Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Það verður ekki auðvelt verkefni fyrir stjórnendur sjávarút- vegsfyrirtækja út um allt land að komast í gegnum þann brimskafl sem þeir standa frammi fyrir vegna niðurskurðar þorskkvóta á því fiskveiðiári sem nú er nýlega hafið. Þetta nýja fiskveiðiár hefst því í óvenju miklu haustmyrkri og það er jafnframt hulið töluverðri óvissuþoku því ekki er gott að ráða í hvernig fyrirtækin geti spilað úr þeim spilum sem þau hafa á hendi. En viðbrögð útgerðarmanna út um allt land, sem Ægir ræðir við í þessu blaði, eru eðlilega á eina lund; við blasa um- talsverðir erfiðleikar sem munu verða í einhverjum tilfellum verulega sársaukafullir. Auðvitað er það svo að þorskniðurskurðurinn mun koma misjafnlega harkalega við sjávarútvegsplássin vegna þess einfaldlega að útgerðarmynstur er afar mismunandi eftir byggðarlögum. Smábátaútgerð er til dæmis ráðandi þáttur í atvinnulífi margra smærri þéttbýlisstaða, t.d. á Vestfjörð- umog í Grímsey, svo dæmi séu nefnd, og þar mun þorskniður- skurðurinn heldur betur segja til sín. Annars staðar eru eggin fleiri í körfunni og unnt að beina kröftunum í ríkari mæli að öðrum tegundum. En hvernig sem á dæmið er litið mun 30% minni þorskafli hafa afgerandi áhrif á landsbyggðinni, enda þýðir hann gríðarlega mikinn samdrátt í tekjum fyrirtækjanna. Sveitarfélögin munu finna harkalega fyrir þessu, svo mikið er víst, og því mun víða hrikta í. Íslendingar hafa vissulega oft þurft að taka á honum stóra sínum og það munu þeir einnig gera nú. Ef slíkar efnahags- legar hamfarir hefðu gengið yfir landið fyrir nokkrum árum hefði efnahagslífið einfaldlega ekki þolað það og forsvars- menn atvinnulífsins sest upp í Stjórnarráðinu og krafist tíðra gengisfellinga. Það er til marks um breytingar á íslensku efnahagslífi að litlar sem engar breytingar urðu á gengi krón- unnar við þessi hamfaratíðindi úr sjávarútveginum í sumar. Sá órói sem hefur orðið nú síðla sumars á gjaldeyrismörk- uðum er í takt við það sem hefur verið að gerast úti í hinum stóra heimi, sem sérfræðingar telja að megi rekja til þreng- inga á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum. Með öðrum orðum er sjávarútvegurinn á Íslandi ekki jafn ráðandi þáttur í efna- hagslífinu og fyrr á árum. Álframleiðslan og fjármálageirinn hafa bólgnað út og dreift áhættunni í efnahagslífinu. Hins vegar má ekki gleyma því að vöxtur t.d. fjármálageirans skil- ar sér fyrst og fremst inn í efnahagskerfið á höfuðborg- arsvæðinu. Þar verða til flest ný atvinnutækifæri í fjármála- geiranum. Eftir sem áður er sjávarútvegurinn undirstaðan í fjölmörgum byggðarlögum út um allt land og þar verður högg- ið af þorskniðurskurðinum harðast. Flestir sem Ægir hefur rætt við telja að nú muni menn sjá meiri og hraðari samþjöpp- un aflaheimilda en áður, sem þýðir með öðrum orðum að margar smærri útgerðir munu leggjast af. Þetta kann að þýða enn frekari fólksfækkun á landsbyggðinni. Hafi áður verið ástæða fyrir ríkisvaldið til að skapa ný störf utan höfuðborgarsvæðisins, með flutningi nýrra opinberra starfa út á land, þá er brýnt að það verði gert núna. Opinberar framkvæmdir eins og vegagerð eru góðra gjalda verðar, en eins og margoft hefur verið bent á koma þær ekki í stað þeirra starfa sem fyrirsjáanlega munu tapast á landsbyggð- inni á komandi misserum og árum á meðan þorskstofninn byggist upp á nýjan leik. Hvalurinn er aðal vandamálið Norsk-íslenska síldin nýttist sem fæða stórþorsks. Ég sá þetta sem polli í den - því síldarskipstjórar gáfu oft frænd- um mínum stórþorsk - sem veiddist með síldinni í hringnót. Nú er stærri þorskur í Bakkaflóa með töluvert af síld í mag- anum og nokkrar stórsíldar veiddust á gömlu bryggjunni á Bakkafirði fyrir nokkrum dögum. Aðalatriði málsins er hins vegar að heildarfæðuframboð á Íslandsmiðum var milljónum tonna meira. Aðal vandamálið í dag er hins vegna hvalurinn, en sem dæmi virðist hnúfubak fjölga um 10% árlega, en hnúfubaksstofninn þarf að éta 7-9 milljónir tonna árlega í dag. Í fyrra sást lítill rauður flekkur af rauðátu í Bakkaflóa og smáloðna að elta rauðátuna. Síld elti svo allt saman og nú kárnar gamanið. 100-150 hnúfubakar syntu hringinn og „einangruðu„ þessa veiðibráð. Eftir 4 sólarhringa sást ekk- ert. Nú í dag er sjórinn fyrir NA-landi óvenju djúpsægrænn. Lífríkið fyrir NA-horninu er betra í ár en það hefur verið lengi, sem er mjög gleðilegt. (Kristinn Pétursson á Mbl.is) Fiskabúrsvísindi Sérfræðingar Hafró eru færir menn en það skortir mjög á alla vísindalega gagnrýni. Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Kristinn Pétursson og fleiri reyna af veikum mætti en eru sópaðir út af borðinu sem fiskabúrsfræðimenn. Hafró kastar síðan Marstrolli aftur og aftur á sömu bleyðurnar ár eftir ár án nokkurs tillits til breyttra aðstæðna í umhverfi. Eru það ekki fiskabúrsvísindi? Persónulega held ég að hinn náttúru- legi dánarstuðull þorsks þ.e. hve margir fiskar deyja úr hungri, elli, sjúkdómum og afráni sé mun breytilegri en sá ca. 15-20% stuðull sem Hafró hefur notast við í áratugi. Mín skoðun er að sá stuðull ætti að vera mun meira rann- sakaður en veiddu magni haldið stöðugu til fleiri ára í einu þannig að sú stærð væri þá þekkt í þeim óravíddum og stærðum sem hafið annars geymir. Góður bóndi þefar af töðunni og veit þá nokkurn veginn hvað hann þarf að panta af fóðurbæti næsta vetur. Þetta þyrftu vísindin að gera meira af, háfa í hafið og meta lífsgæði hafsins. (Guðni Gunnarsson, framleiðslustjóri Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík í grein á Skessuhorni.is) U M M Æ L I Við upphaf nýs fiskveiðiárs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.