Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 36

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 36
36 Saltfiskverkun hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Slík verkun byggðist áður á einfaldri stæðusöltun en nýir ferlar við verkun hefur skilað framleiðendum allt að því 15% aukningu í heildarnýt- ingu. Öflug samvinna rann- sóknastofnana og fyrirtækja sem studd hefur verið af inn- lendum (AVS rannsóknasjóður og Rannís) og erlendum rann- sóknasjóðum hefur verið mik- ilvægur þáttur í þessari þróun. Þessi þekking sem skapast hefur í þróunarverkefnum hefur skilað bættri afkomu við saltfiskverkun og stuðlað að góðri markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörk- uðum. Það var aldamótaárið 1800 sem Íslendingar sendu í fyrsta skipti út saltfiskfarm á eigin vegum. Upp frá því jókst salt- fiskverkun Íslendinga smátt og smátt og í upphafi 21. ald- arinnar er saltfiskur ennþá mikilvæg útflutningsvara þó að nýjar og breyttar geymslu- aðferðir hafi litið dagsins ljós í millitíðinni. Í því sambandi má nefna að heildarverðmæti saltfisks var 17,3 milljarðar eða um 16,5% af heildarút- flutningsverðmæti sjávaraf- urða árið 2006. Blautverkaður saltfiskur úr þorski skilaði mestu útflutningsverðmæti, sem nam 11,4 milljörðum króna. Framleiðsluverðmæti saltaðra og hertra afurða jókst um 17,5% og magn um 1,4%. Söltun til að tryggja geymsluþol Tilgangur söltunar er að lækka vatnsvirkni, viðbætt saltið bindur vatn í vöðvanum og kemur í veg fyrir að örver- ur fjölgi sér. Við söltun hægist á ensímstarfsemi í fiskholdinu og geymsluþol lengist. Í hefð- bundinni saltfiskverkun verð- ur lækkun á vatnsvirkni bæði vegna vatnstaps úr fiskvöðva og saltmettun þess vatns sem eftir er í lokaafurð. Við fram- leiðslu á fullverkuðum salt- fiski breytist vatnsvirkni fisk- sins úr 0,98 fyrir ferskan fisk í 0,76 fyrir fullverkaðan fisk. Vatnsinnihald fer úr 80-82% í 53-58% en salt úr 0,3% í 18- 22%. Eftirsóttar breytingar á bragði og áferð fiskvöðvans eiga sér stað og gera útvatn- aða neysluvöru frábrugðna ferskum fiski. Þróun söltunar- aðferða hefur miðað að því að bæta stýringu á efnis- og eðlisbreytingum í fiskholdi við verkun en á sama tíma viðhalda verkunareinkennum. Salt mikilvægt við verkun saltfisks Hráefnið er bolfiskur, sem er ýmist flattur eða flakaður. Breytileiki hráefnis eftir árs- tímum, s.s. stærð fisks, los, holdastuðull, vatnsinnihald og vatnsheldni, eru mikilvæg- ir þættir sem er nauðsynlegt að þekkja til að geta fullmót- að vinnslu- og verkunarferil saltfisks. Hráefnismeðferð, veiðitækni, geymslutækni og aldur hráefnis hafa einnig mikil áhrif á framleiðslu salt- fisks og samtímis á val verk- unarferla. Efnis- og eðliseig- inleikar vöðvans ráða miklu um hvernig til tekst að fá fram rétt verkunareinkenni og eins stöðugleika afurðarinnar frá framleiðslu og á disk neyt- andans. Salt er mikilvægur þáttur við verkun saltfisks en það getur verið breytilegt að gæð- um og efnasamsetningu eftir uppruna og meðhöndlun. Kalsíum (Ca) og magnesíum (Mg) hafa áhrif á lit, bragð, áferð og hversu þétt yfirborð vöðvans er. Ef styrkur þessara efna er of mikill hafa þau nei- kvæð áhrif á gæði og nýtingu og geta jafnvel valdið vansölt- un. Mikilvægt er að skoða efnasamsetningu salts í sam- hengi við steinefni í vatni sem notað er til pækilgerðar en það getur verið mismunandi eftir staðsetningu á landinu. Óhreinindi og mengun í salti, s.s. málmarnir járn og kopar geta valdið göllum, t.d. mynd- un á gulum blæ á afurðum. Hafa ber í huga að kopar get- ur einnig komið úr umhverfi og tækjabúnaði og mikilvægt er að fylgjast vel með sam- setningu búnaðar við end- urnýjum tækja. Saltkærir gerl- ar sem finnast í salti eða roðagerlar geta vaxið í full- S A L T F I S K U R Nýjar aðferðir í saltfiskverkun efla markaðsstöðu erlendis Léttsöltuð þorskflök.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.