Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.2007, Blaðsíða 8
8 U M H V E R F I S M Á L Þann 7. ágúst sl. undirrituðu Einar Kr. Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra, Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands og Þórður Ásgeirsson, Fiskistofustjóri, yfirlýsingu um ábyrgar fisk- veiðar sem ætlað er að mæta þörfum innkaupaaðila sjáv- arafurða erlendis. Pétur Bjarnason segir að í framhald- inu verði unnið að mótun staðla og vottunarferla fyrir íslenskar sjávarafurðir. En hvað felst í stórum dráttum í þessari yfirlýsingu? Hjálpartæki fyrir markaðsstarfið „Yfirlýsingin er í raun lýsing á því hvernig fiskveiðum er stjórnað við Ísland. Henni má skipta í þrjá hluta. Í fyrsta lagi er fjallað um hvernig upplýs- inga er aflað um ástand fiski- stofnanna við Ísland, hvernig unnið er úr þeim og ráðlegg- ingar fiskifræðinga. Í öðru lagi er fjallað um hvernig stjórnvöld vinna úr ráðgjöf fiskifræðinga og hvaða lög og reglur gilda um íslenskan sjávarútveg. Í þriðja lagi er fjallað um hvernig fram- kvæmd fiskveiðistjórnunar- kerfisins er í reynd, hvernig eftirlitinu er háttað og hvernig er brugðist við ef eitthvað bregður út af. Þessir þrír þættir standa að baki íslenskri fiskveiðistjórn- un og það er okkar mat að þessi leið tryggi ábyrgar og sjálfbærar veiðar. Yfirlýsingin, sem er sett fram af ábyrgum aðilum sem koma að þessum málum – sjávarútvegsráð- herra, Fiskistofu, Hafrann- sóknastofnun og Fiskifélagi Íslands fyrir hönd greinarinn- ar, leiðir kaupendum sjávaraf- urða fyrir sjónir að við séum að vinna af ábyrgð í sam- bandi við fiskveiðar. Yfirlýs- ingin á að geta stuðlað að því að auðveldara sé að koma af- urðum okkar Íslendinga á framfæri á erlendum mörk- uðum, enda vitum við að það er vaxandi krafa innkaupa- stjóra sjávarfangs erlendis að vel sé gengið um auðlindirnar og við teljum að yfirlýsingin sé skýr skilaboð um að það sé gert hér á landi.“ Fyrsta skrefið - Var eitthvað eitt öðru fremur sem knúði á um að gefa slíka yfirlýsingu út núna? „Undanfarinn áratug hefur verið vaxandi krafa um að fá slíkar upplýsingar. Þessi yf- irlýsing er fyrsta skref okkar í þessum efnum. Við höfum lengi unnið að málinu og meðal annars leitað eftir nor- rænni samstöðu um það. Sömuleiðis hefur verið leitast við að ná alþjóðlegri sam- stöðu um málið, sem má segja að hafi tekist fyrir um þremur árum á vettvangi FAO með samþykkt um leiðbein- andi reglur um hvernig beri að standa að umhverfismerk- ingum. Þessi yfirlýsing okkar er fyrsta tilraunin til þess að skýra út íslenska fiskveiði- stjórnun til þess að styðja sölu íslenskra sjávarafurða á er- lendum mörkuðum. Næsta skref er að móta feril sem getur vottað að hráefni í hverja einstaka vörutegund sé aflað með sjálfbærum hætti.“ - Erum við þá að tala um séríslenskt umhverfismerki á sjávarafurðir? „Eitt er vottunin sjálf og annað er umhverfismerki. Til að byrja með leggjum við áherslu á að koma á fót vott- unarferli eða -kerfi sem votti að afurðin sé úr fiskveiðum sem stjórnað sé samkvæmt ís- lensku fiskveiðistjórnunar- kerfi. Það er vel unnt að ganga skrefinu lengra og merkja afurðirnar með um- hverfismerki, en það fer alveg eftir því hver eftirspurnin eftir slíkum merkjum er. Í reynd er ekki mikil eftirspurn eftir um- hverfismerkjum, neytendur kalla ekki eftir þeim, að því er virðist. Fyrst og fremst vilja innkaupastjórar sjávarafurða fá tryggingu fyrir því að fisk- urinn sé veiddur með sjálf- bærum hætti. Hverjir gætu vottað? - Hvaða aðilar gætu mögu- lega vottað íslenskar sjávaraf- urðir? „Hér á landi eru starfandi skoðunarstofur í sjávarútvegi, sem hægt er að sjá fyrir að gætu tekið það að sér. En það liggur fyrir að þeir sem kæmu til með að votta þurfa að vera faggiltir. Í því felst að faggildingarsvið Einkaleyfa- stofu hér á landi eða tilsvar- andi erlendar stofnanir kanni til fullnustu hvort viðkomandi vottunarstofa sé til þess hæf að taka verkefnið að sér. Það felst í hugtakinu faggilding.“ - Líturðu svo á að yfirlýs- ingin sem var undirrituð 7. ágúst sl. sé mikilvæg fyrir ís- lenskan sjávarútveg? „Já, ég held að það sé eng- inn vafi að það er mikilvægt að hafa yfirlýsingu undirritaða af þessum aðilum. Almennt er ekki til staðar mikil þekk- ing meðal erlendra innkaupa- stjóra á því hvernig við stönd- um að málum þó svo að ís- lensk fiskveiðistjórnun hafi almennt jákvæða ímynd. Það ber hins vegar að geta þess að þó svo að þessi yfirlýsing hafi verið undirrituð af mér sem fulltrúa Fiskifélags Ís- lands, þá eru ekki öll aðild- arfélög Fiskifélags sammála t.d. ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar.“ Fyrsta plagg sinnar tegundar - Hefur einhver sambærileg yfirlýsing verið birt áður? „Ekki mér vitanlega. Hins vegar eru til skráðar lýsingar á því hvernig menn standa að málum. Til dæmis hefur National Fisheries Institut í Bandaríkjunum útbúið skjal fyrir sína umbjóðendur þar sem svarar ýmsum spurning- um. En það er hins vegar ekkert sambærilegt við þessa yfirlýsingu okkar. Ég hef orð- ið var við að þessi yfirlýsing hefur vakið töluverða athygli. Ég hef fengið talsverð við- brögð frá Noregi og sömu- leiðis hefur þetta verið kynnt á vettvangi FAO. Viðbrögðin hafa nær eingöngu verið mjög jákvæð. Síðan verður að koma í ljós hvaða áhrif hún kann að hafa í markaðssetn- ingu íslenskra sjávarafurða.“ - Telur þú að hún muni hafa mikil áhrif? „Við rennum svolítið blint í sjóinn hvað það varðar, en okkur þótti í það minnsta ástæðu til þess að fara þessa Fyrsta íslenska yfirlýsingin um ábyrgar fiskveiðar: Mikilvægt plagg - er mat Péturs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Fiskifélags Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.