Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 74

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 74
74 F R É T T I RF I S K I D A G U R I N N M I K L I að gæða sér á þeim fiskirétt- um sem í boði voru má ætla að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því, eins og óneitanlega margir hafa, að fiskineysla ungs fólks á Íslandi muni líða undir lok á næstu árum. Fiskvinnslukonan Erna heiðruð Frá upphafi hefur Fiskidag- urinn mikli veitt ákveðnum einstaklingi eða einstakling- um viðurkenningu. Að þessu sinni veitti Erna Hallgríms- dóttir, fiskvinnslukona á Dal- vík, viðurkenningu dagsins viðtöku, en Erna hefur nánast alla sína æfi staðið vaktina í fiskvinnslu á Dalvík, auk þess að reka stórt og barnmargt heimili. Jafnframt var Erna heiðruð sem fulltrúi fjöl- margra fiskvinnslukvenna sem á liðinni öld unnu við fiskvinnslu á Íslandi við afar misjafnar aðstæður. Svanfríður Jónasdóttir, bæj- arstjóri í Dalvíkurbyggð, af- henti Ernu viðurkenninguna og sagði m.a. við það tæki- færi að fyrst og fremst væri Dalvík fiskvinnslubær, þar sem hátt hlutfall fólks ynni við fiskvinnslu, konur þar í meirihluta. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, hafði heldur betur ástæðu til þess að brosa út að eyrum. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Rokkgoðið Rúnar Júlíusson lét sig ekki vanta á Fiskidaginn og tók að sjálfsögðu lagið fyrir viðstadda. Hér er kappinn á sviðinu á hátíðarsvæðinu. Að baki honum er hluti þeirra þúsunda gesta sem sóttu Fiskidaginn heim í ár. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Það var þétt setinn Svarfaðardalur á tjaldsvæðunum á Dalvík, en allt gekk þetta upp í sátt og samlyndi. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari, í góðum gír á Fiskideginum mikla, en hann lætur sig ekki vanta á svæðið, enda yfirkokkur hátíðarinnar. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Vel fer á með þeim Friðriki Friðrikssyni, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík, Kristjáni Möller, samgönguráðherra, og Þorsteini Má Baldvinssyni, for- stjóra Samherja. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Nýjung Fiskidagsins mikla á Dalvík í ár voru skreytingar af öllum stærðum og gerðum við híbýli fólks á Dalvík. Þessi rommelskandi fiskvinnslumaður varð á vegi ljósmyndara. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.