Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 24
24 Nýr bátur, Sæunn Sæmunds- dóttir ÁR-60, hefur bæst í flota Þorlákshafnarbúa, en það er útgerðin Hrímgrund ehf. sem gerir bátinn út og kemur hann í stað 17 ára gamals báts með sama nafni. Það er bátasmiðjan Seigla á Akureyri sem smíðaði Sæunni Sæmundsdóttur, sem er af gerðinni Seigur 1300, og er báturinn allur hinn glæsileg- asti. Eigendur Hrímgrundar eru hjónin Þorvaldur Garðarsson og Guðbjörg María Kristjáns- dóttir. Sögu þessarar útgerðar má rekja aftur til 1971 þegar foreldrar Þorvaldar létu smíða bát sem bar einnig nafnið Sæ- unn Sæmundsdóttir. Synir þeirra, þar á meðal Þorvaldur, tóku strax virkan þátt í út- gerðinni. Til að byrja með var gert út á minni báta, síðan voru gerðir út stærri bátar, allt að 150 tonn, en síðustu árin hefur áherslan aftur verið á smábátaútgerð. Um miðjan síðasta áratug tóku þau hjón- in Þorvaldur og Guðbjörg María við útgerðinni og hafa gert út síðan. Með tíu rekka línubeitningarkerfi Sæunn Sæmundsdóttir ÁR-60 hin nýja er 14,9 tonn. Heild- arlengd bátsins, sem er yf- irbyggður að hluta, er 13 metrar og breiddin er 4,60 metrar. Báturinn er búinn tíu rekka línubeitningarkerfi frá Mustad (Sjóvélum). Vélin er af gerðinni Cummins, 19 lítra, frá R.Sigmundssyni og tækja- búnaður í stýrishúsi er sömu- leiðis frá R.Sigmundssyni. Slippurinn á Akureyri smíðaði innréttingu í lúkar, setti upp glussakerfi, sem er frá Dan- foss, og vann járnsmíðavinnu að stórum hluta. Rafeyri ann- aðist frágang rafmagns. N Ý R B Á T U R Ný Sæunn Sæmundsdóttir til Þorlákshafnar Þrír Seiglubátar við slippkantinn á Akureyri – Sæunn Sæmundsdóttir ÁR, Konni Júl GK og Óli Gísla GK. Frágangur er vandaður. Hér má sjá eldhúskrókinn – með ísskáp, hellu- borði og tveimur örbylgjuofnum. Hjalteyrargötu 22 • 600 Akureyri • Ísland • Sími +354 551 2809 • Fax +354 551 2810 • www.seigla.is • E-mail seigla@seigla.is Hjalteyrargötu 22 • 600 Akureyri • Ísland • Sími +354 551 2809 • Fax +354 551 2810 • www.seigla.is • E-mail seigla@seigla.is Óskum útgerðinni til hamingju með Sæunni Sæmundsdóttur ÁR-60 Seigur 1300W M yn d : Þ or g ei r B al d u rs so n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.