Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 37

Ægir - 01.06.2007, Qupperneq 37
37 söltuðum afurðum og valdið skemmdum ef ekki er hugað nægilega vel að hitastigi við geymslu og flutningi. Tryggja þarf að hitastig sé undir 7°C en viðmiðið er að halda hita- stigi í 0°C . Mismunandi verkunaraðferð Verkun saltfisks skiptist í vinnslu- og verkunarþrep. Margar mismunandi leiðir eru til að verka saltfisk. Í gegnum árin hafa verkunaraðferðir breyst, frá því að vera ein- göngu stæðusöltun yfir í mis- munandi verkunarþrep. Eftir vinnslu má almennt segja að verkunin skiptist í forsöltun (sprautun og pæklun), þurr- söltun og geymslu eða um- stöflun. Markmiðið með forsöltun er að fá fram sem mesta salt- upptöku á sem skemmstum tíma og ná betri stýringu á dreifingu vatns og salts í vöðvanum. Þær verkunar- aðferðir sem eru notaðar, eru sprautusöltun og/eða pæklun. Áður fyrr var forsaltað með pækilsöltun eða eingöngu í stæður, svipað og við þurr- söltun (Mynd 1), en sú aðferð hefur nánast lagst af á Íslandi. Pækilsöltun er elsta verk- unaraðferðin fyrir utan þurr- söltun. Fiskurinn er kafsalt- aður í lokuð ker. Vegna salt- styrks utan holdsins streymir vökvi úr fiskinum og myndar mettaðan saltpækil. Eftir 1-2 daga er pækillinn orðinn það mikill að fiskurinn flýtur. Al- gengt er að pækilsöltun taki 3-5 daga. Þá hefur fiskholdið náð um 2/3 af saltmagni full- verkaðs saltfisks. Kostir eru lítil saltnotkun, örveruvöxtur er stöðvaður mjög snemma og nýting er góð. Gallar eru meðal annars hætta á ójafnri söltun og vansöltunarblettum. Pæklun er algengasta for- söltunaraðferðin í dag. Við pæklun er fiskurinn lagður í saltpækil af ákveðnum styrk- leika. Pækillinn er venjulega á bilinu 14-21% en 18% er al- gengasti styrkleikinn. Í pæk- ilinn eru stundum sett bæti- efni til að bæta vatnsheldni og blæ afurðar og samtímis fæst betri gæðaflokkun afurða og einnig betri verkunarnýt- ing. Fullmettaður pækill er 26% í saltstyrk og pæklunar- tíminn er oftast á bilinu 1-2 sólarhringar. Eftir pæklun er saltinnihaldið komið í um 10% og vatnið niður í um 75%. Kostir eru jöfn saltdreif- ing vegna þess að hver fiskur er umlukinn pækli. Aðferðin er mildari en pækilsöltunin þar sem sjaldan er notaður fullmettaður pækill. Sprautusöltun er nýleg aðferð til söltunar. Sprautunin fer fram í sprautusöltunarvél. Flökum eða flöttum fiski er rennt eftir færibandi og er grönnum nálum stungið inn í fiskholdið. Pækli af ákveðn- um styrkleika er sprautað inn í holdið. Hingað til hefur ver- ið algengt að nota frekar mettaðan pækil, 20-24%. Að- ferðin er fljótleg og eykur nýtingu að því gefnu að ekki sé notaður of mikill þrýsting- ur við sprautun og þyngd- araukningu stillt í hóf Gallar eru að stungið er gat á holdið sem getur leitt til aukins vökvataps við þrýsting og gæðarýrnunar. Eins er hætta á örverumengun og er hrein- læti því mjög mikilvægt. Eftir sprautusöltun er fiskurinn pæklaður í saltpækli með 12- 22% saltstyrk í 1-2 daga. Annað stig saltfiskverk- unar er þurrsöltun eða stæðusöltun (umsöltun) þar sem fiskurinn er saltaður í opin ker eða stæður með miklu salti. Meginmarkmiðið með umsöltuninni er að ljúka saltupptöku og vatnstapi og að fá meiri verkun í fiskinn (bragð, áferð, stinning holds, þykktarjöfnun). Við verk- unina leitar vatnið enn frekar út úr fiskinum og saltið inn. Saltinnihald fer upp í um 20- 22% og vatn minnkar í um 53-58%. Fiski er staflað í ker. Salti er stráð milli laga þannig að fiskurinn er umlukinn salti og snertir ekki annan fisk. Kerin eru með götum þannig að umframvökvi lekur burtu. Algengt er að láta fiskinn vera í kerum 10 – 12 daga. Ef um mikið magn er að ræða er oft umstaflað meðan á verk- uninni stendur. Þá eru efstu flökin sett neðst og svo fram- vegis. Þetta tryggir jafnari verkun afurða, sem vegna mismunandi fargs myndu misverkast að öðrum kosti, þ.e. meiri vökvi lekur úr neðstu flökunum vegna pressunar. Hætta er á vansölt- unarblettum ef óvarlega er farið við söltun. Eftir söltun er fiskinum pakkað og honum komið fyr- ir í geymslu. Í geymslunni halda breytingar á bragði fisk- sins áfram. Mikilvægt er að stýra bæði hita- og rakastigi við geymslu til að koma í veg fyrir vöxt roðagerla og til að tryggja stöðugleika í þyngd. Ef loftraki er of lágur má bú- ast við rýrnun þar sem vatns- innihald í afurðum leitast við að vera í jafnvægi við rakstig í lofti. Æskilegt er að afurðin geymist eftir verkun við sem næst 76% loftraka til að varð- veita alla æskilega eiginleika sem kaupendur hafa beðið um. Fyrir neyslu fer fram út- vötnun þar sem fiskurinn tek- ur upp vatn en salt leysist upp út í vatnið. Breytur sem þarf að huga að við útvötnun eru hlutfall vatns á móti fiski, vatnsskipti, útvötnunartími og hitastig. Nýting og gæði Nýting og gæði afurða eru mikilvægir þættir m.t.t. af- komu saltfiskverkenda og markaðsstöðu. Skipta þarf nýtingarhugtökunum upp í a.m.k. vinnslu-, verkunar- og pökkunarnýtingu og skoða aðskilda hluta verkunarferils- ins til að ná hámarks árangri (Mynd 2). Vinnslunýting (ηvi) Nær S A L T F I S K U R Mynd 1. Yfirlit yfir helstu verkunaraðferðirnar, verkunarferlar hafa þróast frá því að vera eingöngu stæðusöltun (og umstöflun) yfir í að vera samsettur ferill af mis- munandi söltunarþrepum. Mynd 2. Framleiðsluferill saltfisks og sést hvar nýtingarhugtökin koma inn í ferlið.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.