Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 4
4 Yfirlýsingin vekur athygli „Ég hef orðið var við að þessi yfirlýsing hefur vakið töluverða athygli. Ég hef fengið talsverð viðbrögð frá Noregi og sömu- leiðis hefur þetta verið kynnt á vettvangi FAO. Viðbrögðin hafa nær eingöngu verið mjög jákvæð. Síðan verður að koma í ljós hvaða áhrif hún kann að hafa í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða,“ segir Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands, um yfirlýs- ingu um ábyrgar fiskveiðar við Ísland sem hann undirritaði 7. ágúst sl. auk sjávarútvegsráðherra, fiskistofustjóra og for- stjóra Hafrannsóknastofnunarinnar. Ákvörðunin um kvótaniðurskurðinn „Það er alveg ljóst í mínum huga að hefði ég farið 150 þúsund tonna leiðina hefði ég jafnframt orðið að greina frá því að miðað við forsend- ur og þær upplýsingar sem við hefðum tiltækar, væru allar líkur á því að á fisk- veiðárinu 2008 til 2009 yrði að koma til enn meiri skerð- ingar. Slíka ákvörðun hefði orðið erfitt að verja og hún hefði haft lamandi áhrif á sjávarútveginn,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í ítarlegu viðtali við Ægi þar sem hann ræðir vítt og breitt um þá ákvörðun að skera niður þorskkvóta fiskveiðiársins 2007-2008 um sem næst þriðjung. Mikið högg en fjölmörg sóknarfæri „Auðvitað er þorskniðurskurðurinn mikið högg til skamms tíma, en til lengri tíma litið teljum við að sóknarfærin séu fjöl- mörg og það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Hryggj- arstykkið í atvinnulífinu hér, í 1600 manna byggðarlagi, er vissulega sjávarútvegurinn og það breytist ekki einn, tveir og þrír. Hins vegar gæti verið kominn að einhverju leyti annar grunnur fyrir byggðina eftir tíu ár eða svo en sjávarútvegur. Um það er erfitt að segja. Ferðaþjónustan er vaxandi og skap- ar æ fleiri störf og við horfum eins og ég hef sagt til þekking- ariðnaðarins, sem tengist sjávarútveginum,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Hornafirði, í viðtali við Ægi. Þetta verður erfitt „Þetta tal um að Byggðastofnun eigi að bjarga öllu er að mínu mati sérkennilegt. Það stendur ekki til að gefa mönnum pen- inga. Fyrirtækin munu að sjálf- sögðu leysa sín mál með sínum lánardrottnum, mér dettur ekki annað í hug. En engu að síður er alveg deginum ljósara að þetta verður mjög erfitt,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í viðtali um áhrif kvótaniðurskurðarins á útgerðina í landinu. Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Út­gef­andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit­stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Sími 461-5151. Rit­stjór­i: Óskar fiór Hall dórs son (ábm.) Sími 461-5135. GSM 898-4294. Net fang: osk ar@athygli.is Aug­l‡s­ing­ar: Athygli ehf. Sí›umúli 1. Reykjavík. Sími 515-5200. Net fang: augl@athygli.is Augl‡singastjóri: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Hönnun­&­umbrot: Athygli ehf. Sí›umúli 1. Reykjavík. Sími 515-5200. Prent­un: Gutenberg ehf. Á­skrift: Hálfsársáskrift a› Ægi kostar 3600 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 Aðalmynd á forsíðu af Einari Kristni Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra, tók Sigurður Bogi Sævarsson. ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get i›. E F N I S Y F I R L I T 8 12 22 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.