þetta er e.t.v. besta leiðin til að vernda þessi stofnbrot þorsksins. Vandinn er sá að þessi þorsk- ur er aðeins staðbundinn á hrygningartímanum en síðan dreifist hann um fæðuslóðina. Reyndar má segja að þorsk- urinn fyrir sunnan land fari ekki svo mikið norður eftir og þorskurinn fyrir norðan sækir minna suður en í gróf- um dráttum má segja að þetta hrærist allt saman á veiðislóð- inni. Því er mjög erfitt að stýra veiðunum þannig að þær beinist að ákveðnum stofnhlutum. Besta leiðin til að draga úr skaðlegum áhrif- um í þessu sambandi er sú sem Jakob Jakobsson, fyrrver- andi forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, benti oft á og felst í því að halda sókninni lágri og nýta fiskstofnana með lág- um fiskveiðidánarstuðli. Mið- að við núverandi þekkingu er ekki hægt að stjórna sókninni í einstaka stofnhluta nema þá í skamman tíma á hverju ári. Það væri hægt þegar þorsk- urinn kemur inn á firðina til hrygningar en hver vill það? Það er mjög auðvelt að veiða stórþorskinn þegar hann þétt- ir sig í hrygningu inni á fjörð- um, t.d. með dagnót, og hreinsa umræddan stofn eða stofnbrot upp.“ Mikilvægt að móta stefnu til langs tíma - Annað, sem nefnt hefur verið upp á síðkastið, er að réttast sé að stjórna þorskveið- unum með jafnstöðuafla til lengri tíma í senn, t.d. til fimm ára. Er það raunhæf leið að þínu mati? „Í raun erum við að segja að við þekkjum árgangana Þ O R S K S T O F N I N N Bæði troll og dragnót sýna minni afla á sóknareiningu í ár en á sama tíma í fyrra. Hlutfallið er nokkuð svipað hvað varðar línuveiðarnar og veiði í net hefur vaxið. Allt þetta er í fullu samræmi við það sem við höfum verið að segja. Við viljum ná hrygningarstofninum upp í yfir 300 þúsund tonn og aldurssamsetningin í stofninum þarf að vera rétt. Við gætum hugsanlega náð þessu takmarki á árabilinu 2012 til 2015 ef farið verður eftir ráðgjöf okkar og um- hverfisskilyrði verða ekki þeim mun óhagstæðari. Við sjáum enga annmarka á því að hægt sé að byggja upp þorskstofninn innan núgildandi kerfis með því að tak- marka aflann. Við höfum bent á að það hefur ekki verið farið eftir ráðgjöf okkar. Til þess þarf bara vilja. Björn Ævarr Steinarsson segir að það hafi einfaldlega verið veitt alltof mikið úr þorskstofninum í mörg undanfarin ár og því standi menn nú frammi fyrir þessari erfiðu stöðu.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.