Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 18
18 miklu um efnahagsmálin. Og auðvitað er mjög mikils virði fyrir okkur sem þjóð- félag að við skulum vera búin að breyta efnahagskerfinu þannig að vægi sjávarút- vegsins sé minna. Auðvitað er það meg- inmarkmið að sjávarútvegurinn haldi áfram að eflast og dafna; að tekjumynd- unin þar verði sem allra mest. En það er líka gott fyrir greinina að þjóðarbúskap- urinn byggist á fleiri stoðum.“ Nýta alla hagræðingarmöguleika Eitt af því sem gerst hefur í kjölfar þess að ákveðið var að skera heildarafla í þorski niður um þriðjung er að nú hafa stjórnendur HB-Granda kynnt að þeir hyggist flytja alla fiskvinnslu sína upp á Akranes, en einhverntíma hefði þótt saga til næsta bæjar ef einhver spámannlega vaxinn segði að fiskvinnsla í Reykjavík myndi því sem næst að líða undir lok. En þýðir þetta ekki – fyrst fiskvinnsla í borginni er að stórum hluta að leggjast af – að smærri byggðarlögum út um land er sami örlagadómur búinn? Á sjávarút- vegur þar einhverja framtíð fyrir sér? „Jú, aldeilis,“ segir Einar. „Mér finnst þessi ákvörðun stjónenda HB – Granda sýna að niðurskurður aflaheimilda í þorski knýr menn til að nýta sér alla þá hagræðingarmöguleika sem kunna að bjóðast. Mér finnst ánægjulegt að þeir meti stöðuna þannig að betra sé að efla starfsemina á Akranesi en í Reykjavík og það kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart. Sjálfur hef ég lengi talað fyrir því að fyr- irtæki nýti sér kosti þess að starfa utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem lóða- og fasteignaverð er mun lægra. Annað finnst mér í raun óskiljanlegt. Því tel ég fyr- irætlanir stjórnenda HB-Granda mjög verðuga fyrirmynd þess hvernig aðrir gætu staðið að málum.“ - Þú sagðir á Fiskiþingi sl. vor, að þér þætti miður að umræðan um sjávarút- veginn væri of mikið pólitískt karp, minna bæri á hinni kraftmiklu umræðu sem ætti sér stað innan greinarinnar sjálfrar. Eygir þú á þessum tímapunkti von um breytta umræðu? „Ákvörðun um skerðingu þorskkvót- ans hefur ýtt undir hina gamalkunnu karpkenndu umræðu. Síðustu misseri var umræða um sjávarútvegsmál frekar átakalítil og það fannst mér í sjálfu sér ágætt. Í ræðu minni á Fiskiþingi í vor, vísaði ég til þess að mér hefur þótt áhyggjuefni að hin pólitíska umræða um sjávarútveginn er föst í gömlu fari, á sama tíma og greinin er að þróast með mjög athyglisverðum hætti. Íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki hasla sér völl út um all- an heim, menn eru að bregðast við nýj- um og síbreytilegum kröfum markaðar- ins og ná ævintýralegum árangri í vöru- þróun, meðal annars með útflutningi á ferskum fiski á erlenda markaði. Þá hafa orðið ýmsar tæknibreytingar sem gera greinina skemmtilegan starfsvettvang fyr- ir ungt fólk. En það er eins og þetta hafi farið algjörlega hjá garði í þjóðfélags- umræðu um sjávarútveg. Ég heyri í sjáv- arútveginum að þessi neikvæða umræða er farin að lýja menn og hafa þreytandi áhrif. Því ber okkur stjórnmálamönnum skylda til að bera inn á þjóðmálavett- vanginn fréttir af öllu því góða sem unn- ið er að í íslenskum sjávarútvegi.“ Lof og last Einar segir að vissulega hafi nokkur pólitísk áhætta falist í því fyrir sig að taka ákvörðun um skerðingu þorskkvótans. Ákvörðunin hafi því verið sér erfið og kostað mikla yfirlegu. „Ég hef bæði fengið lof og last. Auð- vitað eru menn ekki á eitt sáttir með þessa ákvörðun og sumir telja hana mjög ranga. Hins vegar hefur komið mér á óvart hve margir hafa sýnt þessu skilning og sagt sem svo að þrátt fyrir allt skilji þeir afstöðu mína. Og hafi menn spáð mér pólitískum dauðdaga – vegna þess- arar ákvörðunar – sjá þeir að ég er sprelllifandi! Allar sögur af andláti mínu eru stórlega ýktar, hafi þær einhverntíma farið af stað. Það var einhugur í rík- isstjórninni í þessu erfiða máli, sem ég ber þó stjórnskipunarlega ábyrgð á. Þeg- ar ég var að komast að niðurstöðu bærð- ust margar hugsanir í mínum kolli og ég fann fyrir ábyrgð því ég veit hvað þessi ákvörðun hefur í för með sér. Ég tel mig ekki ákvarðanafælinn mann en í þessu máli var erfitt að taka af skarið.“ Viðtal: Sigurður Bogi Sævarsson. Æ G I S V I Ð T A L I Ð Mikilvægt er, segir sjávarútvegsráðherra, að efla hafrannsóknir á næstu árum. Að mati ráðherrans er sérstaklega mikilvægt að kanna grunnslóðina, þar sem aflabrögð síðustu misserin hafa verið einkar góð. Þessi mynd er frá Borgarfirði eystra, sem er eitt þeirra byggðarlaga sem byggir að stórum hluta á sjósókn og fiskvinnslu. Mynd: Ágúst Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.